Af hverju minnkar ekki reiðin? Kolbrún Baldursdóttir: skrifar 15. júlí 2010 06:00 Af hverju minnkar ekki reiðin? Því er ekki að leyna að það er pirringur og reiði í samfélaginu sem tengist með einum eða öðrum hætti hruninu og afleiðingum þess. Einhverjir kunna að furða sig á því hve reiðin er enn djúpstæð og virðist ætla að endast lengi. Í ljósi þess hversu mikið áfall dundi yfir þjóðina á haustdögum 2008 er hins vegar ekki að undra að fólk skuli enn vera tilfinningalega sundurtætt. Þannig mun það án efa verða um sinn eða í það minnsta þar til sérstökum saksóknara hefur tekist að grynnka á málafjöldanum á hans borði. Fólk verður ekki sátt fyrr en fundnar hafa verið ásættanlegar lausnir á allra erfiðustu skuldamálum sem til var stofnað á góðæristímanum. Almenningur er ekki einn aðiliAlmenningur er ekki einsleitur hópur. Það þýðir ekki endilega að hann sé klofinn hópur. Þrátt fyrir að vera örþjóð búa í samfélaginu ólíkir hagsmunahópar. Það er hvorki rétt né sanngjarnt að fullyrða að hrunið sé öllum að kenna en óhætt er að fullyrða að hrunið bitnaði á öllum. Reiði og pirringur fólks á sér ólíkar rætur og orsakir. Flestir eru þó sennilega reiðir út í hina svokölluðu útrásarvíkinga, og einstaka forstjóra fjármálafyrirtækja sem af græðgi mökuðu krókinn í eigin þágu á kostnað skjólstæðinga sinna sem nú blæða. Meirihluti fólks er án efa líka reiður vegna eftirlitsins sem brást og yfir andvaraleysi stjórnvalda á þeim tíma. Ekki skal gleyma að nefna óbilgirni og stífni sumra lánafyrirtækja sem nú er verið að biðla til um samvinnu og skilning. Nú þegar verið er að leysa þessar flækjur og koma málum einstaklinga og hópa í þolanlegt horf koma hagsmunahópar fram og krefjast sérsniðinna leiðréttinga og bóta fyrir sig. Það sem mun viðhalda reiðinni og halda áfram að sundra og magna deilur er ef valin verður leið sem leysir vandamál eins hóps á kostnað einhvers annars eða allra annarra. Skýrt dæmi um þetta er ef aðgerðir til að létta á skuldabyrði þeirra sem skulda mest verða til þess að auka byrðar á ríkið með tilheyrandi niðurskurði og skattahækkunum. Lánafyrirtækjum ber fyrst og fremst að taka á sig eins mikið og þau geta. Flatar eða almennar niðurfellingar lána og afskriftir í stórum stíl geta þó leitt til þess að lánafyrirtæki fari í þrot og ríkissjóður (samfélagið) fær sendan reikning. Þeir sem tóku ekki beinan þátt í hruninu, fólk sem hefur lifað spart, verið nægjusamt, skuldar þess vegna lítið eða ekki neitt verður ekki ánægt með það. Græðir sá mest sem skuldar mest?Fjöldinn er stórskuldugur. Flestir hafa tekið lán til að kaupa fasteign enda afar erfitt að gera það án þess að taka lán. En svo virðist sem stór hópur hafi einnig ákveðið að taka lán fyrir öðru eins og t.d. bílum eða til að geta lifað ákveðnum lífsstíl. Í öllum lántökum felst einhver áhætta og fólu gengistryggð lán í sér meiri áhættu en verðtryggð lán. Lánþegar gátu þó ekki séð fyrir sér hversu dýrkeypt gengistryggðu lánin urðu. Af öllum lánum þarf engu að síður að greiða. Skuldir hverfa ekki þótt þær séu hunsaðar. Ef ég borga ekki skuldir mínar þarf einhver annar að borga þær. Lántakendur eiga að borga lánin sín til baka samkvæmt einhverjum eðlilegum mælikvarða þar sem sanngjarnt viðmið er notað. Um þetta verður að vera hægt að semja. Reiði og pirringur viðhelst og magnast frekar telji menn að sá sem skuldar mest muni jafnvel græða á að hafa skuldsett sig langt umfram greiðslugetu á meðan lántökum annars konar lána er gert að greiða hverja krónu. Þróist mál með þeim hætti mun reiðin einnig krauma áfram í hópi fólks sem hefur greitt upp lán sín t.d. með þrotlausri vinnu en er nú gert að sætta sig við niðurskurð í heilbrigðiskerfinu og/eða skattahækkanir svo bæta megi stöðu fjármálafyrirtækja. Stjórnmálamenn og fjölmiðlarVerkefni stjórnvalda er erfiðara en hægt er að ímynda sér. Finna þarf leiðir sem milda aðstæður án þess að stíga á tær eða kaffæra einhverja. Þess vegna skiptir máli nú að gamaldags og úrelt vopnaskak verði lagt til hliðar svo hægt sé að sameinast um skástu lausnirnar í erfiðustu málunum. Þrjóska og barnalegt atferli hefur lengi einkennt stjórnarandstöðu þessa lands og gildir þá einu hvort hægri eða vinstri stjórnarandstaða hefur átt í hlut. Atferlið lýsir sér t.d. í því að vera sífellt á móti, láta flokkspólitík blinda sér sýn og reyna að hindra eða tefja framgang mála. Ábyrgð stjórnmálamanna er mikil svo og fjölmiðla sem stýra þjóðfélagsumræðunni. Fjölmiðlar virðast stundum missa sjónar af heildarmyndinni. Í kjölfar uppákomu tengda einum hagsmunahópi verður umfjöllun jafnvel svo dögum skiptir, einsleit og þröng. Skylda fjölmiðla er fyrst og fremst að koma gagnlegum upplýsingum á framfæri, gæta þess að jafnvægi sé í almennri umfjöllun, upplýsa fólk og reyna að liðka fyrir í lífi þess. Þeirra hlutverk er ekki að ala á reiðinni eða kynda undir hasar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Baldursdóttir Mest lesið Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 16.08.2025 Halldór Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Krónan er akkeri hagkerfisins! Erna Bjarnadóttir Skoðun Samfélag sem týnir sjálfu sér Viðar Halldórsson Skoðun Skoðun Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Sjá meira
Af hverju minnkar ekki reiðin? Því er ekki að leyna að það er pirringur og reiði í samfélaginu sem tengist með einum eða öðrum hætti hruninu og afleiðingum þess. Einhverjir kunna að furða sig á því hve reiðin er enn djúpstæð og virðist ætla að endast lengi. Í ljósi þess hversu mikið áfall dundi yfir þjóðina á haustdögum 2008 er hins vegar ekki að undra að fólk skuli enn vera tilfinningalega sundurtætt. Þannig mun það án efa verða um sinn eða í það minnsta þar til sérstökum saksóknara hefur tekist að grynnka á málafjöldanum á hans borði. Fólk verður ekki sátt fyrr en fundnar hafa verið ásættanlegar lausnir á allra erfiðustu skuldamálum sem til var stofnað á góðæristímanum. Almenningur er ekki einn aðiliAlmenningur er ekki einsleitur hópur. Það þýðir ekki endilega að hann sé klofinn hópur. Þrátt fyrir að vera örþjóð búa í samfélaginu ólíkir hagsmunahópar. Það er hvorki rétt né sanngjarnt að fullyrða að hrunið sé öllum að kenna en óhætt er að fullyrða að hrunið bitnaði á öllum. Reiði og pirringur fólks á sér ólíkar rætur og orsakir. Flestir eru þó sennilega reiðir út í hina svokölluðu útrásarvíkinga, og einstaka forstjóra fjármálafyrirtækja sem af græðgi mökuðu krókinn í eigin þágu á kostnað skjólstæðinga sinna sem nú blæða. Meirihluti fólks er án efa líka reiður vegna eftirlitsins sem brást og yfir andvaraleysi stjórnvalda á þeim tíma. Ekki skal gleyma að nefna óbilgirni og stífni sumra lánafyrirtækja sem nú er verið að biðla til um samvinnu og skilning. Nú þegar verið er að leysa þessar flækjur og koma málum einstaklinga og hópa í þolanlegt horf koma hagsmunahópar fram og krefjast sérsniðinna leiðréttinga og bóta fyrir sig. Það sem mun viðhalda reiðinni og halda áfram að sundra og magna deilur er ef valin verður leið sem leysir vandamál eins hóps á kostnað einhvers annars eða allra annarra. Skýrt dæmi um þetta er ef aðgerðir til að létta á skuldabyrði þeirra sem skulda mest verða til þess að auka byrðar á ríkið með tilheyrandi niðurskurði og skattahækkunum. Lánafyrirtækjum ber fyrst og fremst að taka á sig eins mikið og þau geta. Flatar eða almennar niðurfellingar lána og afskriftir í stórum stíl geta þó leitt til þess að lánafyrirtæki fari í þrot og ríkissjóður (samfélagið) fær sendan reikning. Þeir sem tóku ekki beinan þátt í hruninu, fólk sem hefur lifað spart, verið nægjusamt, skuldar þess vegna lítið eða ekki neitt verður ekki ánægt með það. Græðir sá mest sem skuldar mest?Fjöldinn er stórskuldugur. Flestir hafa tekið lán til að kaupa fasteign enda afar erfitt að gera það án þess að taka lán. En svo virðist sem stór hópur hafi einnig ákveðið að taka lán fyrir öðru eins og t.d. bílum eða til að geta lifað ákveðnum lífsstíl. Í öllum lántökum felst einhver áhætta og fólu gengistryggð lán í sér meiri áhættu en verðtryggð lán. Lánþegar gátu þó ekki séð fyrir sér hversu dýrkeypt gengistryggðu lánin urðu. Af öllum lánum þarf engu að síður að greiða. Skuldir hverfa ekki þótt þær séu hunsaðar. Ef ég borga ekki skuldir mínar þarf einhver annar að borga þær. Lántakendur eiga að borga lánin sín til baka samkvæmt einhverjum eðlilegum mælikvarða þar sem sanngjarnt viðmið er notað. Um þetta verður að vera hægt að semja. Reiði og pirringur viðhelst og magnast frekar telji menn að sá sem skuldar mest muni jafnvel græða á að hafa skuldsett sig langt umfram greiðslugetu á meðan lántökum annars konar lána er gert að greiða hverja krónu. Þróist mál með þeim hætti mun reiðin einnig krauma áfram í hópi fólks sem hefur greitt upp lán sín t.d. með þrotlausri vinnu en er nú gert að sætta sig við niðurskurð í heilbrigðiskerfinu og/eða skattahækkanir svo bæta megi stöðu fjármálafyrirtækja. Stjórnmálamenn og fjölmiðlarVerkefni stjórnvalda er erfiðara en hægt er að ímynda sér. Finna þarf leiðir sem milda aðstæður án þess að stíga á tær eða kaffæra einhverja. Þess vegna skiptir máli nú að gamaldags og úrelt vopnaskak verði lagt til hliðar svo hægt sé að sameinast um skástu lausnirnar í erfiðustu málunum. Þrjóska og barnalegt atferli hefur lengi einkennt stjórnarandstöðu þessa lands og gildir þá einu hvort hægri eða vinstri stjórnarandstaða hefur átt í hlut. Atferlið lýsir sér t.d. í því að vera sífellt á móti, láta flokkspólitík blinda sér sýn og reyna að hindra eða tefja framgang mála. Ábyrgð stjórnmálamanna er mikil svo og fjölmiðla sem stýra þjóðfélagsumræðunni. Fjölmiðlar virðast stundum missa sjónar af heildarmyndinni. Í kjölfar uppákomu tengda einum hagsmunahópi verður umfjöllun jafnvel svo dögum skiptir, einsleit og þröng. Skylda fjölmiðla er fyrst og fremst að koma gagnlegum upplýsingum á framfæri, gæta þess að jafnvægi sé í almennri umfjöllun, upplýsa fólk og reyna að liðka fyrir í lífi þess. Þeirra hlutverk er ekki að ala á reiðinni eða kynda undir hasar.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun