Lilja Mósesdóttir: Að ganga í takt 28. apríl 2010 09:09 Í fréttaskýringu Kolbeins Óttarssonar Proppé í Fréttablaðinu 22. apríl er ég sérstaklega tekin út í umfjöllun um „ófriðarbál“ innan VG og þess getið að ég gangi í litlum takti við aðra í þingflokknum. Fréttaflutningur Kolbeins veldur mér vonbrigðum því stutt er síðan út kom skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis, þar sem ítarlega er gerð grein fyrir hörmulegum afleiðingum foringjaræðis og heraga innan ríkisstjórnarflokka. Von mín um að við myndum sem þjóð taka til okkar eitthvað af þeim lærdómi sem draga má af því sem afvega fór og leiddi til falls bankanna dofnaði við lestur fréttaskýringarinnar. Enn og aftur á að einangra einstaklinga pólitískt sem ekki undirgangast oddvitaræði íslenskra stjórnmála. Við megum ekki láta slíkt viðgangast lengur og eigum að leggja rækt við skoðanaskipti og lýðræðisleg vinnubrögð í íslenskum stjórnmálum.Gegn foringjaræðiÍ siðferðisskýrslu rannsóknarnefndarinnar segir m.a. að „Íslensk stjórnmálamenning er vanþroskuð og einkennist af miklu valdi ráðherra og oddvita stjórnarflokkanna. Þingið rækir illa umræðuhlutverk sitt vegna ofuráherslu á kappræðu þar sem þekking og rökræður víkja fyrir hernaðarlist og valdaklækjum“ (bls. 184, bindi 8). Ég tek undir þessa gagnrýni á íslenska stjórnmálamenningu, þar sem hún samræmist því miður reynslu minni af þingmannsstarfinu síðastliðið ár. Ástæða þess að ég ákvað að skipta um starfsvettvang og taka þátt í pólitík var til þess að berjast fyrir endurreisn íslensks samfélags á forsendum almannahagsmuna en ekki sérhagsmuna. Ég valdi mér stjórnmálaflokk sem hefur á stefnuskrá sinni að byggja upp lýðræðislegt og réttlátt þjóðskipulag. Stefna flokksins hefur fram til þessa verið mér kærari en hlýðni við forystuna, enda gekk ég ekki til liðs við ákveðna einstaklinga. Við erum mörg í VG sem höfum þessa afstöðu og höfum verið óhrædd við að gagnrýna forystuna fyrir að beita ólýðræðislegum vinnubrögðum og innleiða aðgerðir sem ekki samrýmast stefnu flokksins. Þessi gagnrýni hefur ekki aðeins átt sér stað í þingflokki VG heldur einnig á flokksráðsfundum. Sem betur fer eru lýðræðisöflin enn sterk í VG. Þetta vita þeir sem til þekkja og blaðamenn sem eru vandir að virðingu sinni og kynna sér allar hliðar málsins.Norrænt réttlætiMér fannst eins og fjölmörgum öðrum VG-félögum ámælisvert að forysta stjórnarflokkanna reyndu að keyra Icesave-samninginn í gegnum ríkisstjórnarflokkana án þess að þingflokkurinn fengi tækifæri til að lesa hann þegar málið kom upp í júní á síðasta ári. Viljayfirlýsingar ríkisstjórnarinnar, sem eru ekkert annað en loforð um stefnu og aðgerðir ríkisstjórnarflokkanna, hafa verið sendar AGS án þess að þær hafi verið bornar undir stjórnarflokkana. Ég hef ítrekað gagnrýnt aðgerðir ríkisstjórnarinnar til að taka á skuldavanda heimilanna fyrir að vera í anda frjálshyggju en ekki norræns velferðarkerfis. Fátækrastimpilinn er hafinn á loft og aðeins þeir sem bankarnir og dómskerfið segja að þurfi á aðstoð að halda fá hana en ekki allir þeir sem nú sitja uppi með stökkbreytt lán. Eitt helsta einkenni norræna velferðarkerfisins er að aðgerðir eru fyrir alla og síðan er skattkerfið notað til að ná til baka frá þeim sem ekki þurfa á aðstoð að halda. Ef almennar aðgerðir duga ekki, þá er gripið til sértækra aðgerða.„Ófriðarbálið“ svokallaða er tendrað af þeim sem ganga ekki í takt við stefnu VG og vilja að þaggað sé niður í gagnrýnisröddum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Í fréttaskýringu Kolbeins Óttarssonar Proppé í Fréttablaðinu 22. apríl er ég sérstaklega tekin út í umfjöllun um „ófriðarbál“ innan VG og þess getið að ég gangi í litlum takti við aðra í þingflokknum. Fréttaflutningur Kolbeins veldur mér vonbrigðum því stutt er síðan út kom skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis, þar sem ítarlega er gerð grein fyrir hörmulegum afleiðingum foringjaræðis og heraga innan ríkisstjórnarflokka. Von mín um að við myndum sem þjóð taka til okkar eitthvað af þeim lærdómi sem draga má af því sem afvega fór og leiddi til falls bankanna dofnaði við lestur fréttaskýringarinnar. Enn og aftur á að einangra einstaklinga pólitískt sem ekki undirgangast oddvitaræði íslenskra stjórnmála. Við megum ekki láta slíkt viðgangast lengur og eigum að leggja rækt við skoðanaskipti og lýðræðisleg vinnubrögð í íslenskum stjórnmálum.Gegn foringjaræðiÍ siðferðisskýrslu rannsóknarnefndarinnar segir m.a. að „Íslensk stjórnmálamenning er vanþroskuð og einkennist af miklu valdi ráðherra og oddvita stjórnarflokkanna. Þingið rækir illa umræðuhlutverk sitt vegna ofuráherslu á kappræðu þar sem þekking og rökræður víkja fyrir hernaðarlist og valdaklækjum“ (bls. 184, bindi 8). Ég tek undir þessa gagnrýni á íslenska stjórnmálamenningu, þar sem hún samræmist því miður reynslu minni af þingmannsstarfinu síðastliðið ár. Ástæða þess að ég ákvað að skipta um starfsvettvang og taka þátt í pólitík var til þess að berjast fyrir endurreisn íslensks samfélags á forsendum almannahagsmuna en ekki sérhagsmuna. Ég valdi mér stjórnmálaflokk sem hefur á stefnuskrá sinni að byggja upp lýðræðislegt og réttlátt þjóðskipulag. Stefna flokksins hefur fram til þessa verið mér kærari en hlýðni við forystuna, enda gekk ég ekki til liðs við ákveðna einstaklinga. Við erum mörg í VG sem höfum þessa afstöðu og höfum verið óhrædd við að gagnrýna forystuna fyrir að beita ólýðræðislegum vinnubrögðum og innleiða aðgerðir sem ekki samrýmast stefnu flokksins. Þessi gagnrýni hefur ekki aðeins átt sér stað í þingflokki VG heldur einnig á flokksráðsfundum. Sem betur fer eru lýðræðisöflin enn sterk í VG. Þetta vita þeir sem til þekkja og blaðamenn sem eru vandir að virðingu sinni og kynna sér allar hliðar málsins.Norrænt réttlætiMér fannst eins og fjölmörgum öðrum VG-félögum ámælisvert að forysta stjórnarflokkanna reyndu að keyra Icesave-samninginn í gegnum ríkisstjórnarflokkana án þess að þingflokkurinn fengi tækifæri til að lesa hann þegar málið kom upp í júní á síðasta ári. Viljayfirlýsingar ríkisstjórnarinnar, sem eru ekkert annað en loforð um stefnu og aðgerðir ríkisstjórnarflokkanna, hafa verið sendar AGS án þess að þær hafi verið bornar undir stjórnarflokkana. Ég hef ítrekað gagnrýnt aðgerðir ríkisstjórnarinnar til að taka á skuldavanda heimilanna fyrir að vera í anda frjálshyggju en ekki norræns velferðarkerfis. Fátækrastimpilinn er hafinn á loft og aðeins þeir sem bankarnir og dómskerfið segja að þurfi á aðstoð að halda fá hana en ekki allir þeir sem nú sitja uppi með stökkbreytt lán. Eitt helsta einkenni norræna velferðarkerfisins er að aðgerðir eru fyrir alla og síðan er skattkerfið notað til að ná til baka frá þeim sem ekki þurfa á aðstoð að halda. Ef almennar aðgerðir duga ekki, þá er gripið til sértækra aðgerða.„Ófriðarbálið“ svokallaða er tendrað af þeim sem ganga ekki í takt við stefnu VG og vilja að þaggað sé niður í gagnrýnisröddum.
Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason Skoðun
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason Skoðun