Jakob Frímann Magnússon: Vörðum leiðina að manneskjulegra samfélagi 12. maí 2010 09:37 Bergsteinn Sigurðsson, blaðamaður á Fréttablaðinu, fjallaði í gær um grein mína í sama blaði sl. laugardag. Hann fór þó á svig við kjarna gagnrýni minnar. Sú gagnrýni lýtur ekki að handtöku tiltekinna einstaklinga heldur að munstri sem einkennist af markvissri og vaxandi fjölmiðlasækni opinberra embættismanna á frumstigum ákæru- og dómsmála. Slíka þróun tel ég varhugaverða og lítt til sóma í okkar fámenna íslenska samfélagi. Sérstaklega er mikilvægt að embættismenn haldi haus við þær óvenjulegu aðstæður sem nú ríkja. Þó að dæmi sl. helgar sé nýjasta tilvikið þá nefni ég einnig önnur frá fyrri tíð. Af nógu er að taka. Bent skal á að nota hefði mátt bílakjallara saksóknarahússins sl.föstudag, ef ekki hefði staðið vilji til mikils uppsláttar eins og raun varð á. Ég tel að allir rannsakendur séu á villigötum sem á undanförnum mánuðum og misserum hafa efnt til sérstakra blaðamannafunda til að skýra frá fyrirætlunum sínum varðandi tilgreinda einstaklinga sem ekki hefur verið hafin opinber rannsókn á, hvað þá ákæru- né dómstólaferli. Slíkt mætti e.t.v. skýra sem viðbrögð við óþreyju í samfélagi þar sem enginn embættismaður eða stjórnmálamaður, hefur enn stigið fram og axlað ábyrgð með viðeigandi hætti á sínum þætti í orsökum hrunsins eins og vænta hefði mátt og tíðkast mundi í nágrannalöndunum. Einnig kann að koma til mannleg viðleitni rannsakendanna sjálfra til að vekja athygli yfirmanna og annarra á dugnaði sínum eða myndugleik enda munu slíkir fundir ávallt hljóta rými í fjölmiðlum þjóðar sem þyrstir eftir því að einhver axli ábyrgð á þeim þrúgandi vanda sem íslenskur almenningur þarf að glíma við. Framangreind vinnubrögð eru hins vegar að mínu mati algerlega ótímabær og óviðeigandi, sama hver í hlut á, þar til dómur er upp kveðinn og fyrir liggur ótvíræð sekt þess er í hlut á. Í þeim fyrstu skrefum sem nú er verið að stíga til að fullnægja réttlætinu er mikilvægt að varast allt sem minnir á vinnubrögð í Geirfinnsmáli, Hafskipsmáli eða öðrum blygðunarefnum réttarsögu okkar. Séu menn vissir um að þeir séu á réttri braut, ber þeim að hafna óþarfa sjónarspili, halda sínu striki og ljúka tilætluðum verkum. Hver sem í hlut á. Þannig vinnubrögð munu auka traust og virðingu á rannsóknarmönnum. Þau eru skv. gildandi lögum og varða leiðina að ábyrgara en fyrst og fremst manneskjulegra samfélagi. Hið síðastnefnda er e.t.v. það mikilvægasta af öllu, í því erfiða og dapurlega ferli sem nú er hafið. *Tekið skal fram að greinin speglar einungis persónulega skoðun höfundar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jakob Frímann Magnússon Skoðun Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Refsa fyrst, spyrja svo? Jakob Frímann Magnússon Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Skoðun Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Sjá meira
Bergsteinn Sigurðsson, blaðamaður á Fréttablaðinu, fjallaði í gær um grein mína í sama blaði sl. laugardag. Hann fór þó á svig við kjarna gagnrýni minnar. Sú gagnrýni lýtur ekki að handtöku tiltekinna einstaklinga heldur að munstri sem einkennist af markvissri og vaxandi fjölmiðlasækni opinberra embættismanna á frumstigum ákæru- og dómsmála. Slíka þróun tel ég varhugaverða og lítt til sóma í okkar fámenna íslenska samfélagi. Sérstaklega er mikilvægt að embættismenn haldi haus við þær óvenjulegu aðstæður sem nú ríkja. Þó að dæmi sl. helgar sé nýjasta tilvikið þá nefni ég einnig önnur frá fyrri tíð. Af nógu er að taka. Bent skal á að nota hefði mátt bílakjallara saksóknarahússins sl.föstudag, ef ekki hefði staðið vilji til mikils uppsláttar eins og raun varð á. Ég tel að allir rannsakendur séu á villigötum sem á undanförnum mánuðum og misserum hafa efnt til sérstakra blaðamannafunda til að skýra frá fyrirætlunum sínum varðandi tilgreinda einstaklinga sem ekki hefur verið hafin opinber rannsókn á, hvað þá ákæru- né dómstólaferli. Slíkt mætti e.t.v. skýra sem viðbrögð við óþreyju í samfélagi þar sem enginn embættismaður eða stjórnmálamaður, hefur enn stigið fram og axlað ábyrgð með viðeigandi hætti á sínum þætti í orsökum hrunsins eins og vænta hefði mátt og tíðkast mundi í nágrannalöndunum. Einnig kann að koma til mannleg viðleitni rannsakendanna sjálfra til að vekja athygli yfirmanna og annarra á dugnaði sínum eða myndugleik enda munu slíkir fundir ávallt hljóta rými í fjölmiðlum þjóðar sem þyrstir eftir því að einhver axli ábyrgð á þeim þrúgandi vanda sem íslenskur almenningur þarf að glíma við. Framangreind vinnubrögð eru hins vegar að mínu mati algerlega ótímabær og óviðeigandi, sama hver í hlut á, þar til dómur er upp kveðinn og fyrir liggur ótvíræð sekt þess er í hlut á. Í þeim fyrstu skrefum sem nú er verið að stíga til að fullnægja réttlætinu er mikilvægt að varast allt sem minnir á vinnubrögð í Geirfinnsmáli, Hafskipsmáli eða öðrum blygðunarefnum réttarsögu okkar. Séu menn vissir um að þeir séu á réttri braut, ber þeim að hafna óþarfa sjónarspili, halda sínu striki og ljúka tilætluðum verkum. Hver sem í hlut á. Þannig vinnubrögð munu auka traust og virðingu á rannsóknarmönnum. Þau eru skv. gildandi lögum og varða leiðina að ábyrgara en fyrst og fremst manneskjulegra samfélagi. Hið síðastnefnda er e.t.v. það mikilvægasta af öllu, í því erfiða og dapurlega ferli sem nú er hafið. *Tekið skal fram að greinin speglar einungis persónulega skoðun höfundar.
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun