Fótbolti

Betri en Messi, Rooney, Torres og Ronaldo - tölfræðin segir sína sögu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gonzalo Higuain.
Gonzalo Higuain. Mynd/AFP
Argentínumaðurinn Gonzalo Higuain hefur verið í miklu stuði með Real Madrid á þessu tímabili og nú hefur norska Dagbladet reiknað það út að hann er búinn að vera hættulegri sóknarmaður á þessu tímabili heldur en Lionel Messi, Wayne Rooney, Fernando Torres og Cristiano Ronaldo.

Tölfræði blaðsins er frá því fyrir leiki síðustu helgi en þar bætti Gonzalo Higuain reyndar einu marki við í safnið. Fyrir þann leik hafði Higuain skorað úr 24 af 69 skotum sínum sem gerir 34,8 prósent skotnýtingu og skorað mark með aðeins 74,5 mínútna millibili.

Lionel Messi hefur skorað úr 27 af 126 skotum sínum (21,4 prósent) og það hafa liðið að meðaltali 83,8 mínútur á milli marka hjá honum. Það hafa síðan liðið 102,7 mínútur á milli marka hjá Cristiano Ronaldo.

Fernando Torres hefur skorað úr 18 af 69 skotum sínum (26,1 prósent) fyrir Liverpool en Wayne Rooney hefur nýtt 18 af 144 skotum sínum (12,5 prósent) í leikjum með Manchester United. Það hafa liðið 95,3 mínútur á milli marka hjá Torres en 95,5 mínútur á milli marka hjá Rooney.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×