Icesave-málið verður ekki klárað fyrir jól 11. desember 2010 03:15 Jóhanna Sigurðardóttir „Ég fagna því mjög að þessi niðurstaða hafi náðst og ekki síst að það hafi náðst sátt í samninganefndinni, sem var meðal annars skipuð fulltrúa frá stjórnarandstöðunni,“ segir Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra um Icesave-samninginn sem nú liggur á borðinu. „Þetta er gríðarlegur áfangi í endurreisninni.“ Jóhanna segir að forystumenn flokkanna séu þegar byrjaðir að ræða um framhald málsins og hvernig farið verður með það í þinginu. Hún vonist til þess að allir flokkar geti staðið að því saman. „Ég vona að það skýrist fljótlega í næstu viku hvernig framhaldið verður. Ég held að það liggi ljóst fyrir að það er ekki hægt að klára þennan samning í þinginu fyrir jól. Það er eðlilegt að menn taki sér tíma til að skoða málið í heild. Það er aftur á móti spurning um hvort hægt er að mæla fyrir málinu og koma því til nefndar fyrir jól,“ segir Jóhanna. Forystumenn ríkisstjórnarinnar fóru ekki leynt með óánægju sína þegar ekki tókst að klára síðasta Icesave-samning fyrr á árinu. Spurð hvort það hafi verið röng afstaða í ljósi nýja samningsins segir Jóhanna: „Nei, þetta sýnir fyrst og fremst að aðstæður eru verulega breyttar frá því að síðasti samningur var gerður. Flest af því sem hefur orðið til þess að lækka þennan samning hefði haft áhrif til lækkunar á fyrri samninginn.“ Hún nefnir til dæmis betri heimtur úr þrotabúi Landsbankans, hagstæðari gengismun, sterkari gjaldeyrisforða og lægri fjármagnskostnað. „Það er veruleg skýring á þessum 100 milljarða mismuni sem er á þessum samningum,“ segir Jóhanna. Ekki megi heldur gleyma því að tafirnar hafi kostað sitt fyrir atvinnulífið í landinu. - sh Icesave Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Spá þoku fyrir norðan og austan Veður Fleiri fréttir Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Sjá meira
„Ég fagna því mjög að þessi niðurstaða hafi náðst og ekki síst að það hafi náðst sátt í samninganefndinni, sem var meðal annars skipuð fulltrúa frá stjórnarandstöðunni,“ segir Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra um Icesave-samninginn sem nú liggur á borðinu. „Þetta er gríðarlegur áfangi í endurreisninni.“ Jóhanna segir að forystumenn flokkanna séu þegar byrjaðir að ræða um framhald málsins og hvernig farið verður með það í þinginu. Hún vonist til þess að allir flokkar geti staðið að því saman. „Ég vona að það skýrist fljótlega í næstu viku hvernig framhaldið verður. Ég held að það liggi ljóst fyrir að það er ekki hægt að klára þennan samning í þinginu fyrir jól. Það er eðlilegt að menn taki sér tíma til að skoða málið í heild. Það er aftur á móti spurning um hvort hægt er að mæla fyrir málinu og koma því til nefndar fyrir jól,“ segir Jóhanna. Forystumenn ríkisstjórnarinnar fóru ekki leynt með óánægju sína þegar ekki tókst að klára síðasta Icesave-samning fyrr á árinu. Spurð hvort það hafi verið röng afstaða í ljósi nýja samningsins segir Jóhanna: „Nei, þetta sýnir fyrst og fremst að aðstæður eru verulega breyttar frá því að síðasti samningur var gerður. Flest af því sem hefur orðið til þess að lækka þennan samning hefði haft áhrif til lækkunar á fyrri samninginn.“ Hún nefnir til dæmis betri heimtur úr þrotabúi Landsbankans, hagstæðari gengismun, sterkari gjaldeyrisforða og lægri fjármagnskostnað. „Það er veruleg skýring á þessum 100 milljarða mismuni sem er á þessum samningum,“ segir Jóhanna. Ekki megi heldur gleyma því að tafirnar hafi kostað sitt fyrir atvinnulífið í landinu. - sh
Icesave Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Spá þoku fyrir norðan og austan Veður Fleiri fréttir Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“