Grindavík taplaust með Guðlaug í liðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. nóvember 2010 06:00 Guðlaugur Eyjólfsson. Mikilvægi Guðlaugs Eyjólfssonar fyrir Grindavíkurliðið fer ekki á milli mála þegar tölfræði Iceland Express deildar karla er skoðuð því enginn leikmaður deildarinnar kemur betur út í plús og mínus tölfræðinni þegar sjö umferðir eru búnar. Plús og mínus er nýjasta tölfræðin hjá Körfuknattleikssambandinu en hún sýnir hvernig leikurinn fer þegar viðkomandi leikmaður er inni á vellinum, „Hann var ekki alveg hundrað prósent viss hvort hann yrði með okkur en ætli það hafi ekki líka verið af því að hann nennti ekki að æfa í sumar,“ segir Helgi Jónas Guðfinnsson, þjálfari Grindavíkur, í léttum tón og bætir við: „Ég lagði ríka áherslu á að fá hann til að vera með okkur. Mér fannst hann vera einn af þessum mikilvægum hlekkjum í liðinu. Hann er baneitraður og það má ekki skilja hann eftir fyrir utan. Hann hjálpar okkur mikið,“ segir Helgi Jónas. Grindvíkingar eru búnir að vinna alla leikina sem Guðlaugur hefur spilað en töpuðu með 8 stigum þegar þeir léku án hans á móti Snæfelli í Hólminum. Það er kannski enn merkilegra að Grindavíkurliðið er búið að vinna þær mínútur sem Guðlaugur hefur spilað í leikjunum með 13 stigum eða meira. Þetta kemur síðan allt saman í þeirri tölfræði að Grindavík hefur unnið þær 155 mínútur sem Guðlaugur hefur spilað með 109 stigum en tapað með 26 stigum þær 125 mínútur sem hann hefur ekki verið inni á vellinum. Helgi Jónas segist hafa sett meiri ábyrgð á Guðlaug. „Palli [Páll Axel Vilbergsson] hefur haft mikla ábyrgð undanfarin ár en ég færði meiri ábyrgð yfir á Gulla fyrir þetta tímabil með því að hann er orðinn fyrirliði. Hann hefur aukna ábyrgð núna sem hann hafði ekki síðustu ár. Hann var þá meira að fljóta með,“ segir Helgi Jónas, sem telur að breytt leikkerfi liðsins gefi Guðlaugi líka tækifæri til þess að njóta sín. „Liðið hefur verið að spila þessa þríhyrningssókn í einhvern tíma en ég henti henni alveg út og við spilum meira uppsett atriði. Svo erum við líka með kerfi fyrir skotmennina okkar og það gæti líka verið að hjálpa til. Hann er sniðugur í að lesa hindranir og koma sér í opna stöðu,“ segir Helgi Jónas. Guðlaugur er með 11,3 stig og 3,5 stoðsendingar að meðaltali á 25,5 mínútum og hefur hitt úr 47 prósentum þriggja stiga skota sinna og öllum átta vítunum. Helgi Jónas fór í búning á dögunum og spilaði en það var einungis vegna þess að liðið lék þá bæði án Kana og Guðlaugs. „Þetta var bara vitleysa og ef Gulli hefði verið með hefði ég ekki klætt mig í búning. Fyrst hann var ekki með ákvað ég að vera varaskeifa í þessum leik,“ segir Helgi, sem er ákveðinn í að halda sig bara við þjálfunina það sem eftir er vetrar. Dominos-deild karla Mest lesið Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Körfubolti „Fannst þetta full mikil brekka“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri Körfubolti „Þá er erfitt að spila hér“ Körfubolti Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Fótbolti Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Afturelding áfram með fullt hús stiga Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Sjá meira
Mikilvægi Guðlaugs Eyjólfssonar fyrir Grindavíkurliðið fer ekki á milli mála þegar tölfræði Iceland Express deildar karla er skoðuð því enginn leikmaður deildarinnar kemur betur út í plús og mínus tölfræðinni þegar sjö umferðir eru búnar. Plús og mínus er nýjasta tölfræðin hjá Körfuknattleikssambandinu en hún sýnir hvernig leikurinn fer þegar viðkomandi leikmaður er inni á vellinum, „Hann var ekki alveg hundrað prósent viss hvort hann yrði með okkur en ætli það hafi ekki líka verið af því að hann nennti ekki að æfa í sumar,“ segir Helgi Jónas Guðfinnsson, þjálfari Grindavíkur, í léttum tón og bætir við: „Ég lagði ríka áherslu á að fá hann til að vera með okkur. Mér fannst hann vera einn af þessum mikilvægum hlekkjum í liðinu. Hann er baneitraður og það má ekki skilja hann eftir fyrir utan. Hann hjálpar okkur mikið,“ segir Helgi Jónas. Grindvíkingar eru búnir að vinna alla leikina sem Guðlaugur hefur spilað en töpuðu með 8 stigum þegar þeir léku án hans á móti Snæfelli í Hólminum. Það er kannski enn merkilegra að Grindavíkurliðið er búið að vinna þær mínútur sem Guðlaugur hefur spilað í leikjunum með 13 stigum eða meira. Þetta kemur síðan allt saman í þeirri tölfræði að Grindavík hefur unnið þær 155 mínútur sem Guðlaugur hefur spilað með 109 stigum en tapað með 26 stigum þær 125 mínútur sem hann hefur ekki verið inni á vellinum. Helgi Jónas segist hafa sett meiri ábyrgð á Guðlaug. „Palli [Páll Axel Vilbergsson] hefur haft mikla ábyrgð undanfarin ár en ég færði meiri ábyrgð yfir á Gulla fyrir þetta tímabil með því að hann er orðinn fyrirliði. Hann hefur aukna ábyrgð núna sem hann hafði ekki síðustu ár. Hann var þá meira að fljóta með,“ segir Helgi Jónas, sem telur að breytt leikkerfi liðsins gefi Guðlaugi líka tækifæri til þess að njóta sín. „Liðið hefur verið að spila þessa þríhyrningssókn í einhvern tíma en ég henti henni alveg út og við spilum meira uppsett atriði. Svo erum við líka með kerfi fyrir skotmennina okkar og það gæti líka verið að hjálpa til. Hann er sniðugur í að lesa hindranir og koma sér í opna stöðu,“ segir Helgi Jónas. Guðlaugur er með 11,3 stig og 3,5 stoðsendingar að meðaltali á 25,5 mínútum og hefur hitt úr 47 prósentum þriggja stiga skota sinna og öllum átta vítunum. Helgi Jónas fór í búning á dögunum og spilaði en það var einungis vegna þess að liðið lék þá bæði án Kana og Guðlaugs. „Þetta var bara vitleysa og ef Gulli hefði verið með hefði ég ekki klætt mig í búning. Fyrst hann var ekki með ákvað ég að vera varaskeifa í þessum leik,“ segir Helgi, sem er ákveðinn í að halda sig bara við þjálfunina það sem eftir er vetrar.
Dominos-deild karla Mest lesið Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Körfubolti „Fannst þetta full mikil brekka“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri Körfubolti „Þá er erfitt að spila hér“ Körfubolti Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Fótbolti Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Afturelding áfram með fullt hús stiga Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Sjá meira