Tveir leikir fóru fram í N1 deild kvenna í handbolta í kvöld. Stjarnan vann tíu marka sigur á HK í miklum markaleik í Digranesinu og Fylkiskonur sóttu tvö stig til Hauka á Ásvöllum.
Þorgerður Anna Atladóttir skoraði 10 mörk fyrir Stjörnuna í 46-36 sigri á HK í Digranesi en Stjarnan var 19-18 yfir í hálfleik. Þetta var þriðji sigur Stjörnunnar í röð í deildinni og liðið fór upp fyrir Val og upp í annað sætið með þessum sigri.
Fylkir vann 25-20 sigur á Haukum á Ásvöllum þar sem Sunna María Einarsdóttir og Tinna Soffía Traustadóttir skoruðu 5 mörk og Melkorka Mist Gunnarsdóttir varði 16 skot í markinu.
Úrslit og markaskorarar í N1 deild kvenna í kvöld:
Haukar-Fylkir 20-25 (8-12)
Mörk Hauka: Þórunn Friðriksdóttir 7, Hekla Hannesdóttir 3, Viktoria Valdimarsdóttir 3, Þórdís Helgadóttir 2,
Katarína Bamruk 2, Karen Helga Sigurjónsdóttir 1, Elsa Björg Árnadóttir 1, Sandra Sigurjónsdóttir 1.
Mörk Fylkis: Sunna María Einarsdóttir 5, Tinna Soffía Traustadóttir 5, Sigríður Hauksdóttir 4, Elín Helga Jónsdóttir 4, Arna Valgerður Erlingsdóttir 4, Nataly Sæunn Valencia 3.
HK-Stjarnan 36-46 (18-19)
Mörk HK: Elísa Ósk Viðarsdóttir 8, Brynja Magnúsdóttir 8, Elín Anna Baldursdóttir 6, Elva Björg Arnarsdóttir 4, Valgerður Ýr Þorsteinsdóttir 4, Tinna Rögnvaldsdóttir 2, Lilja Lind Pálsdóttir 1, Líney Rut Guðmundsdóttir 1, Harpa Baldursdóttir 1, Sóley Ívarsdóttir 1.
Mörk Stjörnunnar: Þorgerður Anna Atladóttir 10, Hanna Guðrún Stefánsdóttir 8, Sólveig Lára Kjærnested 7, Esther Viktoría Ragnarsdóttir 6, Hildur Harðardóttir 5, Elísabet Gunnarsdóttir 5, Þórhildur Gunnarsdóttir 2, Aðalheiður Hreinsdóttir 1, Jóna Sigríður Halldórsdóttir 1, Indíana Nanna Jóhannsdóttir 1.
Stjörnukonur skoruðu 46 mörk í Digranesinu
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið




„Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“
Enski boltinn



Sár Verstappen hótar sniðgöngu
Formúla 1


„Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“
Enski boltinn
