Umfjöllun: Keflvíkingar skelltu Stjörnunni á jörðina Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 15. janúar 2010 21:45 Sverrir Þór Sverrisson átti mjög fínan leik með Keflavík í kvöld. Mynd/Stefán Keflavík vann í kvöld stórsigur á Stjörnunni í toppslag í Iceland Express-deild karla, 118-83. Mestu munaði um ótrúlega byrjun Keflavíkur í síðari hálfleik þar sem liðið skoraði 22 stig í röð og komst mest í 39 stiga forystu, í stöðunni 83-44. Stjörnumenn byrjuðu þó ágætlega í leiknum og pössuðu sig á því að missa heimamenn ekki of langt frá sér. En þegar að Justin Shouse var hvíldur í öðrum leikhluta gengu Keflvíkingar á lagið með 14-0 spretti. Þeir létu forystuna aldrei af hendi eftir það. Keflvíkingar spiluðu mjög fastan varnarleik í kvöld og létu Stjörnumenn finna vel fyrir sér. Garðbæingar áttu einfaldlega ekki svar við því og munurinn orðinn það stór snemma í síðari hálfleik að sigur Keflvíkinga var aldrei í hættu. Bandaríkjamaðurinn Draelon Burns átti mjög góðan leik í kvöld og skoraði alls 30 stig fyrir Keflavík, þar af 20 í fyrri hálfleik. Gunar Einarsson fór einnig mikinn og setti niður sjö þriggja stiga körfur, þar af sex í síðari hálfleik. Alls skoraði hann 23 stig í leiknum. Hörður Axel Vilhjálmsson átti mjög jafnan og góðan leik fyrir Keflavík og skilaði mjög flottum tölum - 22 stigum, sex stoðsendingum og fimm fráköstum. Eins og gefur að skilja voru Stjörnumenn talsvert frá sínu besta en þeir Justin Shouse og Fannar Freyr Helgason fóru fyrir sínum mönnum eins og svo oft áður. Birgir Björn Pétursson átti reyndar ágæta innkomu undir lokin. Stjörnumenn höfðu unnið fimm leiki í röð fyrir leikinn í kvöld og hófu nýja árið í toppsæti deildarinnar. Óhætt er að segja að Keflvíkingar hafi skellt þeim niður á jörðina í kvöld en Stjarnan féll niður í fjórða sæti deildarinnar með tapinu. Spennan á toppnum er þó áfram mikil og verður sennilega áfram. Stig Keflavíkur: Draelon Burns 30, Gunnar Einarsson 23, Hörður Axel Vilhjálmsson 22, Jón Norðdal Hafsteinsson 9, Sverrir Þór Sverrisson 9, Gunnar Stefánsson 8, Sigurður Þorsteinsson 8, Elentínus Margeirsson 7, Þröstur Leó Jóhannsson 2. Stig Stjörnunnar: Justin Shouse 21, Jovan Zdravevski 17, Fannar Freyr Helgason 14, Birgir Pétursson 11, Kjartan Atli Kjartansson 7, Magnús Helgason 6, Ólafur Ingvason 5, Birkir Guðlaugsson 2. Dominos-deild karla Mest lesið Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Járnkona sundsins kveður Sport Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ Körfubolti Fleiri fréttir Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? Sjá meira
Keflavík vann í kvöld stórsigur á Stjörnunni í toppslag í Iceland Express-deild karla, 118-83. Mestu munaði um ótrúlega byrjun Keflavíkur í síðari hálfleik þar sem liðið skoraði 22 stig í röð og komst mest í 39 stiga forystu, í stöðunni 83-44. Stjörnumenn byrjuðu þó ágætlega í leiknum og pössuðu sig á því að missa heimamenn ekki of langt frá sér. En þegar að Justin Shouse var hvíldur í öðrum leikhluta gengu Keflvíkingar á lagið með 14-0 spretti. Þeir létu forystuna aldrei af hendi eftir það. Keflvíkingar spiluðu mjög fastan varnarleik í kvöld og létu Stjörnumenn finna vel fyrir sér. Garðbæingar áttu einfaldlega ekki svar við því og munurinn orðinn það stór snemma í síðari hálfleik að sigur Keflvíkinga var aldrei í hættu. Bandaríkjamaðurinn Draelon Burns átti mjög góðan leik í kvöld og skoraði alls 30 stig fyrir Keflavík, þar af 20 í fyrri hálfleik. Gunar Einarsson fór einnig mikinn og setti niður sjö þriggja stiga körfur, þar af sex í síðari hálfleik. Alls skoraði hann 23 stig í leiknum. Hörður Axel Vilhjálmsson átti mjög jafnan og góðan leik fyrir Keflavík og skilaði mjög flottum tölum - 22 stigum, sex stoðsendingum og fimm fráköstum. Eins og gefur að skilja voru Stjörnumenn talsvert frá sínu besta en þeir Justin Shouse og Fannar Freyr Helgason fóru fyrir sínum mönnum eins og svo oft áður. Birgir Björn Pétursson átti reyndar ágæta innkomu undir lokin. Stjörnumenn höfðu unnið fimm leiki í röð fyrir leikinn í kvöld og hófu nýja árið í toppsæti deildarinnar. Óhætt er að segja að Keflvíkingar hafi skellt þeim niður á jörðina í kvöld en Stjarnan féll niður í fjórða sæti deildarinnar með tapinu. Spennan á toppnum er þó áfram mikil og verður sennilega áfram. Stig Keflavíkur: Draelon Burns 30, Gunnar Einarsson 23, Hörður Axel Vilhjálmsson 22, Jón Norðdal Hafsteinsson 9, Sverrir Þór Sverrisson 9, Gunnar Stefánsson 8, Sigurður Þorsteinsson 8, Elentínus Margeirsson 7, Þröstur Leó Jóhannsson 2. Stig Stjörnunnar: Justin Shouse 21, Jovan Zdravevski 17, Fannar Freyr Helgason 14, Birgir Pétursson 11, Kjartan Atli Kjartansson 7, Magnús Helgason 6, Ólafur Ingvason 5, Birkir Guðlaugsson 2.
Dominos-deild karla Mest lesið Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Járnkona sundsins kveður Sport Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ Körfubolti Fleiri fréttir Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? Sjá meira