Umfjöllun: Keflvíkingar frestuðu bæjarhátíð í Hólminum Elvar Geir Magnússon í Stykkishólmi skrifar 26. apríl 2010 20:51 Úr leiknum í kvöld. Mynd/Daníel Keflavík knúði fram oddaleik gegn Snæfelli í úrslitum Iceland Express-deildarinnar í kvöld með frábærum útisigri í Stykkishólmi, 82-73. Leikurinn einkenndist af mikilli hörku en þrír leikmenn þurftu að yfirgefa völlinn vegna höfuðáverka og aðeins einn snéri aftur til leiks. Heimamenn í Snæfelli komu gríðarlega ákveðnir til leiks, staðráðnir í að landa titlinum fyrir framan troðfullt Fjárhúsið. Þeir komust snemma átta stigum yfir, 10-2, leiddir áfram af fyirliðanum, Hlyni Bæringssyni og leikstjórnandanum, Jeb Ivey. Keflvíkingar voru samt ekkert á þeim buxunum að leggjast undir heimamenn og leyfa þeim að komast í væna forystu eins og síðustu tveimur leikjum. Þeir söxuðu strax á forskotið en voru þó undir þegar fyrsta leikhluta var lokið, 19-12. Annar leikhluti var eign Keflvíkinga sem þeir unnu með þrettán stiga mun. Þeir voru því yfir í hálfleik, 40-34. Í öðrum leikhluta fór einnig að færast mikil harka í leikinn en Jón Norðdal Hafsteinsson þurfti að yfirgefa völlinn eftir að hafa fengið olnboga Jóns Ólafs í andlitið. Keflvíkingar, ólíkt Snæfelli í þessum leik, voru að fá framlag frá mörgum leikmönnum en nánast allt byrjunarlið þeirra skilaði flottum tölum í leiknum. Urule og Sigurður Þorsteinsson voru skæðir undir körfunni sem og Hörður Axel og Nick Bradford fyrir utan. Hörður Axel lenti snemma í villuvandræðum en hann var kominn með fjórar villur fyrir lok þriðja leikhluta. Það var morgunljóst að hann ætlaði ekki að tapa leiknum en í baráttunni blóðgaði hann bæði Sigurð Þorvaldsson og Emil Jóhannsson. Þeir þurftu að yfirgefa völlinn til að láta binda um höfuð sitt, Sigurður snéri aftur í leikinn en Emil kom ekki meira við sögu. Snæfellingar minnkuðu muninn fyrir lokafjórðunginn, staðan 60-57 gestunum í vil og spennan að gera út af við marga stuðningsmenn Snæfells. Þeir studdu dyggilega við bakið á liði sínu og þegar Hlynur Bæringsson setti niður gífurlega erfitt skot í byrjun lokafjórðungsins og fékk víti að auki virtist sem svo að stígandinn væri Snæfells-meginn. En það er eitt sem bannað er að gera. Það er að afskrifa Keflavík. Urule Igbavboa fór á kostum undir körfunni í lokafjórðungnum sem og Keflvíkinga spiluðu fanta varnarleik. Þegar Nick Bradford setti síðan niður þrist þegar tæpar tvær mínútur voru eftir af leiknum var nokkuð ljóst í hvað stefndi, staðan þá orðin 78-70. Eftir það var ekki aftur snúið. Snæfell skoraði aðeins þrjú stig til viðbótar og kláraði Hörður Axel Vilhjálmsson leikinn með glæsilegri ,,alley-hoop"-körfu, lokatölur 82-73. Eins og áður segir átti Urule Igbavboa stórleik í liði Keflavíkur, skoraði 20 stig og tók 11 fráköst. Þá skoraði Sigurður Þorsteinsson 18 og tók 5 fráköst. Hjá Snæfelli var Jeb Ivey atkvæðamestur með 22 stig og 7 stoðsendingar en Hlynur skoraði 20 og tók 9 fráköst. Aðrir mikilvægir leikmenn á borð við Martin Berkis og Sigurður Þorvaldsson voru kaldir sem ís í leiknum. Oddaleikur liðanna verður í Keflavík á fimmtudaginn en eins og gefur að skilja verður það hreinn úrslitaleikur um Íslandsmeistaratitilinn í Körfubolta árið 2010. Snæfell - Keflavík 73-82 Stig Snæfells: Jeb Ivey 22 (7 stoðs.), Hlynur Bæringsson 20 (9 fráköst), Jón Ólafur Jónsson 10, Sigurður Þorvaldsson 9, Emil Jóhannsson 5, Pálmi Sigurgeirsson 4, Martin Berkis 3. Stig Keflavíkur: Urule Igbavboa 20 (11 fráköst), Sigurður Þorsteinsson 18, Nick Bradford 15, Hörður Axel Vilhjálmsson 15, Þröstur Leó Jóhannsson 6, Sverrir Sverrisson 6, Jón Norðdal 2. Dominos-deild karla Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Fleiri fréttir „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Sjá meira
