Áfellisdómur Ríkisendurskoðunar 3. september 2010 06:00 Ríkisendurskoðun hefur nýlokið gerð skýrslu fyrir Alþingi um þjónustu við fatlað fólk á Íslandi. Niðurstöður eru áfellisdómur yfir Alþingi og Félags- og tryggingamálaráðuneyti. Fram koma alvarlegar athugasemdir við stjórnun og skipulag málaflokksins. Heildarstefnu í málaflokknum skorti. Þá kemur fram að fjárveitingar til þjónustu eru ekki byggðar á mati á þjónustuþörf þrátt fyrir að lög kveði á um að svo skuli vera. Ekki sé fylgst með gæðum þjónustunnar né tryggt að jafnræðis sé gætt milli þjónustuþega. Þá er það mat Ríkisendurskoðunar að eftirlit með þjónustu við fatlaða sé óviðunandi. Gagngerar breytingar verði að gera á núverandi eftirlitskerfi til að tryggja hagsmuni notenda. Ríkisendurskoðun telur einnig alls kostar ótækt að engar reglur séu til um hámarksbiðtíma eftir lögbundinni þjónustu. Landssamtökin Þroskahjálp hafa í áratugi barist fyrir hagsmunum fatlaðs fólks á Íslandi. Samtökin hafa kallað eftir því að samþykkt verði heildarstefna í þjónustu við fatlað fólk hér á landi en skort hefur á pólitískan vilja til slíks. Félags- og tryggingamálaráðuneytið telur sig, skv. umræddri skýrslu, vinna skv. þeim drögum að stefnumótun sem lögð voru fram 2006 en raunveruleikinn er annar þegar kemur að veigamiklum þáttum eins og þjónustu við fatlaða fólk á heimilum sínum. Friðrik er framkvæmdastjóri Landssamtakanna Þroskahjálpar. Þroskahjálp hefur í fleiri ár bent á þá lögleysu að umsækjendur um þjónustu fá engin svör um hvenær þeir geti vænst þess að lögbundin aðstoð standi til boða. Margendurtekið hefur verið bent á að fjárveitingar séu ekki byggðar á þjónustuþörf. Ekki hefur verið til staðar vilji valdhafa til að tryggja nægilegt fjármagn til þjónustunnar þrátt fyrir að hér sé um að ræða grunnþjónustu við fólk sem háð er aðstoð samfélagsins til að geta lifað eðlilegu lífi. Brotin hafa verið lög á fötluðu fólki með fullri vitund Alþingis og Félags- og tryggingamálaráðuneytisins. Þá hafa samtökin margoft komið á framfæri við stjórnvöld skoðunum sínum á nauðsyn þess að endurskoða núverandi réttindagæslukerfi og eftirlit með þjónustu. Niðurstaða Ríkisendurskoðunar í því máli er afdráttarlaus; núverandi staða er óviðunandi. Ekki verður öllu fastar að orði kveðið. Áratugur er síðan Þroskahjálp lagði fram tillögur að úrbótum varðandi réttindagæslu fatlaðs fólks. Nefnd til að endurskoða réttindagæslu fatlaðs fólks var loks sett á laggirnar og skilaði ítarlegum tillögum og drögum að nýju frumvarpi til laga um réttindagæslu í mars 2009. Frá þeim tíma hafa tillögurnar legið hjá ráðherra, enn bólar ekki á viðbrögðum til úrbóta. Benda má á að Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks kveður á um að réttindi skuli vera tryggð með öruggum hætti. Ísland hefur skrifað undir samninginn og ber að virða hann. Skýrsla Ríkisendurskoðunar er afdráttarlaus í gagnrýni á stjórnun og skipulag þjónustu við fatlaða. Stofnunin leggur fram nokkar ábendingar til úrbóta. Landssamtökin Þroskahjálp geta tekið undir þær ábendingar. Samtökin leggja áherslu á að nú þegar verði farið í eftirfarandi úrbætur: 1. Lagt verði fram frumvarp til úrbóta í réttindagæslu fatlaðs fólks og eftirlit með þjónustu bætt. Slíkt frumvarp liggur á borði Félags- og tryggingaráðherra og því má leggja það fram nú á haustþingi. 2. Lögð verði fram raunsæ áætlun um uppbyggingu búsetuþjónustu við fatlað fólk til að útrýma biðlistum. Brýnt er að Alþingi axli ábyrgð á núverandi ástandi og tryggi nauðsynlegar fjárveitingar þannig að farið verði að lögum og einstaklingum tryggð sú þjónusta sem nauðsynleg er til að lifa eðlilegu lífi. 3. Endurskoðun reglugerðar um búsetuþjónustu fatlaðs fólks verði lokið hið fyrsta og þar sett ákvæði er tryggi gæði þjónustu og hámarksbiðtíma til framtíðar. 4. Mótuð verði heildarstefna í þjónustu við fatlaða á Íslandi. 5. Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks verði fullgiltur og lögfestur á Íslandi. Þannig fái mannréttindi fatlaðs fólks aukið vægi í íslensku samfélagi. Skýrsla Ríkisendurskoðunar felur í sér alvarlegan boðskap um það hvernig íslensk stjórnvöld hafa staðið sig gagnvart þjónustu við fatlað fólk. Hún kallar á að stjórnvöld axli ábyrgð sína og bregðist við með úrbótum. Ekki verður unað við óbreytt ástand. Landssamtökin Þroskahjálp skora á Alþingi og Félags- og tryggingamálaráðherra að bregðast ekki þeirri skyldu sinni að tryggja fötluðu fólki tækifæri til að lifa fullgildu lífi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Skoðun Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Sjá meira
Ríkisendurskoðun hefur nýlokið gerð skýrslu fyrir Alþingi um þjónustu við fatlað fólk á Íslandi. Niðurstöður eru áfellisdómur yfir Alþingi og Félags- og tryggingamálaráðuneyti. Fram koma alvarlegar athugasemdir við stjórnun og skipulag málaflokksins. Heildarstefnu í málaflokknum skorti. Þá kemur fram að fjárveitingar til þjónustu eru ekki byggðar á mati á þjónustuþörf þrátt fyrir að lög kveði á um að svo skuli vera. Ekki sé fylgst með gæðum þjónustunnar né tryggt að jafnræðis sé gætt milli þjónustuþega. Þá er það mat Ríkisendurskoðunar að eftirlit með þjónustu við fatlaða sé óviðunandi. Gagngerar breytingar verði að gera á núverandi eftirlitskerfi til að tryggja hagsmuni notenda. Ríkisendurskoðun telur einnig alls kostar ótækt að engar reglur séu til um hámarksbiðtíma eftir lögbundinni þjónustu. Landssamtökin Þroskahjálp hafa í áratugi barist fyrir hagsmunum fatlaðs fólks á Íslandi. Samtökin hafa kallað eftir því að samþykkt verði heildarstefna í þjónustu við fatlað fólk hér á landi en skort hefur á pólitískan vilja til slíks. Félags- og tryggingamálaráðuneytið telur sig, skv. umræddri skýrslu, vinna skv. þeim drögum að stefnumótun sem lögð voru fram 2006 en raunveruleikinn er annar þegar kemur að veigamiklum þáttum eins og þjónustu við fatlaða fólk á heimilum sínum. Friðrik er framkvæmdastjóri Landssamtakanna Þroskahjálpar. Þroskahjálp hefur í fleiri ár bent á þá lögleysu að umsækjendur um þjónustu fá engin svör um hvenær þeir geti vænst þess að lögbundin aðstoð standi til boða. Margendurtekið hefur verið bent á að fjárveitingar séu ekki byggðar á þjónustuþörf. Ekki hefur verið til staðar vilji valdhafa til að tryggja nægilegt fjármagn til þjónustunnar þrátt fyrir að hér sé um að ræða grunnþjónustu við fólk sem háð er aðstoð samfélagsins til að geta lifað eðlilegu lífi. Brotin hafa verið lög á fötluðu fólki með fullri vitund Alþingis og Félags- og tryggingamálaráðuneytisins. Þá hafa samtökin margoft komið á framfæri við stjórnvöld skoðunum sínum á nauðsyn þess að endurskoða núverandi réttindagæslukerfi og eftirlit með þjónustu. Niðurstaða Ríkisendurskoðunar í því máli er afdráttarlaus; núverandi staða er óviðunandi. Ekki verður öllu fastar að orði kveðið. Áratugur er síðan Þroskahjálp lagði fram tillögur að úrbótum varðandi réttindagæslu fatlaðs fólks. Nefnd til að endurskoða réttindagæslu fatlaðs fólks var loks sett á laggirnar og skilaði ítarlegum tillögum og drögum að nýju frumvarpi til laga um réttindagæslu í mars 2009. Frá þeim tíma hafa tillögurnar legið hjá ráðherra, enn bólar ekki á viðbrögðum til úrbóta. Benda má á að Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks kveður á um að réttindi skuli vera tryggð með öruggum hætti. Ísland hefur skrifað undir samninginn og ber að virða hann. Skýrsla Ríkisendurskoðunar er afdráttarlaus í gagnrýni á stjórnun og skipulag þjónustu við fatlaða. Stofnunin leggur fram nokkar ábendingar til úrbóta. Landssamtökin Þroskahjálp geta tekið undir þær ábendingar. Samtökin leggja áherslu á að nú þegar verði farið í eftirfarandi úrbætur: 1. Lagt verði fram frumvarp til úrbóta í réttindagæslu fatlaðs fólks og eftirlit með þjónustu bætt. Slíkt frumvarp liggur á borði Félags- og tryggingaráðherra og því má leggja það fram nú á haustþingi. 2. Lögð verði fram raunsæ áætlun um uppbyggingu búsetuþjónustu við fatlað fólk til að útrýma biðlistum. Brýnt er að Alþingi axli ábyrgð á núverandi ástandi og tryggi nauðsynlegar fjárveitingar þannig að farið verði að lögum og einstaklingum tryggð sú þjónusta sem nauðsynleg er til að lifa eðlilegu lífi. 3. Endurskoðun reglugerðar um búsetuþjónustu fatlaðs fólks verði lokið hið fyrsta og þar sett ákvæði er tryggi gæði þjónustu og hámarksbiðtíma til framtíðar. 4. Mótuð verði heildarstefna í þjónustu við fatlaða á Íslandi. 5. Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks verði fullgiltur og lögfestur á Íslandi. Þannig fái mannréttindi fatlaðs fólks aukið vægi í íslensku samfélagi. Skýrsla Ríkisendurskoðunar felur í sér alvarlegan boðskap um það hvernig íslensk stjórnvöld hafa staðið sig gagnvart þjónustu við fatlað fólk. Hún kallar á að stjórnvöld axli ábyrgð sína og bregðist við með úrbótum. Ekki verður unað við óbreytt ástand. Landssamtökin Þroskahjálp skora á Alþingi og Félags- og tryggingamálaráðherra að bregðast ekki þeirri skyldu sinni að tryggja fötluðu fólki tækifæri til að lifa fullgildu lífi.
Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason Skoðun
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason Skoðun