Spurning um raunsæi 19. júní 2010 06:00 Atvinnuleysi á Suðurnesjum er það mesta á landinu öllu. Fjöldi fólks nýtur ekki þeirra sjálfsögðu mannréttinda að geta gengið til vinnu sinnar og séð sér farborða. Það fólk er upp á ríki og sveitarfélög komið með framfærslu sína. Allir sjá að ástandið er alvarlegt og þörf á samstöðu allra. Nú duga hvorki stórkarlalegar yfirlýsingar né heldur leit að hugsanlegum sökudólgum, sem sumir stjórnmálamenn og verkalýðsleiðtogar vilja meina að standi í vegi fyrir framkvæmdum. Nú þarf að finna lausnir sem byggja á stöðunni eins og hún er. Draumóranir geta beðið betri tíma. Öllum á Suðunesjum er ljóst að hér hafa verið gefnar út svonefndar viljayfirlýsingar sem ýtt hafa undir væntingar um betri tíma. Við höfum séð stál-, stól- og spikverksmiðjur koma og fara. Kröftunum, getunni og athyglinni hefur verið dreift svo menn hafa haldið að hér fyndist fyriheitna landið. Það hefur ekki ræst. Nú þurfum við að einbeita okkur og ná samstöðu um þau verkefni sem þó geta orðið að veruleika. Og eru raunhæf. Álver í Helguvík hefur nú í mörg ár verið helsta von Suðurnesjamanna hvað atvinnusköpun varðar. Fyrsti áfangi álversins hefur þegar verið samþykktur og bygging á kerskálum er langt komin. Norðurál segir fjármögnun tryggða. Orkuöflun og orkuverð virðast nú vera helsti hemillinn á veginum. Krafan um tryggingu orku til 360 þúsund tonna álvers setur þar strik í reikninginn. Á þeim kröfum þarf að slaka og betra að sníða sér stakk eftir vexti. Gagnaver á Ásbrú og svonefnt EC-verkefni ásamt ýmsum verkefnum tengdum ferðaþjónustu, virðast við fyrstu sýn vera álitlegustu kostirnir í atvinnumálum. Og eftir miklu að slægjast nái þessi verkefni að verða að veruleika. Öll þau verkefni sem hér hafa verið talin flokkast undir það sem kalla má stórframkvæmdir, og krefjast mikils fjámagns. En við megum ekki gleyma því smáa. Það vekur athygli þegar atvinnumál á Suðurnesjum eru skoðuð að stuðningur við atvinnusköpun minni fyrirtækja á vegum sveitarfélaganna er lítill. Starfsmaður í hlutastarfi sinnir þeim málaflokk á vegum sveitarfélaganna, og atvinnumál í Reykjanesbæ eru vistuð hjá hafnarverðinum. Kadeco sinnir uppbyggingu atvinnulífs á Ásbrú. Hér þarf að gera átak til úrbóta. Leiða saman krafta þeirra sem vinna að atvinnusköpun á Suðurnesjum. Virkja hverja þá góðu hugmynd upp kemur og markvisst gera þær að veruleika. Það er okkur öllum ljóst sem á Suðurnesjum búa að framtíðin er undir okkur komin. Við eigum að hætta að berjast við ímyndaða andstæðinga og leggja okkar mál þannig fram að þau séu raunhæf og í takt við stöðuna. Öðruvísi náum við ekki þeim árangri sem vinnur bug á því atvinnuleysisböli sem hér ríkir. Þetta er ekki spurning um bjartsýni eða kjark. Þetta er spurning um raunsæi og samstöðu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Atvinnuleysi á Suðurnesjum er það mesta á landinu öllu. Fjöldi fólks nýtur ekki þeirra sjálfsögðu mannréttinda að geta gengið til vinnu sinnar og séð sér farborða. Það fólk er upp á ríki og sveitarfélög komið með framfærslu sína. Allir sjá að ástandið er alvarlegt og þörf á samstöðu allra. Nú duga hvorki stórkarlalegar yfirlýsingar né heldur leit að hugsanlegum sökudólgum, sem sumir stjórnmálamenn og verkalýðsleiðtogar vilja meina að standi í vegi fyrir framkvæmdum. Nú þarf að finna lausnir sem byggja á stöðunni eins og hún er. Draumóranir geta beðið betri tíma. Öllum á Suðunesjum er ljóst að hér hafa verið gefnar út svonefndar viljayfirlýsingar sem ýtt hafa undir væntingar um betri tíma. Við höfum séð stál-, stól- og spikverksmiðjur koma og fara. Kröftunum, getunni og athyglinni hefur verið dreift svo menn hafa haldið að hér fyndist fyriheitna landið. Það hefur ekki ræst. Nú þurfum við að einbeita okkur og ná samstöðu um þau verkefni sem þó geta orðið að veruleika. Og eru raunhæf. Álver í Helguvík hefur nú í mörg ár verið helsta von Suðurnesjamanna hvað atvinnusköpun varðar. Fyrsti áfangi álversins hefur þegar verið samþykktur og bygging á kerskálum er langt komin. Norðurál segir fjármögnun tryggða. Orkuöflun og orkuverð virðast nú vera helsti hemillinn á veginum. Krafan um tryggingu orku til 360 þúsund tonna álvers setur þar strik í reikninginn. Á þeim kröfum þarf að slaka og betra að sníða sér stakk eftir vexti. Gagnaver á Ásbrú og svonefnt EC-verkefni ásamt ýmsum verkefnum tengdum ferðaþjónustu, virðast við fyrstu sýn vera álitlegustu kostirnir í atvinnumálum. Og eftir miklu að slægjast nái þessi verkefni að verða að veruleika. Öll þau verkefni sem hér hafa verið talin flokkast undir það sem kalla má stórframkvæmdir, og krefjast mikils fjámagns. En við megum ekki gleyma því smáa. Það vekur athygli þegar atvinnumál á Suðurnesjum eru skoðuð að stuðningur við atvinnusköpun minni fyrirtækja á vegum sveitarfélaganna er lítill. Starfsmaður í hlutastarfi sinnir þeim málaflokk á vegum sveitarfélaganna, og atvinnumál í Reykjanesbæ eru vistuð hjá hafnarverðinum. Kadeco sinnir uppbyggingu atvinnulífs á Ásbrú. Hér þarf að gera átak til úrbóta. Leiða saman krafta þeirra sem vinna að atvinnusköpun á Suðurnesjum. Virkja hverja þá góðu hugmynd upp kemur og markvisst gera þær að veruleika. Það er okkur öllum ljóst sem á Suðurnesjum búa að framtíðin er undir okkur komin. Við eigum að hætta að berjast við ímyndaða andstæðinga og leggja okkar mál þannig fram að þau séu raunhæf og í takt við stöðuna. Öðruvísi náum við ekki þeim árangri sem vinnur bug á því atvinnuleysisböli sem hér ríkir. Þetta er ekki spurning um bjartsýni eða kjark. Þetta er spurning um raunsæi og samstöðu.
Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir Skoðun