Fótbolti

Zlatan gæti haft áhuga á Englandi

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Zlatan þykir ekki hafa staðið sig nógu vel eftir fokdýr kaup hans frá Inter Milan.
Zlatan þykir ekki hafa staðið sig nógu vel eftir fokdýr kaup hans frá Inter Milan. GettyImages
Zlatan Ibrahimovic er enn orðaður við sölu til Englands þrátt fyrir tilraunir Barcelona að segja að hann verði ekki seldur. David Villa var keyptur í síðustu viku og hvernig þeir báðir eiga að vera í byrjunarliðinu er mörgum umhugsunarefni.

David Villa vill spila fremstur, ekki sem vinstri kantmaður í 4-3-3 kerfi Barcelona, ekki frekar en Zlatan. Hinn sænski sóknarmaður var harðlega gagnrýndur fyrir frammistöður sínar þrátt fyrir að skora 20 mörk í 41 leik á sínu fyrsta tímabili.

Umboðsmaður hans segir þó að áhugi frá Englandi sé til staðar og hann gæti haft áhuga á að spila þar. Chelsea og Manchester City hafa verið orðuð við kappann, sem og Arsenal í einhverskonar skiptum fyrir Cesc Fabregas.

"Hann gæti haft áhuga á enska boltanum, af því það yrði mikil áskorun. Þetta fer allt eftir Barcelona," sagði Mino Raiola, umboðsmaður.

Hann bætti líka við að Pep Guardiola væri klikkaður ef hann notaði ekki Zlatan. "Það væri algjör klikkun."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×