Þriðji leikur Hamars og Keflavíkur í undanúrslitum Iceland Express-deildar kvenna var æsispennandi og þurfti framlengingu til að fá sigurvegara.
Í framlengingu reyndust gestirnir frá Keflavík sterkari en Keflavík vann, 101-103. Keflavík leiðir nú einvígið, 2-1. Keflavík þarf einn sigur til viðbótar til að komast í úrslitaeinvígið.
Það var Kristi Smith sem skoraði sigurkörfuna. Það var þriggja stiga karfa þegar fjórar sekúndur voru eftir af framlengingunni.
Kristi skoraði 26 stig fyrir Keflavík í leiknum en Birna Valgarðsdóttir átti einnig stórleik með 25 stig og 12 fráköst.
Julia Demirer var í sérflokki hjá Hamri með 39 stig.