Spurning um raunsæi 19. júní 2010 06:00 Atvinnuleysi á Suðurnesjum er það mesta á landinu öllu. Fjöldi fólks nýtur ekki þeirra sjálfsögðu mannréttinda að geta gengið til vinnu sinnar og séð sér farborða. Það fólk er upp á ríki og sveitarfélög komið með framfærslu sína. Allir sjá að ástandið er alvarlegt og þörf á samstöðu allra. Nú duga hvorki stórkarlalegar yfirlýsingar né heldur leit að hugsanlegum sökudólgum, sem sumir stjórnmálamenn og verkalýðsleiðtogar vilja meina að standi í vegi fyrir framkvæmdum. Nú þarf að finna lausnir sem byggja á stöðunni eins og hún er. Draumóranir geta beðið betri tíma. Öllum á Suðunesjum er ljóst að hér hafa verið gefnar út svonefndar viljayfirlýsingar sem ýtt hafa undir væntingar um betri tíma. Við höfum séð stál-, stól- og spikverksmiðjur koma og fara. Kröftunum, getunni og athyglinni hefur verið dreift svo menn hafa haldið að hér fyndist fyriheitna landið. Það hefur ekki ræst. Nú þurfum við að einbeita okkur og ná samstöðu um þau verkefni sem þó geta orðið að veruleika. Og eru raunhæf. Álver í Helguvík hefur nú í mörg ár verið helsta von Suðurnesjamanna hvað atvinnusköpun varðar. Fyrsti áfangi álversins hefur þegar verið samþykktur og bygging á kerskálum er langt komin. Norðurál segir fjármögnun tryggða. Orkuöflun og orkuverð virðast nú vera helsti hemillinn á veginum. Krafan um tryggingu orku til 360 þúsund tonna álvers setur þar strik í reikninginn. Á þeim kröfum þarf að slaka og betra að sníða sér stakk eftir vexti. Gagnaver á Ásbrú og svonefnt EC-verkefni ásamt ýmsum verkefnum tengdum ferðaþjónustu, virðast við fyrstu sýn vera álitlegustu kostirnir í atvinnumálum. Og eftir miklu að slægjast nái þessi verkefni að verða að veruleika. Öll þau verkefni sem hér hafa verið talin flokkast undir það sem kalla má stórframkvæmdir, og krefjast mikils fjámagns. En við megum ekki gleyma því smáa. Það vekur athygli þegar atvinnumál á Suðurnesjum eru skoðuð að stuðningur við atvinnusköpun minni fyrirtækja á vegum sveitarfélaganna er lítill. Starfsmaður í hlutastarfi sinnir þeim málaflokk á vegum sveitarfélaganna, og atvinnumál í Reykjanesbæ eru vistuð hjá hafnarverðinum. Kadeco sinnir uppbyggingu atvinnulífs á Ásbrú. Hér þarf að gera átak til úrbóta. Leiða saman krafta þeirra sem vinna að atvinnusköpun á Suðurnesjum. Virkja hverja þá góðu hugmynd upp kemur og markvisst gera þær að veruleika. Það er okkur öllum ljóst sem á Suðurnesjum búa að framtíðin er undir okkur komin. Við eigum að hætta að berjast við ímyndaða andstæðinga og leggja okkar mál þannig fram að þau séu raunhæf og í takt við stöðuna. Öðruvísi náum við ekki þeim árangri sem vinnur bug á því atvinnuleysisböli sem hér ríkir. Þetta er ekki spurning um bjartsýni eða kjark. Þetta er spurning um raunsæi og samstöðu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen Skoðun Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ferðaþjónustufólk kemur saman Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin: Samvinna manna og véla fyrir sjálfbæra framtíð Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Það borgar sig að bíða Hildur Eiríksdóttir skrifar Skoðun Frá rafvæðingu til vitvæðingar – framfaraöldin sem ruddi brautina til farsællar framtíðar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Heilbrigðismál í stjórnarsáttmála – hvað vantar? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hlustum á starfsfólk ríkisins Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Hlutfall íbúa í hverri íbúð að breytast Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar Skoðun Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbrask: Meiri gróði en í fíkniefnaviðskiptum? Yngvi Ómar Sighvatsson skrifar Skoðun Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Aðeins það sem er þægilegt, takk Hjördís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sama tóbakið Skúli S. Ólafsson skrifar Sjá meira
Atvinnuleysi á Suðurnesjum er það mesta á landinu öllu. Fjöldi fólks nýtur ekki þeirra sjálfsögðu mannréttinda að geta gengið til vinnu sinnar og séð sér farborða. Það fólk er upp á ríki og sveitarfélög komið með framfærslu sína. Allir sjá að ástandið er alvarlegt og þörf á samstöðu allra. Nú duga hvorki stórkarlalegar yfirlýsingar né heldur leit að hugsanlegum sökudólgum, sem sumir stjórnmálamenn og verkalýðsleiðtogar vilja meina að standi í vegi fyrir framkvæmdum. Nú þarf að finna lausnir sem byggja á stöðunni eins og hún er. Draumóranir geta beðið betri tíma. Öllum á Suðunesjum er ljóst að hér hafa verið gefnar út svonefndar viljayfirlýsingar sem ýtt hafa undir væntingar um betri tíma. Við höfum séð stál-, stól- og spikverksmiðjur koma og fara. Kröftunum, getunni og athyglinni hefur verið dreift svo menn hafa haldið að hér fyndist fyriheitna landið. Það hefur ekki ræst. Nú þurfum við að einbeita okkur og ná samstöðu um þau verkefni sem þó geta orðið að veruleika. Og eru raunhæf. Álver í Helguvík hefur nú í mörg ár verið helsta von Suðurnesjamanna hvað atvinnusköpun varðar. Fyrsti áfangi álversins hefur þegar verið samþykktur og bygging á kerskálum er langt komin. Norðurál segir fjármögnun tryggða. Orkuöflun og orkuverð virðast nú vera helsti hemillinn á veginum. Krafan um tryggingu orku til 360 þúsund tonna álvers setur þar strik í reikninginn. Á þeim kröfum þarf að slaka og betra að sníða sér stakk eftir vexti. Gagnaver á Ásbrú og svonefnt EC-verkefni ásamt ýmsum verkefnum tengdum ferðaþjónustu, virðast við fyrstu sýn vera álitlegustu kostirnir í atvinnumálum. Og eftir miklu að slægjast nái þessi verkefni að verða að veruleika. Öll þau verkefni sem hér hafa verið talin flokkast undir það sem kalla má stórframkvæmdir, og krefjast mikils fjámagns. En við megum ekki gleyma því smáa. Það vekur athygli þegar atvinnumál á Suðurnesjum eru skoðuð að stuðningur við atvinnusköpun minni fyrirtækja á vegum sveitarfélaganna er lítill. Starfsmaður í hlutastarfi sinnir þeim málaflokk á vegum sveitarfélaganna, og atvinnumál í Reykjanesbæ eru vistuð hjá hafnarverðinum. Kadeco sinnir uppbyggingu atvinnulífs á Ásbrú. Hér þarf að gera átak til úrbóta. Leiða saman krafta þeirra sem vinna að atvinnusköpun á Suðurnesjum. Virkja hverja þá góðu hugmynd upp kemur og markvisst gera þær að veruleika. Það er okkur öllum ljóst sem á Suðurnesjum búa að framtíðin er undir okkur komin. Við eigum að hætta að berjast við ímyndaða andstæðinga og leggja okkar mál þannig fram að þau séu raunhæf og í takt við stöðuna. Öðruvísi náum við ekki þeim árangri sem vinnur bug á því atvinnuleysisböli sem hér ríkir. Þetta er ekki spurning um bjartsýni eða kjark. Þetta er spurning um raunsæi og samstöðu.
Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir Skoðun
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar
Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar
Skoðun Fimmta iðnbyltingin: Samvinna manna og véla fyrir sjálfbæra framtíð Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frá rafvæðingu til vitvæðingar – framfaraöldin sem ruddi brautina til farsællar framtíðar Árni Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar
Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir Skoðun