Svandís Svavarsdóttir: Í þágu náttúru og komandi kynslóða Svandís Svavarsdóttir skrifar 10. maí 2010 06:00 Ár er liðið frá því ég tók við embætti umhverfisráðherra á miklum umrótstímum. Á fyrstu mánuðum í embætti var ég oft spurð hvort umhverfis- og náttúruverndarmál væru ekki lúxusmál sem þjóðin hefði ekki efni á að sinna á samdráttartímum. Ég fæ ekki slíka spurningu lengur enda flestir sem gera sér orðið grein fyrir mikilvægi þess að hagsmunum náttúru og umhverfis sé haldið á lofti. Sagan hefur kennt okkur að það er sennilega aldrei mikilvægara en á samdráttartímum að huga vel að umhverfis- og náttúruverndarsjónarmiðum og standa vörð um þær auðlindir sem við höfum fengið að láni hjá komandi kynslóðum. Umræðan um aukinn hagvöxt snýr nær undantekningarlaust að náttúruauðlindum eins og vatni, fiski, orku, loftgæðum o.s.frv. Nýting þessara auðlinda verður að vera á forsendum sjálfbærrar þróunar þar sem samfélagsleg, umhverfisleg og efnahagsleg áhrif eru metin að jöfnu. Við þekkjum afleiðinguna af því að horfa eingöngu á efnahagslegu áhrifin af nýtingu auðlinda og þeirri leið sem farin hefur verið til að halda uppi hagvexti. Sú aðferðafræði hefur ekki verið farsæl fyrir þjóðina og hún hefur sýnt okkur að við þurfum fleiri mælikvarða en hagvöxt til að mæla heilbrigði samfélags. Á þessu fyrsta starfsári mínu sem umhverfisráðherra hef ég lagt áherslu á að staða náttúruverndar innan stjórnarráðsins verði styrkt. Hafin eru fjölmörg verkefni til að styrkja stöðu náttúrunnar og ber þar hæst víðtæk endurskoðun á lagaumhverfi náttúruverndar. Þá hef ég einnig lagt sérstaka áherslu á líffræðilega fjölbreytni, endurheimt votlendis, framkvæmd náttúruverndaráætlunar, loftslagsmarkmið og að flýta innleiðingu Árósasamningsins. Þetta eru aðeins nokkur dæmi um þau mörgu verkefni sem nú er unnið að í umhverfisráðuneytinu. Það er eðli embættis umhverfisráðherra að tala máli náttúrunnar og tryggja að hún fái notið vafans við ákvarðanatöku. Ég hef forðast að láta undan þrýstingi hagsmunaaðila, staldrað við, spurt spurninga og aflað frekari gagna með það að leiðarljósi að verja hagsmuni heildarinnar, komandi kynslóða og náttúrunnar. Verkefni í þágu umhverfis- og náttúruverndar eru málefni hvers dags, unnin í þágu framtíðar og komandi kynslóða. Möguleikar barnanna okkar og barnabarna velta á því að málaflokknum sé sinnt af kostgæfni og alvöru. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svandís Svavarsdóttir Mest lesið Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir Skoðun Skoðun Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Sjá meira
Ár er liðið frá því ég tók við embætti umhverfisráðherra á miklum umrótstímum. Á fyrstu mánuðum í embætti var ég oft spurð hvort umhverfis- og náttúruverndarmál væru ekki lúxusmál sem þjóðin hefði ekki efni á að sinna á samdráttartímum. Ég fæ ekki slíka spurningu lengur enda flestir sem gera sér orðið grein fyrir mikilvægi þess að hagsmunum náttúru og umhverfis sé haldið á lofti. Sagan hefur kennt okkur að það er sennilega aldrei mikilvægara en á samdráttartímum að huga vel að umhverfis- og náttúruverndarsjónarmiðum og standa vörð um þær auðlindir sem við höfum fengið að láni hjá komandi kynslóðum. Umræðan um aukinn hagvöxt snýr nær undantekningarlaust að náttúruauðlindum eins og vatni, fiski, orku, loftgæðum o.s.frv. Nýting þessara auðlinda verður að vera á forsendum sjálfbærrar þróunar þar sem samfélagsleg, umhverfisleg og efnahagsleg áhrif eru metin að jöfnu. Við þekkjum afleiðinguna af því að horfa eingöngu á efnahagslegu áhrifin af nýtingu auðlinda og þeirri leið sem farin hefur verið til að halda uppi hagvexti. Sú aðferðafræði hefur ekki verið farsæl fyrir þjóðina og hún hefur sýnt okkur að við þurfum fleiri mælikvarða en hagvöxt til að mæla heilbrigði samfélags. Á þessu fyrsta starfsári mínu sem umhverfisráðherra hef ég lagt áherslu á að staða náttúruverndar innan stjórnarráðsins verði styrkt. Hafin eru fjölmörg verkefni til að styrkja stöðu náttúrunnar og ber þar hæst víðtæk endurskoðun á lagaumhverfi náttúruverndar. Þá hef ég einnig lagt sérstaka áherslu á líffræðilega fjölbreytni, endurheimt votlendis, framkvæmd náttúruverndaráætlunar, loftslagsmarkmið og að flýta innleiðingu Árósasamningsins. Þetta eru aðeins nokkur dæmi um þau mörgu verkefni sem nú er unnið að í umhverfisráðuneytinu. Það er eðli embættis umhverfisráðherra að tala máli náttúrunnar og tryggja að hún fái notið vafans við ákvarðanatöku. Ég hef forðast að láta undan þrýstingi hagsmunaaðila, staldrað við, spurt spurninga og aflað frekari gagna með það að leiðarljósi að verja hagsmuni heildarinnar, komandi kynslóða og náttúrunnar. Verkefni í þágu umhverfis- og náttúruverndar eru málefni hvers dags, unnin í þágu framtíðar og komandi kynslóða. Möguleikar barnanna okkar og barnabarna velta á því að málaflokknum sé sinnt af kostgæfni og alvöru.
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun