Orðsending til Ögmundar 1. október 2010 06:00 Fyrir nokkru gerði ég athugasemd við málflutning frænda míns og vinar, Ögmundar Jónassonar, um ESB-mál. Ég sagði þá: „Hann vænir ESB um ýmislegt í eftirfarandi málsgrein: En ekki mun standa á styrkveitingum - svona rétt meðan verið er að tala okkur til. Hið sama gæti hent okkur og indíána í Norður-Ameríku. Þeir töpuðu landinu en sátu uppi með glerperlur og eldvatn." Ég spurði svo Ögmund, hvort hann gæti bent mér á einhver dæmi um að slíkt hafi gerst í samskiptum ESB við aðildarlöndin. Ég sagði honum, að ég þekkti þau ekki og gæti hann ekki komið með dæmi, þá væru umrædd orð hans ekkert annað en ómálefnalegur hræðsluáróður. Ögmundur svaraði mér í grein hér í blaðinu 2. september sl. og vildi meina, að þetta hefði hvorki verið ómálefnalegt né hræðsluáróður. Síðan kom hann með ágæta greinargerð um svonefnda IPA-styrki. Þeir eru ætlaðir sem aðstoð í aðdraganda inngöngu. Hann ræðir styrkina af heiðarleika og hreinskilni, en segir svo: „...við erum að njóta styrkja, sem eru beinlínis sniðnir til þess að smyrja aðlögunarferlið að Evrópusambandinu." Ögmundur segir enn: „Í öðru lagi eigum við ekki að ráðast í kerfisbreytingar sem við réðumst eingöngu í til að fullnægja ESB, en sem við myndum ella ekki gera." ESB er og hlýtur að vera mikið bákn, hlaðið lögum og reglugerðum. Því er það hverri þjóð, sem hugar að inngöngu, nánast lífsspursmál að kynna sér allt slíkt til hlítar og t.d. að fá það þýtt á sitt eigið tungumál. Styrkirnir, sem okkur standa til boða, eru veittir til þess að auðvelda okkur þetta verk, efla þýðingamiðstöð utanríkisráðuneytisins og halda uppi öflugu kynningarstarfi, m.a. með boðsferðum, þar sem mál eru rædd af hreinskilni. Mér finnst þetta bera því vitni, að ESB hefur ekkert að fela, en vill styrkja okkur til þess fá heiðarlegar upplýsingar, svo við getum gengið rétt upplýstir til samningagerðar, sem með slíku móti einu getur talist á grunni jafnræðis. Í stað þess að vera með grunsemdir um mútur, ber ég virðingu fyrir slíkum vinnubrögðum og vona að þau gagnist okkur vel til að ná samningum, sem við getum óhræddir lagt í dóm þjóðarinnar, vitandi að við höfum tryggt allan þann rétt, sem henni er nauðsynlegur. Þær breytingar á stjórnsýslu, sem talað er um að við gerum fyrir inngöngu, verða ekki að lögum hér, nema þjóðin samþykki inngönguna. Verði svar þjóðarinnar nei, fellur allt slíkt um sjálft sig, annað en það, sem við þurfum að halda vegna EES. En engir af styrkjum þeim sem við þiggjum eru afturkræfir, þótt svarið verði nei. Ég læt þetta nægja um „glerperlur og eldvatn." Um hitt skortir mig enn skýringu frá Ögmundi, þar sem hann segir um indíánana: „Þeir töpuðu landinu." Ég bað hann að nefna mér dæmi um, að ESB hefði komið þannig fram við einhverja þá þjóð, sem fengið hefur aðild. Hann svaraði ekki þeirri spurningu, hugsanlega vegna þess, að slík þjóð fyrirfinnst ekki. Ég þekki a.m.k. engin dæmi, sem nota mætti slíka líkingu um, enda er ánægjuvogin í ESB-löndunum víða ótrúlega jákvæð. En kannski þekki ég ekki nógu vel til. Ég er ætíð reiðubúinn að læra og vita meira í dag en í gær. Því bið ég minn góða frænda í allri einlægni að benda mér á einhverja þjóð í ESB, sem hefur tapað landinu sínu og situr nú uppi með glerperlur og eldvatn. Geti hann það ekki, hljóta orð mín að standa um ómálefnalegan hræðsluáróður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Skoðun Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Fyrir nokkru gerði ég athugasemd við málflutning frænda míns og vinar, Ögmundar Jónassonar, um ESB-mál. Ég sagði þá: „Hann vænir ESB um ýmislegt í eftirfarandi málsgrein: En ekki mun standa á styrkveitingum - svona rétt meðan verið er að tala okkur til. Hið sama gæti hent okkur og indíána í Norður-Ameríku. Þeir töpuðu landinu en sátu uppi með glerperlur og eldvatn." Ég spurði svo Ögmund, hvort hann gæti bent mér á einhver dæmi um að slíkt hafi gerst í samskiptum ESB við aðildarlöndin. Ég sagði honum, að ég þekkti þau ekki og gæti hann ekki komið með dæmi, þá væru umrædd orð hans ekkert annað en ómálefnalegur hræðsluáróður. Ögmundur svaraði mér í grein hér í blaðinu 2. september sl. og vildi meina, að þetta hefði hvorki verið ómálefnalegt né hræðsluáróður. Síðan kom hann með ágæta greinargerð um svonefnda IPA-styrki. Þeir eru ætlaðir sem aðstoð í aðdraganda inngöngu. Hann ræðir styrkina af heiðarleika og hreinskilni, en segir svo: „...við erum að njóta styrkja, sem eru beinlínis sniðnir til þess að smyrja aðlögunarferlið að Evrópusambandinu." Ögmundur segir enn: „Í öðru lagi eigum við ekki að ráðast í kerfisbreytingar sem við réðumst eingöngu í til að fullnægja ESB, en sem við myndum ella ekki gera." ESB er og hlýtur að vera mikið bákn, hlaðið lögum og reglugerðum. Því er það hverri þjóð, sem hugar að inngöngu, nánast lífsspursmál að kynna sér allt slíkt til hlítar og t.d. að fá það þýtt á sitt eigið tungumál. Styrkirnir, sem okkur standa til boða, eru veittir til þess að auðvelda okkur þetta verk, efla þýðingamiðstöð utanríkisráðuneytisins og halda uppi öflugu kynningarstarfi, m.a. með boðsferðum, þar sem mál eru rædd af hreinskilni. Mér finnst þetta bera því vitni, að ESB hefur ekkert að fela, en vill styrkja okkur til þess fá heiðarlegar upplýsingar, svo við getum gengið rétt upplýstir til samningagerðar, sem með slíku móti einu getur talist á grunni jafnræðis. Í stað þess að vera með grunsemdir um mútur, ber ég virðingu fyrir slíkum vinnubrögðum og vona að þau gagnist okkur vel til að ná samningum, sem við getum óhræddir lagt í dóm þjóðarinnar, vitandi að við höfum tryggt allan þann rétt, sem henni er nauðsynlegur. Þær breytingar á stjórnsýslu, sem talað er um að við gerum fyrir inngöngu, verða ekki að lögum hér, nema þjóðin samþykki inngönguna. Verði svar þjóðarinnar nei, fellur allt slíkt um sjálft sig, annað en það, sem við þurfum að halda vegna EES. En engir af styrkjum þeim sem við þiggjum eru afturkræfir, þótt svarið verði nei. Ég læt þetta nægja um „glerperlur og eldvatn." Um hitt skortir mig enn skýringu frá Ögmundi, þar sem hann segir um indíánana: „Þeir töpuðu landinu." Ég bað hann að nefna mér dæmi um, að ESB hefði komið þannig fram við einhverja þá þjóð, sem fengið hefur aðild. Hann svaraði ekki þeirri spurningu, hugsanlega vegna þess, að slík þjóð fyrirfinnst ekki. Ég þekki a.m.k. engin dæmi, sem nota mætti slíka líkingu um, enda er ánægjuvogin í ESB-löndunum víða ótrúlega jákvæð. En kannski þekki ég ekki nógu vel til. Ég er ætíð reiðubúinn að læra og vita meira í dag en í gær. Því bið ég minn góða frænda í allri einlægni að benda mér á einhverja þjóð í ESB, sem hefur tapað landinu sínu og situr nú uppi með glerperlur og eldvatn. Geti hann það ekki, hljóta orð mín að standa um ómálefnalegan hræðsluáróður.
Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar