Sibert 19. febrúar 2010 06:00 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar um greinaskrif Anne Sibert. Þegar Íslendingar standa saman geta þeir leyst nánast hvaða vanda sem er. Þegar loksins náðist samstaða, alla vega á yfirborðinu, um hvernig verja ætti hagsmuni landsins út á við í Icesave-málinu breytti það stöðu landsins til mikilla muna. Á viðkvæmasta tímapunkti í sögu málsins tóku hins vegar nokkrir skjólstæðingar ríkisstjórnarinnar upp á því að skrifa greinar sem voru um margt rangar og stórskaðlegar málstað Íslands. Anne Sibert, fulltrúi forsætisráðherra í peningastefnunefnd Seðlabankans, skrifaði grein í vefritið VoxEU (rödd ESB). Það rit er eftir því sem næst verður komist helst lesið af enskumælandi embættismönnum og fræðimönnum í Evrópusambandslöndum. Greinin gekk út á að sýna fram á (með aðferðum sem aðrir hagfræðingar hafa hafnað) að Ísland væri ekki of lítið til að borga allar kröfur Breta og Hollendinga. Síðast lét Sibert til sín taka (á sama vettvangi) með grein um að Ísland væri of lítið til að vera sjálfstætt. Með setu sinni í peningastefnunefndinni þiggur Anne Sibert laun fyrir að verja hagsmuni Íslands. Umfram allt á hún að gera það með því að verja gengi krónunnar. Ekkert hefur jafn-neikvæð áhrif á gengi gjaldmiðils og veruleg aukning skuldsetningar í erlendri mynt. Sama dag og verið var að reyna að lágmarka þá skuldsetningu birti Sibert greinina þar sem því var haldið fram að Ísland gæti vel greitt alla kröfuna hvað sem liði lögmæti hennar. Fáum mun detta í hug að upplegg og tímasetning greinarinnar geti verið tilviljun. Hver er annars tilgangurinn með því að skrifa grein á vettvangi enskumælandi embættismanna sem gengur þvert gegn hagsmunum sem verið er að verja á sama tíma í einhverjum mikilvægustu samningaviðræður Íslandssögunnar (eins og greinarhöfundi er vel kunnugt)? Enn verra er þó að margir munu gera ráð fyrir að þegar fulltrúi forsætisráðherra birtir grein á þessum tímapunkti í svo viðkvæmu máli sé hún skrifuð með vilja og vitund ráðherrans. Forsætisráðherra sagðist aðspurður ekki hafa vitað af greininni og tók jafnframt undir að hún væri afar óheppileg. Eflaust er það satt. Það hlýtur hins vegar að vera áhyggjuefni þegar ríkisstjórn sem hefur vanrækt að kynna málstað Íslands út á við í þessu mikla deilumáli er með fólk á launum við að skrifa gegn hagsmunum landsins á versta hugsanlega tíma. Þegar seta Sibert í nefndinni var gagnrýnd í ljósi þessa taldi hún vegið að málfrelsi sínu. Það hefur enginn haldið því fram að Anne Siebert megi ekki tjá sig um hvað sem er hvar sem er. Kjósi hún hins vegar að tjá sig um hluti sem ganga gegn hlutverki hennar í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hentar augljóslega einhver annar betur í það starf. Leikmaður sem keyptur væri til knattspyrnuliðs til að styrkja vörnina kæmist ekki upp með að sækja hvað eftir annað á eigið mark og bera við ferðafrelsi. Höfundur er alþingismaður og formaður Framsóknarflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Mest lesið Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson Skoðun Eigandinn smánaður Sigurjón Þórðarson Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Lífið gefur engan afslátt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir sem næsti rektor HÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Vitskert veröld Einar Helgason skrifar Skoðun Draumurinn um hið fullkomna öryggisnet Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Sönnunarbyrði og hagsmunaárekstur Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Sem doktorsnemi styð ég Silju Báru til Rektors Háskóla Íslands Eva Jörgensen skrifar Skoðun Sterk og breið samtök – tími til að styrkja rödd minni fyrirtækja Friðrik Árnason skrifar Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey skrifar Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah skrifar Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar um greinaskrif Anne Sibert. Þegar Íslendingar standa saman geta þeir leyst nánast hvaða vanda sem er. Þegar loksins náðist samstaða, alla vega á yfirborðinu, um hvernig verja ætti hagsmuni landsins út á við í Icesave-málinu breytti það stöðu landsins til mikilla muna. Á viðkvæmasta tímapunkti í sögu málsins tóku hins vegar nokkrir skjólstæðingar ríkisstjórnarinnar upp á því að skrifa greinar sem voru um margt rangar og stórskaðlegar málstað Íslands. Anne Sibert, fulltrúi forsætisráðherra í peningastefnunefnd Seðlabankans, skrifaði grein í vefritið VoxEU (rödd ESB). Það rit er eftir því sem næst verður komist helst lesið af enskumælandi embættismönnum og fræðimönnum í Evrópusambandslöndum. Greinin gekk út á að sýna fram á (með aðferðum sem aðrir hagfræðingar hafa hafnað) að Ísland væri ekki of lítið til að borga allar kröfur Breta og Hollendinga. Síðast lét Sibert til sín taka (á sama vettvangi) með grein um að Ísland væri of lítið til að vera sjálfstætt. Með setu sinni í peningastefnunefndinni þiggur Anne Sibert laun fyrir að verja hagsmuni Íslands. Umfram allt á hún að gera það með því að verja gengi krónunnar. Ekkert hefur jafn-neikvæð áhrif á gengi gjaldmiðils og veruleg aukning skuldsetningar í erlendri mynt. Sama dag og verið var að reyna að lágmarka þá skuldsetningu birti Sibert greinina þar sem því var haldið fram að Ísland gæti vel greitt alla kröfuna hvað sem liði lögmæti hennar. Fáum mun detta í hug að upplegg og tímasetning greinarinnar geti verið tilviljun. Hver er annars tilgangurinn með því að skrifa grein á vettvangi enskumælandi embættismanna sem gengur þvert gegn hagsmunum sem verið er að verja á sama tíma í einhverjum mikilvægustu samningaviðræður Íslandssögunnar (eins og greinarhöfundi er vel kunnugt)? Enn verra er þó að margir munu gera ráð fyrir að þegar fulltrúi forsætisráðherra birtir grein á þessum tímapunkti í svo viðkvæmu máli sé hún skrifuð með vilja og vitund ráðherrans. Forsætisráðherra sagðist aðspurður ekki hafa vitað af greininni og tók jafnframt undir að hún væri afar óheppileg. Eflaust er það satt. Það hlýtur hins vegar að vera áhyggjuefni þegar ríkisstjórn sem hefur vanrækt að kynna málstað Íslands út á við í þessu mikla deilumáli er með fólk á launum við að skrifa gegn hagsmunum landsins á versta hugsanlega tíma. Þegar seta Sibert í nefndinni var gagnrýnd í ljósi þessa taldi hún vegið að málfrelsi sínu. Það hefur enginn haldið því fram að Anne Siebert megi ekki tjá sig um hvað sem er hvar sem er. Kjósi hún hins vegar að tjá sig um hluti sem ganga gegn hlutverki hennar í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hentar augljóslega einhver annar betur í það starf. Leikmaður sem keyptur væri til knattspyrnuliðs til að styrkja vörnina kæmist ekki upp með að sækja hvað eftir annað á eigið mark og bera við ferðafrelsi. Höfundur er alþingismaður og formaður Framsóknarflokksins.
Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar