Fótbolti

Pellegrini segist litlu hafa ráðið hjá Madrid

Rafnar Orri Gunnarsson skrifar
Manuel Pellegrini.
Manuel Pellegrini.
„Enginn hlustaði á mig," segir Manuel Pellegrini, fyrrum þjálfari Real Madrid, en hann hefur stigið fram og talar um tíma sinn hjá félaginu en hann segist litlu hafa fengið að ráða í Madrídarborg.

Eftir mikil vonbrigði á síðasta tímabili var Pellegrini látinn taka pokann sinn og líkt og flestir vita er Jose Mourinho mættur í brúnna og byrjaður að taka til í herbúðum liðsins.

„Okkur mistókst að sigra meistaradeildina og vandamálið var ekki leikmannahópurinn eins og einhverjir vildu meina. Við vorum einnig mjög slakir í bikarkeppninni og ég tek sökina á mig þar," sagði Pellegrini.

Hann segist hafa þurft að horfa á eftir leikmönnum sem að hann vildi alls ekki selja en félagið losaði sig til að mynda við bæði þá Arjen Robben og Wesley Sneijder en þeir félagar slóu báðir í gegn með félagsliðum sínum FC Bayern og Inter Milan sem og Hollenska landsliðinu á HM í sumar.

„Ég og forseti félagsins vorum með ólíkar skoðanir. Leikmenn sem að mér þótti mikilvægir voru seldir."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×