Keflavík knúði fram oddaleik gegn Snæfelli í úrslitum Iceland Express-deildarinnar í kvöld með frábærum útisigri í Stykkishólmi, 82-73. Leikurinn einkenndist af mikilli hörku en þrír leikmenn þurftu að yfirgefa völlinn vegna höfuðáverka og aðeins einn snéri aftur til leiks. Heimamenn í Snæfelli komu gríðarlega ákveðnir til leiks, staðráðnir í að landa titlinum fyrir framan troðfullt Fjárhúsið. Þeir komust snemma átta stigum yfir, 10-2, leiddir áfram af fyirliðanum, Hlyni Bæringssyni og leikstjórnandanum, Jeb Ivey. Keflvíkingar voru samt ekkert á þeim buxunum að leggjast undir heimamenn og leyfa þeim að komast í væna forystu eins og síðustu tveimur leikjum. Þeir söxuðu strax á forskotið en voru þó undir þegar fyrsta leikhluta var lokið, 19-12. Annar leikhluti var eign Keflvíkinga sem þeir unnu með þrettán stiga mun. Þeir voru því yfir í hálfleik, 40-34. Í öðrum leikhluta fór einnig að færast mikil harka í leikinn en Jón Norðdal Hafsteinsson þurfti að yfirgefa völlinn eftir að hafa fengið olnboga Jóns Ólafs í andlitið. Keflvíkingar, ólíkt Snæfelli í þessum leik, voru að fá framlag frá mörgum leikmönnum en nánast allt byrjunarlið þeirra skilaði flottum tölum í leiknum. Urule og Sigurður Þorsteinsson voru skæðir undir körfunni sem og Hörður Axel og Nick Bradford fyrir utan. Hörður Axel lenti snemma í villuvandræðum en hann var kominn með fjórar villur fyrir lok þriðja leikhluta. Það var morgunljóst að hann ætlaði ekki að tapa leiknum en í baráttunni blóðgaði hann bæði Sigurð Þorvaldsson og Emil Jóhannsson. Þeir þurftu að yfirgefa völlinn til að láta binda um höfuð sitt, Sigurður snéri aftur í leikinn en Emil kom ekki meira við sögu. Snæfellingar minnkuðu muninn fyrir lokafjórðunginn, staðan 60-57 gestunum í vil og spennan að gera út af við marga stuðningsmenn Snæfells. Þeir studdu dyggilega við bakið á liði sínu og þegar Hlynur Bæringsson setti niður gífurlega erfitt skot í byrjun lokafjórðungsins og fékk víti að auki virtist sem svo að stígandinn væri Snæfells-meginn. En það er eitt sem bannað er að gera. Það er að afskrifa Keflavík. Urule Igbavboa fór á kostum undir körfunni í lokafjórðungnum sem og Keflvíkinga spiluðu fanta varnarleik. Þegar Nick Bradford setti síðan niður þrist þegar tæpar tvær mínútur voru eftir af leiknum var nokkuð ljóst í hvað stefndi, staðan þá orðin 78-70. Eftir það var ekki aftur snúið. Snæfell skoraði aðeins þrjú stig til viðbótar og kláraði Hörður Axel Vilhjálmsson leikinn með glæsilegri ,,alley-hoop"-körfu, lokatölur 82-73. Eins og áður segir átti Urule Igbavboa stórleik í liði Keflavíkur, skoraði 20 stig og tók 11 fráköst. Þá skoraði Sigurður Þorsteinsson 18 og tók 5 fráköst. Hjá Snæfelli var Jeb Ivey atkvæðamestur með 22 stig og 7 stoðsendingar en Hlynur skoraði 20 og tók 9 fráköst. Aðrir mikilvægir leikmenn á borð við Martin Berkis og Sigurður Þorvaldsson voru kaldir sem ís í leiknum. Oddaleikur liðanna verður í Keflavík á fimmtudaginn en eins og gefur að skilja verður það hreinn úrslitaleikur um Íslandsmeistaratitilinn í Körfubolta árið 2010. Snæfell - Keflavík 73-82 Stig Snæfells: Jeb Ivey 22 (7 stoðs.), Hlynur Bæringsson 20 (9 fráköst), Jón Ólafur Jónsson 10, Sigurður Þorvaldsson 9, Emil Jóhannsson 5, Pálmi Sigurgeirsson 4, Martin Berkis 3. Stig Keflavíkur: Urule Igbavboa 20 (11 fráköst), Sigurður Þorsteinsson 18, Nick Bradford 15, Hörður Axel Vilhjálmsson 15, Þröstur Leó Jóhannsson 6, Sverrir Sverrisson 6, Jón Norðdal 2.
Dominos-deild karla Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Fleiri fréttir „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Sjá meira