Pólitísk málaferli 12. nóvember 2010 06:00 Níu manneskjur eru ákærðar fyrir brot á 100. grein hegningarlaga, fyrir að hafa ráðist „á Alþingi, svo að því eða sjálfræði þess [væri] hætta búin“. Af fréttaflutningi, lögregluskýrslum og málatilbúnaði saksóknara er ljóst að sakborningar beittu enga ofbeldi; þeir gengu inn í þinghúsið, og einn hrópaði af þingpöllum. Þessi „atlaga“ að Alþingi er ekki einsdæmi; svipaðir atburðir hafa orðið á síðustu áratugum. Aldrei áður hafa slík mótmæli leitt til ákæru, hvað þá svona alvarlegrar. Lágmarksrefsing fyrir brot á 100. greininni er árs fangelsi, en hámark ævilangt. Umrædd grein á við mjög alvarleg brot, nefnilega valdaránstilraunir, og ljóst er að sakfelling hefði afdrifaríkar afleiðingar fyrir líf sakborninga, þótt fjarstæðukennt sé að þeir hafi ógnað „sjálfræði“ Alþingis. Níumenningarnir eru ákærðir fyrir að rjúfa „friðhelgi Alþingis og starfsfrið auk þess sem öryggi Alþingis var hætta búin“. Þetta mætti afgreiða sem ýkjur, ef ekki væri annað og meira í húfi, nefnilega frelsið til mótmæla. Sú hugmynd að ríkisvaldið megi „verja“ sig með svo heiftarlegum hætti gegn hættulausum mótmælum vekur óhug. Þótt litlar líkur virðist á sakfellingu á grundvelli 100. greinarinnar þá er ákæran ógnun við tjáningarfrelsið, því hún neyðir friðsama mótmælendur til að verja sig gegn ríkisvaldi sem fer offari, og það er ólíðandi í réttarríki að fólk sé ákært á fölskum forsendum eins og hér er gert. Forseti Alþingis, Ásta R. Jóhannesdóttir, er æðsti yfirmaður skrifstofu Alþingis, sem fór fram á að kært yrði fyrir brot á 100. greininni, en lögreglan, sem rannsakaði málið, hafnaði því. Samt ákvað settur saksóknari, Lára V. Júlíusdóttir, að ákæra fyrir brot á þeirri grein, og hún ber því einnig ábyrgð á þessum pólitísku ofsóknum. Þau ofsafengnu viðbrögð gegn hættulausum mótmælendum sem felast í umræddri ákæru verður að stöðva. Alþingi ætti að þvo af sér smánina með því að setja Ástu af. Lára ætti að draga ákæruna til baka. Að öðrum kosti ætti dómsmálaráðherra að frelsa Láru úr ógöngunum með því að fella niður saksóknina með vísan í 29. grein stjórnarskrárinnar. Eingöngu þannig er hægt að koma í veg fyrir að þetta verði ævarandi smánarblettur á íslensku réttarfari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson Skoðun Af töppum Einar Bárðarson Skoðun Hinir mannlegu englar Landspítalans Sveinn Hjörtur Guðfinnsson Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stækkum Sjálfstæðisflokkinn Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stjórnarskráin Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun „Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…” Marta Wieczorek skrifar Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Hinir mannlegu englar Landspítalans Sveinn Hjörtur Guðfinnsson skrifar Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson skrifar Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um akademískt frelsi Björn Þorsteinsson skrifar Skoðun Samræmd próf jafna stöðuna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun VR og við sem erum miðaldra Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna - minn formaður Katrín Atladóttir skrifar Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – II – ákvörðun launa Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Djarfar áherslur – sterkara VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Af töppum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Sjá meira
Níu manneskjur eru ákærðar fyrir brot á 100. grein hegningarlaga, fyrir að hafa ráðist „á Alþingi, svo að því eða sjálfræði þess [væri] hætta búin“. Af fréttaflutningi, lögregluskýrslum og málatilbúnaði saksóknara er ljóst að sakborningar beittu enga ofbeldi; þeir gengu inn í þinghúsið, og einn hrópaði af þingpöllum. Þessi „atlaga“ að Alþingi er ekki einsdæmi; svipaðir atburðir hafa orðið á síðustu áratugum. Aldrei áður hafa slík mótmæli leitt til ákæru, hvað þá svona alvarlegrar. Lágmarksrefsing fyrir brot á 100. greininni er árs fangelsi, en hámark ævilangt. Umrædd grein á við mjög alvarleg brot, nefnilega valdaránstilraunir, og ljóst er að sakfelling hefði afdrifaríkar afleiðingar fyrir líf sakborninga, þótt fjarstæðukennt sé að þeir hafi ógnað „sjálfræði“ Alþingis. Níumenningarnir eru ákærðir fyrir að rjúfa „friðhelgi Alþingis og starfsfrið auk þess sem öryggi Alþingis var hætta búin“. Þetta mætti afgreiða sem ýkjur, ef ekki væri annað og meira í húfi, nefnilega frelsið til mótmæla. Sú hugmynd að ríkisvaldið megi „verja“ sig með svo heiftarlegum hætti gegn hættulausum mótmælum vekur óhug. Þótt litlar líkur virðist á sakfellingu á grundvelli 100. greinarinnar þá er ákæran ógnun við tjáningarfrelsið, því hún neyðir friðsama mótmælendur til að verja sig gegn ríkisvaldi sem fer offari, og það er ólíðandi í réttarríki að fólk sé ákært á fölskum forsendum eins og hér er gert. Forseti Alþingis, Ásta R. Jóhannesdóttir, er æðsti yfirmaður skrifstofu Alþingis, sem fór fram á að kært yrði fyrir brot á 100. greininni, en lögreglan, sem rannsakaði málið, hafnaði því. Samt ákvað settur saksóknari, Lára V. Júlíusdóttir, að ákæra fyrir brot á þeirri grein, og hún ber því einnig ábyrgð á þessum pólitísku ofsóknum. Þau ofsafengnu viðbrögð gegn hættulausum mótmælendum sem felast í umræddri ákæru verður að stöðva. Alþingi ætti að þvo af sér smánina með því að setja Ástu af. Lára ætti að draga ákæruna til baka. Að öðrum kosti ætti dómsmálaráðherra að frelsa Láru úr ógöngunum með því að fella niður saksóknina með vísan í 29. grein stjórnarskrárinnar. Eingöngu þannig er hægt að koma í veg fyrir að þetta verði ævarandi smánarblettur á íslensku réttarfari.
Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar
Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar
Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun