Umfjöllun: Njarðvík sá glitta í sigur en Keflavík kláraði dæmið Elvar Geir Magnússon skrifar 22. nóvember 2010 22:39 Hörður Axel Vilhjálmsson. Njarðvíkingar þurftu að sætta sig við naumt tap á útivelli gegn grönnunum og erkifjendunum í Keflavík í kvöld. Úrslitin urðu 78-72 og fimmta tap Njarðvíkinga í röð staðreynd. Þeir voru greinilega með blóðbragð í munninum í þessum leik en slæmar ákvarðanatökur í lokin gerðu það að verkum að þeir yfirgáfu sláturhúsið tómhentir. Keflvíkingar hafa nú tíu stig en Njarðvíkingar eru aðeins með fjögur, þeirra versta byrjun í úrvalsdeild. Baráttan var allsráðandi í leiknum í kvöld. Vel var mætt á leikinn, þétt setið en stemningin í stúkunni hefði þó mátt vera mun betri. Villurnar léku Njarðvíkinga grátt strax í byrjun. Jóhann Árni Ólafsson var kominn með þrjár villur um miðjan fyrsta leikhluta og Christopher Smith fékk svo sína þriðju stuttu síðar við litla hrifningu þjálfarans Sigurðar Ingimundarsonar. Magnús Þór Gunnarsson var mættur aftur í Njarðvíkurbúninginn, hann byrjaði á bekknum en þegar hann kom inn gegn sínum gömlu félögum var hann ekki lengi að setja sín fyrstu stig. Keflvíkingar byrjuðu betur og leiddu með tíu stiga mun að loknum fyrsta leikhluta. Þeir kláruðu fjórðunginn með stæl, með glæsilegri þriggja stiga körfu Harðar Axels Vilhjálmssonar og svo troðslu hjá Gunnari Einarssyni. Njarðvíkingar komust í öllu betri gír í öðrum leikhlutanum, allt liðið var farið að virka betur og þeir náðu að snúa stöðunni við, komust í fyrsta sinn yfir 30-32. Heimamenn fóru þó með forystuna inn í hálfleikinn, staðan 37-34. Spennan hélt áfram eftir hlé og jafnræði var með liðunum en Keflavík leiddi með fjórum stigum fyrir lokafjórðunginn. Hart var barist og þurfti Keflvíkingurinn Hörður Axel Vilhjálmsson að vera utan vallar um tíma eftir að hafa hlotið skurð við augabrún. Með góðum kafla komust Njarðvíkingar skrefinu á undan en þegar Valentino Maxwell setti niður þrist og jafnaði þá féll stemningin með heimamönnum. Lokamínútan var gríðarlega spennandi, Keflavík var með þriggja stiga forystu og Njarðvíkingar fóru illa að ráði sínu, tóku nokkrar dýrkeyptar ákvarðanir svo heimasigur varð staðreynd. Sex stiga sigur Keflvíkinga. Maður leiksins var Serbinn Lazar Trifunovic hjá Keflavík sem skoraði 27 stig og tók 15 fráköst. Trifunovic hefur heldur betur reynst Keflvíkingum happafengur síðan hann mætti til landsins. Keflavík-Njarðvík 78-72 (24-14, 13-20, 22-21, 19-17) Stig Keflavíkur: Lazar Trifunovic 27 (15 fráköst), Valentino Maxwell 16 (4 fráköst/3 varin skot), Sigurður Gunnar Þorsteinsson 12 (12 fráköst/3 varin skot), Hörður Axel Vilhjálmsson 11 (6 fráköst/7 stoðsendingar), Gunnar Einarsson 10, Þröstur Leó Jóhannsson 2. Njarðvík: Christopher Smith 15 (10 fráköst/6 varin skot), Guðmundur Jónsson 14, Friðrik E. Stefánsson 9 (11 fráköst), Magnús Þór Gunnarsson 9, Páll Kristinsson 6 (6 fráköst), Lárus Jónsson 6, Jóhann Árni Ólafsson 6 (4 fráköst), Rúnar Ingi Erlingsson 3, Egill Jónasson 2, Kristján Rúnar Sigurðsson 2. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Guðjón Skúlason: Komumst aldrei almennilega í gang Keflavík vann grannaslaginn gegn Njarðvík 78-72 í hörkuspennandi leik. Guðjón Skúlason, þjálfari Keflavíkur, er ánægður með bæði stigin en telur lið sitt hafa verið langt frá sínu besta. 22. nóvember 2010 22:29 Gunnar Einarsson: Nú á maður montréttinn „Grannaslagirnir eru skemmtilegustu leikirnir,“ sagði Gunnar Einarsson Keflvíkingur eftir að liðið vann nauman sigur á Njarðvík í Iceland Express-deildinni í körfubolta. 22. nóvember 2010 22:25 Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - KR | Ætla beint aftur á toppinn Í beinni: Þór Þ. - Valur | Meistararnir komnir á skrið? „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Sjá meira
Njarðvíkingar þurftu að sætta sig við naumt tap á útivelli gegn grönnunum og erkifjendunum í Keflavík í kvöld. Úrslitin urðu 78-72 og fimmta tap Njarðvíkinga í röð staðreynd. Þeir voru greinilega með blóðbragð í munninum í þessum leik en slæmar ákvarðanatökur í lokin gerðu það að verkum að þeir yfirgáfu sláturhúsið tómhentir. Keflvíkingar hafa nú tíu stig en Njarðvíkingar eru aðeins með fjögur, þeirra versta byrjun í úrvalsdeild. Baráttan var allsráðandi í leiknum í kvöld. Vel var mætt á leikinn, þétt setið en stemningin í stúkunni hefði þó mátt vera mun betri. Villurnar léku Njarðvíkinga grátt strax í byrjun. Jóhann Árni Ólafsson var kominn með þrjár villur um miðjan fyrsta leikhluta og Christopher Smith fékk svo sína þriðju stuttu síðar við litla hrifningu þjálfarans Sigurðar Ingimundarsonar. Magnús Þór Gunnarsson var mættur aftur í Njarðvíkurbúninginn, hann byrjaði á bekknum en þegar hann kom inn gegn sínum gömlu félögum var hann ekki lengi að setja sín fyrstu stig. Keflvíkingar byrjuðu betur og leiddu með tíu stiga mun að loknum fyrsta leikhluta. Þeir kláruðu fjórðunginn með stæl, með glæsilegri þriggja stiga körfu Harðar Axels Vilhjálmssonar og svo troðslu hjá Gunnari Einarssyni. Njarðvíkingar komust í öllu betri gír í öðrum leikhlutanum, allt liðið var farið að virka betur og þeir náðu að snúa stöðunni við, komust í fyrsta sinn yfir 30-32. Heimamenn fóru þó með forystuna inn í hálfleikinn, staðan 37-34. Spennan hélt áfram eftir hlé og jafnræði var með liðunum en Keflavík leiddi með fjórum stigum fyrir lokafjórðunginn. Hart var barist og þurfti Keflvíkingurinn Hörður Axel Vilhjálmsson að vera utan vallar um tíma eftir að hafa hlotið skurð við augabrún. Með góðum kafla komust Njarðvíkingar skrefinu á undan en þegar Valentino Maxwell setti niður þrist og jafnaði þá féll stemningin með heimamönnum. Lokamínútan var gríðarlega spennandi, Keflavík var með þriggja stiga forystu og Njarðvíkingar fóru illa að ráði sínu, tóku nokkrar dýrkeyptar ákvarðanir svo heimasigur varð staðreynd. Sex stiga sigur Keflvíkinga. Maður leiksins var Serbinn Lazar Trifunovic hjá Keflavík sem skoraði 27 stig og tók 15 fráköst. Trifunovic hefur heldur betur reynst Keflvíkingum happafengur síðan hann mætti til landsins. Keflavík-Njarðvík 78-72 (24-14, 13-20, 22-21, 19-17) Stig Keflavíkur: Lazar Trifunovic 27 (15 fráköst), Valentino Maxwell 16 (4 fráköst/3 varin skot), Sigurður Gunnar Þorsteinsson 12 (12 fráköst/3 varin skot), Hörður Axel Vilhjálmsson 11 (6 fráköst/7 stoðsendingar), Gunnar Einarsson 10, Þröstur Leó Jóhannsson 2. Njarðvík: Christopher Smith 15 (10 fráköst/6 varin skot), Guðmundur Jónsson 14, Friðrik E. Stefánsson 9 (11 fráköst), Magnús Þór Gunnarsson 9, Páll Kristinsson 6 (6 fráköst), Lárus Jónsson 6, Jóhann Árni Ólafsson 6 (4 fráköst), Rúnar Ingi Erlingsson 3, Egill Jónasson 2, Kristján Rúnar Sigurðsson 2.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Guðjón Skúlason: Komumst aldrei almennilega í gang Keflavík vann grannaslaginn gegn Njarðvík 78-72 í hörkuspennandi leik. Guðjón Skúlason, þjálfari Keflavíkur, er ánægður með bæði stigin en telur lið sitt hafa verið langt frá sínu besta. 22. nóvember 2010 22:29 Gunnar Einarsson: Nú á maður montréttinn „Grannaslagirnir eru skemmtilegustu leikirnir,“ sagði Gunnar Einarsson Keflvíkingur eftir að liðið vann nauman sigur á Njarðvík í Iceland Express-deildinni í körfubolta. 22. nóvember 2010 22:25 Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - KR | Ætla beint aftur á toppinn Í beinni: Þór Þ. - Valur | Meistararnir komnir á skrið? „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Sjá meira
Guðjón Skúlason: Komumst aldrei almennilega í gang Keflavík vann grannaslaginn gegn Njarðvík 78-72 í hörkuspennandi leik. Guðjón Skúlason, þjálfari Keflavíkur, er ánægður með bæði stigin en telur lið sitt hafa verið langt frá sínu besta. 22. nóvember 2010 22:29
Gunnar Einarsson: Nú á maður montréttinn „Grannaslagirnir eru skemmtilegustu leikirnir,“ sagði Gunnar Einarsson Keflvíkingur eftir að liðið vann nauman sigur á Njarðvík í Iceland Express-deildinni í körfubolta. 22. nóvember 2010 22:25