Hvers vegna sagði ég mig ekki úr þjóðkirkjunni? 4. september 2010 06:00 Nú eru hin ógurlegu mánaðamót liðin sem gera Hagstofunni kleift að taka saman fórnarkostnað þjóðkirkjunnar vegna úrsagna ágústmánaðar. Fórnarkostnað segi ég því hér er fyrst og fremst um mótmælaaðgerðir að ræða vegna þess hversu seint og klaufalega hún hefur tekið á þeim málum sem upp hafa komið. Sjálfur hef ég, óbreyttur guðfræðinemi, vitað af vitnisburði Guðrúnar Ebbu Ólafsdóttur um árabil, enda hefur hann ekki farið leynt sökum starfs hennar innan og í kynningu á Blátt áfram-samtökunum. Auk þess hafa vitnisburðir þeirra kvenna sem nú hafa stigið fram öðru sinni verið í hámæli og aðrar konur loksins þorað að stíga fram í fjölmiðlum. Þeim ber að þakka einlægni þeirra og trúnað. Það er ekki hægt að segja annað um kirkjuna mína í dag en að svo hafi verið horft til himins að lappirnar sukku í svaðið. Prestar þjóðkirkjunnar tala sjálfir um „hrun“ og eru þá væntanlega að vísa til siðferðislega sviðsins og sjálfsmyndarinnar. Hagstofan mun mæla hið efnislega fall. Réttilega hefur verið bent á að fólk er auðvitað fyrst og fremst að segja sig úr sinni sókn og réttindin sem tapast eru engin önnur en þátttökuréttur í safnaðarstarfinu. En lýðræðisleg og heilbrigð þjóðkirkja þarf einmitt á fólki með réttlætiskennd og sannfæringu að halda til þess að lýðræðislegt safnaðarstarf geti þrifist í kirkjum landsins, rétt eins og heilbrigt þjóðfélag. Ef við gætum ekki lýst vanþóknun okkar á störfum Alþingis á annan hátt en þann að skrá okkur úr þjóðfélaginu, þá væri heldur en ekki brotalöm á. Í þessu samhengi má spyrja sig hvort þjóðkirkjan sé stofnun eins og þjóðfélagið? Eða er hún „bara trúfélag“? Fyrir mér er hún meira en biskupar hennar og kenningarlegur grundvöllur, eins og ég held flestum sem henni tilheyra. Menningarlegar rætur hennar og möguleikar hennar til að tilheyra fólkinu í landinu er það sem skiptir mig mestu þegar upplýsta ákvörðun á að taka um þátttökuna í henni. Um leið og áföll dynja yfir stjórnsýslu kirkjunnar hafa talsmenn þess að ríki og kirkja verði aðskilin enn frekar sætt lagi og blása lífi í aðskilnaðarmálið. Það er hvorki óeðlilegt né hættulegt að upplýst umræða fari fram um þau mál, enda stjórnlagaþing á næsta leiti. En þá er líka hlutverk fjölmiðla að sjá til þess að umræðan sé upplýst. Ríkisvaldið hér á landi ber ekki minni ábyrgð á því hvernig stofnun hún skilar af sér þegar af aðskilnaðinum verður heldur en það norska, þar sem þetta ferli er hafið að nokkru með umtalsverðum kostnaði sem felur í sér kirkjulegar lýðræðisumbætur. Þær fela meðal annars í sér umsvifamikla kosningu til kirkjuþings sem fer fram samhliða sveitarstjórnarkosningum. Það má spyrja sig hversu langt við getum gengið í þeim efnum, en núverandi kerfi er meingallað og felur í sér hættuna á áfallaflótta eins og við fáumst við í dag. Þarf ekki þjóðkirkjan að taka af skarið og leyfa þjóðinni jafnvel bara að kjósa biskupinn sjálfan í almennri kosningu? Eða má kirkjan ekki vera pólitísk? Alls staðar þar sem ríki og kirkja eru aðskilin eru kristnir stjórnmálaflokkar stór þrýstihópur. Viljum við frekar þannig menningarlega kirkjupólitík? Það sem ég á við er að sem þjóð getum við ekki afhent menningararf okkar „einhverju trúfélagi“ sem kemur okkur ekki við, öll þau merkilegu hús sem einkenna umhverfið, en ég tek sem dæmi Hallgrímskirkju, Akureyrarkirkju og Dómkirkjurnar Í Reykjavík, Skálholti og á Hólum. Ég spyr hvort eigi að afhenda helstu kennileiti hvers einasta bæjarfélags á landinu, þeim sem eru tilbúnir til að fara að braska með það á frjálsum markaði trúarlífsins? Nei, segi ég. Og nú hefur Alþingi komið saman á ný – en hafi ég ekki möguleikann á því að hafa áhrif í gegnum almennan kosningarétt minn til þess að sanngirni sé gætt í þessum málum, þá hlýt ég þó að mega krefjast þess af kjörnum fulltrúum á Alþingi að þeir komi fram með upplýsta orðræðu um hvernig sé réttlátast fyrir þá sem tilheyra trúfélaginu, að skilið sé frekar á milli ríkis og kirkju en þegar er orðið. Þeim sem tilheyra þjóðkirkjunni ekki þykir sérstaða hennar ósanngjörn og kalla eftir jöfnuði. Þeim er ég sammála, en jöfnuðurinn felst ekki í því einu að taka af þjóðkirkjunni fríðindi heldur á að auka framlög til lífskoðunarfélaga og jafna aðgang að sjóðum sem eru merktir tilveru trúarbragðanna í landinu. Mér blöskra vinnubrögð og tækifærismennska stjórnmálamanna eins og Árna Þórs Sigurðssonar í síðustu viku. Að lokum vil ég þakka þeim konum sem hafa knúið á og krafið kirkjuna mína um að endurskoða gildi sín. Fyrir hönd félags guðfræði- og trúarbragðafræðinema vil ég einnig þakka Rannsóknarstofu í kynjafræðum og Guðfræðistofnun fyrir þau skjótu viðbrögð sem sýnd hafa verið með hádegisfyrirlestraröð sinni. Nauðsynlegt er að háskólasamfélagið sé lifandi og gagnvirk stofnun sem tekur þátt í þjóðfélagsumræðunni. Og eins er með kirkjuna. Ég sagði mig ekki úr þjóðkirkjunni svo þar gæti ég starfað að því að hún sé lýðræðisleg og opin menningarstofnun í þjóðfélaginu miðju. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Aðför að réttindum verkafólks Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Halldór 28.12.2024 Halldór Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Orkuverð og sæstrengir Anna Sofía Kristjánsdóttir Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Aðför að réttindum verkafólks Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Orkuverð og sæstrengir Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson skrifar Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson skrifar Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Nú eru hin ógurlegu mánaðamót liðin sem gera Hagstofunni kleift að taka saman fórnarkostnað þjóðkirkjunnar vegna úrsagna ágústmánaðar. Fórnarkostnað segi ég því hér er fyrst og fremst um mótmælaaðgerðir að ræða vegna þess hversu seint og klaufalega hún hefur tekið á þeim málum sem upp hafa komið. Sjálfur hef ég, óbreyttur guðfræðinemi, vitað af vitnisburði Guðrúnar Ebbu Ólafsdóttur um árabil, enda hefur hann ekki farið leynt sökum starfs hennar innan og í kynningu á Blátt áfram-samtökunum. Auk þess hafa vitnisburðir þeirra kvenna sem nú hafa stigið fram öðru sinni verið í hámæli og aðrar konur loksins þorað að stíga fram í fjölmiðlum. Þeim ber að þakka einlægni þeirra og trúnað. Það er ekki hægt að segja annað um kirkjuna mína í dag en að svo hafi verið horft til himins að lappirnar sukku í svaðið. Prestar þjóðkirkjunnar tala sjálfir um „hrun“ og eru þá væntanlega að vísa til siðferðislega sviðsins og sjálfsmyndarinnar. Hagstofan mun mæla hið efnislega fall. Réttilega hefur verið bent á að fólk er auðvitað fyrst og fremst að segja sig úr sinni sókn og réttindin sem tapast eru engin önnur en þátttökuréttur í safnaðarstarfinu. En lýðræðisleg og heilbrigð þjóðkirkja þarf einmitt á fólki með réttlætiskennd og sannfæringu að halda til þess að lýðræðislegt safnaðarstarf geti þrifist í kirkjum landsins, rétt eins og heilbrigt þjóðfélag. Ef við gætum ekki lýst vanþóknun okkar á störfum Alþingis á annan hátt en þann að skrá okkur úr þjóðfélaginu, þá væri heldur en ekki brotalöm á. Í þessu samhengi má spyrja sig hvort þjóðkirkjan sé stofnun eins og þjóðfélagið? Eða er hún „bara trúfélag“? Fyrir mér er hún meira en biskupar hennar og kenningarlegur grundvöllur, eins og ég held flestum sem henni tilheyra. Menningarlegar rætur hennar og möguleikar hennar til að tilheyra fólkinu í landinu er það sem skiptir mig mestu þegar upplýsta ákvörðun á að taka um þátttökuna í henni. Um leið og áföll dynja yfir stjórnsýslu kirkjunnar hafa talsmenn þess að ríki og kirkja verði aðskilin enn frekar sætt lagi og blása lífi í aðskilnaðarmálið. Það er hvorki óeðlilegt né hættulegt að upplýst umræða fari fram um þau mál, enda stjórnlagaþing á næsta leiti. En þá er líka hlutverk fjölmiðla að sjá til þess að umræðan sé upplýst. Ríkisvaldið hér á landi ber ekki minni ábyrgð á því hvernig stofnun hún skilar af sér þegar af aðskilnaðinum verður heldur en það norska, þar sem þetta ferli er hafið að nokkru með umtalsverðum kostnaði sem felur í sér kirkjulegar lýðræðisumbætur. Þær fela meðal annars í sér umsvifamikla kosningu til kirkjuþings sem fer fram samhliða sveitarstjórnarkosningum. Það má spyrja sig hversu langt við getum gengið í þeim efnum, en núverandi kerfi er meingallað og felur í sér hættuna á áfallaflótta eins og við fáumst við í dag. Þarf ekki þjóðkirkjan að taka af skarið og leyfa þjóðinni jafnvel bara að kjósa biskupinn sjálfan í almennri kosningu? Eða má kirkjan ekki vera pólitísk? Alls staðar þar sem ríki og kirkja eru aðskilin eru kristnir stjórnmálaflokkar stór þrýstihópur. Viljum við frekar þannig menningarlega kirkjupólitík? Það sem ég á við er að sem þjóð getum við ekki afhent menningararf okkar „einhverju trúfélagi“ sem kemur okkur ekki við, öll þau merkilegu hús sem einkenna umhverfið, en ég tek sem dæmi Hallgrímskirkju, Akureyrarkirkju og Dómkirkjurnar Í Reykjavík, Skálholti og á Hólum. Ég spyr hvort eigi að afhenda helstu kennileiti hvers einasta bæjarfélags á landinu, þeim sem eru tilbúnir til að fara að braska með það á frjálsum markaði trúarlífsins? Nei, segi ég. Og nú hefur Alþingi komið saman á ný – en hafi ég ekki möguleikann á því að hafa áhrif í gegnum almennan kosningarétt minn til þess að sanngirni sé gætt í þessum málum, þá hlýt ég þó að mega krefjast þess af kjörnum fulltrúum á Alþingi að þeir komi fram með upplýsta orðræðu um hvernig sé réttlátast fyrir þá sem tilheyra trúfélaginu, að skilið sé frekar á milli ríkis og kirkju en þegar er orðið. Þeim sem tilheyra þjóðkirkjunni ekki þykir sérstaða hennar ósanngjörn og kalla eftir jöfnuði. Þeim er ég sammála, en jöfnuðurinn felst ekki í því einu að taka af þjóðkirkjunni fríðindi heldur á að auka framlög til lífskoðunarfélaga og jafna aðgang að sjóðum sem eru merktir tilveru trúarbragðanna í landinu. Mér blöskra vinnubrögð og tækifærismennska stjórnmálamanna eins og Árna Þórs Sigurðssonar í síðustu viku. Að lokum vil ég þakka þeim konum sem hafa knúið á og krafið kirkjuna mína um að endurskoða gildi sín. Fyrir hönd félags guðfræði- og trúarbragðafræðinema vil ég einnig þakka Rannsóknarstofu í kynjafræðum og Guðfræðistofnun fyrir þau skjótu viðbrögð sem sýnd hafa verið með hádegisfyrirlestraröð sinni. Nauðsynlegt er að háskólasamfélagið sé lifandi og gagnvirk stofnun sem tekur þátt í þjóðfélagsumræðunni. Og eins er með kirkjuna. Ég sagði mig ekki úr þjóðkirkjunni svo þar gæti ég starfað að því að hún sé lýðræðisleg og opin menningarstofnun í þjóðfélaginu miðju.
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun