Jakob Frímann Magnússon: Vörðum leiðina að manneskjulegra samfélagi 12. maí 2010 09:37 Bergsteinn Sigurðsson, blaðamaður á Fréttablaðinu, fjallaði í gær um grein mína í sama blaði sl. laugardag. Hann fór þó á svig við kjarna gagnrýni minnar. Sú gagnrýni lýtur ekki að handtöku tiltekinna einstaklinga heldur að munstri sem einkennist af markvissri og vaxandi fjölmiðlasækni opinberra embættismanna á frumstigum ákæru- og dómsmála. Slíka þróun tel ég varhugaverða og lítt til sóma í okkar fámenna íslenska samfélagi. Sérstaklega er mikilvægt að embættismenn haldi haus við þær óvenjulegu aðstæður sem nú ríkja. Þó að dæmi sl. helgar sé nýjasta tilvikið þá nefni ég einnig önnur frá fyrri tíð. Af nógu er að taka. Bent skal á að nota hefði mátt bílakjallara saksóknarahússins sl.föstudag, ef ekki hefði staðið vilji til mikils uppsláttar eins og raun varð á. Ég tel að allir rannsakendur séu á villigötum sem á undanförnum mánuðum og misserum hafa efnt til sérstakra blaðamannafunda til að skýra frá fyrirætlunum sínum varðandi tilgreinda einstaklinga sem ekki hefur verið hafin opinber rannsókn á, hvað þá ákæru- né dómstólaferli. Slíkt mætti e.t.v. skýra sem viðbrögð við óþreyju í samfélagi þar sem enginn embættismaður eða stjórnmálamaður, hefur enn stigið fram og axlað ábyrgð með viðeigandi hætti á sínum þætti í orsökum hrunsins eins og vænta hefði mátt og tíðkast mundi í nágrannalöndunum. Einnig kann að koma til mannleg viðleitni rannsakendanna sjálfra til að vekja athygli yfirmanna og annarra á dugnaði sínum eða myndugleik enda munu slíkir fundir ávallt hljóta rými í fjölmiðlum þjóðar sem þyrstir eftir því að einhver axli ábyrgð á þeim þrúgandi vanda sem íslenskur almenningur þarf að glíma við. Framangreind vinnubrögð eru hins vegar að mínu mati algerlega ótímabær og óviðeigandi, sama hver í hlut á, þar til dómur er upp kveðinn og fyrir liggur ótvíræð sekt þess er í hlut á. Í þeim fyrstu skrefum sem nú er verið að stíga til að fullnægja réttlætinu er mikilvægt að varast allt sem minnir á vinnubrögð í Geirfinnsmáli, Hafskipsmáli eða öðrum blygðunarefnum réttarsögu okkar. Séu menn vissir um að þeir séu á réttri braut, ber þeim að hafna óþarfa sjónarspili, halda sínu striki og ljúka tilætluðum verkum. Hver sem í hlut á. Þannig vinnubrögð munu auka traust og virðingu á rannsóknarmönnum. Þau eru skv. gildandi lögum og varða leiðina að ábyrgara en fyrst og fremst manneskjulegra samfélagi. Hið síðastnefnda er e.t.v. það mikilvægasta af öllu, í því erfiða og dapurlega ferli sem nú er hafið. *Tekið skal fram að greinin speglar einungis persónulega skoðun höfundar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jakob Frímann Magnússon Skoðun Mest lesið Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Halldór 23.8.2025 Halldór Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Bergsteinn Sigurðsson, blaðamaður á Fréttablaðinu, fjallaði í gær um grein mína í sama blaði sl. laugardag. Hann fór þó á svig við kjarna gagnrýni minnar. Sú gagnrýni lýtur ekki að handtöku tiltekinna einstaklinga heldur að munstri sem einkennist af markvissri og vaxandi fjölmiðlasækni opinberra embættismanna á frumstigum ákæru- og dómsmála. Slíka þróun tel ég varhugaverða og lítt til sóma í okkar fámenna íslenska samfélagi. Sérstaklega er mikilvægt að embættismenn haldi haus við þær óvenjulegu aðstæður sem nú ríkja. Þó að dæmi sl. helgar sé nýjasta tilvikið þá nefni ég einnig önnur frá fyrri tíð. Af nógu er að taka. Bent skal á að nota hefði mátt bílakjallara saksóknarahússins sl.föstudag, ef ekki hefði staðið vilji til mikils uppsláttar eins og raun varð á. Ég tel að allir rannsakendur séu á villigötum sem á undanförnum mánuðum og misserum hafa efnt til sérstakra blaðamannafunda til að skýra frá fyrirætlunum sínum varðandi tilgreinda einstaklinga sem ekki hefur verið hafin opinber rannsókn á, hvað þá ákæru- né dómstólaferli. Slíkt mætti e.t.v. skýra sem viðbrögð við óþreyju í samfélagi þar sem enginn embættismaður eða stjórnmálamaður, hefur enn stigið fram og axlað ábyrgð með viðeigandi hætti á sínum þætti í orsökum hrunsins eins og vænta hefði mátt og tíðkast mundi í nágrannalöndunum. Einnig kann að koma til mannleg viðleitni rannsakendanna sjálfra til að vekja athygli yfirmanna og annarra á dugnaði sínum eða myndugleik enda munu slíkir fundir ávallt hljóta rými í fjölmiðlum þjóðar sem þyrstir eftir því að einhver axli ábyrgð á þeim þrúgandi vanda sem íslenskur almenningur þarf að glíma við. Framangreind vinnubrögð eru hins vegar að mínu mati algerlega ótímabær og óviðeigandi, sama hver í hlut á, þar til dómur er upp kveðinn og fyrir liggur ótvíræð sekt þess er í hlut á. Í þeim fyrstu skrefum sem nú er verið að stíga til að fullnægja réttlætinu er mikilvægt að varast allt sem minnir á vinnubrögð í Geirfinnsmáli, Hafskipsmáli eða öðrum blygðunarefnum réttarsögu okkar. Séu menn vissir um að þeir séu á réttri braut, ber þeim að hafna óþarfa sjónarspili, halda sínu striki og ljúka tilætluðum verkum. Hver sem í hlut á. Þannig vinnubrögð munu auka traust og virðingu á rannsóknarmönnum. Þau eru skv. gildandi lögum og varða leiðina að ábyrgara en fyrst og fremst manneskjulegra samfélagi. Hið síðastnefnda er e.t.v. það mikilvægasta af öllu, í því erfiða og dapurlega ferli sem nú er hafið. *Tekið skal fram að greinin speglar einungis persónulega skoðun höfundar.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar