Þeirra eigin orð 21. ágúst 2010 06:30 Andstæðingar aðildarviðræðna við ESB hafa að undanförnu farið mikinn í fjölmiðlum, ekki síst í dagblöðum og á vefsíðum. Þar er víða haldið uppi hræðsluáróðri, ekki síst því, að einu gildi. um hvað verði samið við ESB, ekkert af því muni standa nema tímabundið. Talað er um, að samningar við ESB yrðu nánast einskis virði. Við, sem teljum að reyna eigi samninga, höfum hins vegar fullyrt, að það, sem kemst inn í aðildarsamning, haldi. Því sé óhætt að treysta. Ég rak nýlega augun í skýrslu Evrópunefndar, sem Davíð Oddsson forsætisráðherra, skipaði 8. júlí 2004 og skilaði greinargerð sinni í mars 2007. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra var skipaður formaður nefndarinnar, en auk hans voru þar Einar K. Guðfinnsson, Hjálmar Árnason, Jónína Bjartmarz, Össur Skarphéðinsson, Bryndís Hlöðversdóttir, Ragnar Arnalds, Katrín Jakobsdóttir og Brynjar Sindri Sigurðsson markaðsfræðingur. Bryndís Hlöðversdóttir hætti í nefndinni í desember 2006 og tók Ágúst Ólafur Ágústsson sæti hennar. Þetta er mikið mannval og ég vek sérstaka athygli á þeim Birni Bjarnasyni, Einari K. Guðfinnssyni og Ragnari Arnalds sökum málflutnings þeirra að undanförnu. Greinargerð nefndarinnar heitir „Tengsl Íslands og Evrópusambandsins" Nefndin virðist hafa unnið ágætt verk og kallað til ráðuneytis marga hina færustu sérfræðinga. Þar er tvennt, sem mér finnst mikilvægt að benda á einmitt nú. Á blaðsíðu 77 í skýrslunni stendur: „Mikilvægt er að hafa í huga að aðildarsamningar að ESB hafa sömu stöðu og stofnsáttmálar ESB 172 og því er ekki hægt að breyta ákvæðum þeirra, þar á meðal undanþágum eða sérákvæðum sem þar er kveðið á um, nema með samþykki allra aðildarríkja." Neðst á blaðsíðu 79 í sömu skýrslu stendur einnig: „Lagaleg staða undanþágu eða sérlausnar sem er í aðildarsamningi er sterk því aðildarsamningur hefur sama lagalega gildi og stofnsáttmálar ESB. Hið sama gildir um bókanir, en þær eru hluti af aðildarsamningum og hafa því sama lagalega gildi og þeir." Við þetta má svo bæta, að þeim, sem gerst þekkja til, er ekki kunnugt um neina varanlega lausn, sem hafi verið dæmd ógild eða vötnuð út af EB-dómstólnum. T.d. stendur tæplega fertug undanþága Dana um takmarkanir á fjárfestingum í sumarhúsum óhögguð enn í dag. Þetta er samhljóma við skrif okkar, sem viljum reyna samninga við ESB. Við ætlum ekki að semja auðlindir Íslands af okkur. Við viljum reyna að koma góðum ákvæðum um yfirráð okkar yfir þeim inn í aðildarsamning. Þá teljum við öllu óhætt. Andstæðingarnir reyna sem þeir geta að gera lítið úr orðum okkar. Ég sé þó ekki betur en þeirra eigin orð vitni gegn þeim í þessari merku skýrslu, sem hér var til vitnað. Ögmundur Jónasson birti svo nýlega grein í Mbl. „Virkisturn í norðri" heitir hún. Hann vænir ESB um ýmislegt í eftirfarandi málsgrein: „ En ekki mun standa á styrkveitingum - svona rétt á meðan verið er að tala okkur til. Hið sama gæti hent okkur og indíána Norður-Ameríku. Þeir töpuðu landinu en sátu uppi með glerperlur og eldvatn." Getur Ögmundur bent mér á einhver dæmi um, að slíkt hafi gerst í samskiptum ESB við aðildarlöndin? Ég þekki þau ekki, og geti hann ekki komið með dæmi, þá er þetta ekkert annað en ómálefnalegur hræðsluáróður. Haraldur Benediktsson, formaður Bændasamtakanna, hefur verið að gera sig gildandi á „Evrópuvaktinni". Hann lætur mikið af þekkingu sinni á reynslu Finna í landbúnaðarmálum eftir inngöngu þeirra í ESB. Hann segir þar m.a.: „Athyglisvert er að kynnast því viðhorfi, sem vitnar um reynslu þeirra af ýmsum „samningum" sem þeir töldu sig hafa gert við aðild. Fjölmörg sérákvæði, sem samið var um, hafa ekki reynst pappírsins virði. Þrátt fyrir undirskriftir og handsöl hafa stofnanir ESB fellt slíkt úr gildi vegna kröfunnar um jafnræði innan ESB." Undir allt þetta er tekið í leiðara Mbl. 3. ágúst sl. og það lofað sem mikið fagnaðarerindi fyrir andstæðinga ESB. En miðað við skýrslu Björns Bjarnasonar og nefndar hans, vaknar sá grunur, að þarna sé eitthvað frjálslega með farið. Þess vegna bið ég í allri hógværð um bitastæð og skjalfest dæmi frá Haraldi. Eins og ég hef áður sagt, þá á ég ekki sannleikann, en mig langar til að sannleikurinn eigi mig, einnig í þessu máli. Ég hygg, að fleirum en mér ofbjóði sá málflutningur, sem mest ber á um þessar mundir. Fullyrt er, að ekki þýði að semja, og verði samið, þá verði það einskis virði. ESB er í raun lýst eins og skrímsli, marghöfða óvætti, sem muni hremma okkar ágætu þjóð og matreiða hana eins og því þykir best. Samt eru þetta samtök, sem voru stofnuð til að efla frið, frjáls samskipti á sem flestum sviðum og efnahagslegan stöðugleika. Enginn hefur vænst fullkomleika í neinu af þessu, en staðreynd er, að frændum okkar Dönum og Svíum líður yfirleitt vel í þessu samfélagi og eru engu að tapa í sjálfsforræði sínu. Hví skyldum við ekki láta á það reyna, hvernig samningum við gætum náð? Sú andstaða, sem nú er uppi höfð, af hendi þeirra, er sömdu það, sem til var vitnað í skýrslunni tilgreindu, stangast á við þeirra eigin orð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Andstæðingar aðildarviðræðna við ESB hafa að undanförnu farið mikinn í fjölmiðlum, ekki síst í dagblöðum og á vefsíðum. Þar er víða haldið uppi hræðsluáróðri, ekki síst því, að einu gildi. um hvað verði samið við ESB, ekkert af því muni standa nema tímabundið. Talað er um, að samningar við ESB yrðu nánast einskis virði. Við, sem teljum að reyna eigi samninga, höfum hins vegar fullyrt, að það, sem kemst inn í aðildarsamning, haldi. Því sé óhætt að treysta. Ég rak nýlega augun í skýrslu Evrópunefndar, sem Davíð Oddsson forsætisráðherra, skipaði 8. júlí 2004 og skilaði greinargerð sinni í mars 2007. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra var skipaður formaður nefndarinnar, en auk hans voru þar Einar K. Guðfinnsson, Hjálmar Árnason, Jónína Bjartmarz, Össur Skarphéðinsson, Bryndís Hlöðversdóttir, Ragnar Arnalds, Katrín Jakobsdóttir og Brynjar Sindri Sigurðsson markaðsfræðingur. Bryndís Hlöðversdóttir hætti í nefndinni í desember 2006 og tók Ágúst Ólafur Ágústsson sæti hennar. Þetta er mikið mannval og ég vek sérstaka athygli á þeim Birni Bjarnasyni, Einari K. Guðfinnssyni og Ragnari Arnalds sökum málflutnings þeirra að undanförnu. Greinargerð nefndarinnar heitir „Tengsl Íslands og Evrópusambandsins" Nefndin virðist hafa unnið ágætt verk og kallað til ráðuneytis marga hina færustu sérfræðinga. Þar er tvennt, sem mér finnst mikilvægt að benda á einmitt nú. Á blaðsíðu 77 í skýrslunni stendur: „Mikilvægt er að hafa í huga að aðildarsamningar að ESB hafa sömu stöðu og stofnsáttmálar ESB 172 og því er ekki hægt að breyta ákvæðum þeirra, þar á meðal undanþágum eða sérákvæðum sem þar er kveðið á um, nema með samþykki allra aðildarríkja." Neðst á blaðsíðu 79 í sömu skýrslu stendur einnig: „Lagaleg staða undanþágu eða sérlausnar sem er í aðildarsamningi er sterk því aðildarsamningur hefur sama lagalega gildi og stofnsáttmálar ESB. Hið sama gildir um bókanir, en þær eru hluti af aðildarsamningum og hafa því sama lagalega gildi og þeir." Við þetta má svo bæta, að þeim, sem gerst þekkja til, er ekki kunnugt um neina varanlega lausn, sem hafi verið dæmd ógild eða vötnuð út af EB-dómstólnum. T.d. stendur tæplega fertug undanþága Dana um takmarkanir á fjárfestingum í sumarhúsum óhögguð enn í dag. Þetta er samhljóma við skrif okkar, sem viljum reyna samninga við ESB. Við ætlum ekki að semja auðlindir Íslands af okkur. Við viljum reyna að koma góðum ákvæðum um yfirráð okkar yfir þeim inn í aðildarsamning. Þá teljum við öllu óhætt. Andstæðingarnir reyna sem þeir geta að gera lítið úr orðum okkar. Ég sé þó ekki betur en þeirra eigin orð vitni gegn þeim í þessari merku skýrslu, sem hér var til vitnað. Ögmundur Jónasson birti svo nýlega grein í Mbl. „Virkisturn í norðri" heitir hún. Hann vænir ESB um ýmislegt í eftirfarandi málsgrein: „ En ekki mun standa á styrkveitingum - svona rétt á meðan verið er að tala okkur til. Hið sama gæti hent okkur og indíána Norður-Ameríku. Þeir töpuðu landinu en sátu uppi með glerperlur og eldvatn." Getur Ögmundur bent mér á einhver dæmi um, að slíkt hafi gerst í samskiptum ESB við aðildarlöndin? Ég þekki þau ekki, og geti hann ekki komið með dæmi, þá er þetta ekkert annað en ómálefnalegur hræðsluáróður. Haraldur Benediktsson, formaður Bændasamtakanna, hefur verið að gera sig gildandi á „Evrópuvaktinni". Hann lætur mikið af þekkingu sinni á reynslu Finna í landbúnaðarmálum eftir inngöngu þeirra í ESB. Hann segir þar m.a.: „Athyglisvert er að kynnast því viðhorfi, sem vitnar um reynslu þeirra af ýmsum „samningum" sem þeir töldu sig hafa gert við aðild. Fjölmörg sérákvæði, sem samið var um, hafa ekki reynst pappírsins virði. Þrátt fyrir undirskriftir og handsöl hafa stofnanir ESB fellt slíkt úr gildi vegna kröfunnar um jafnræði innan ESB." Undir allt þetta er tekið í leiðara Mbl. 3. ágúst sl. og það lofað sem mikið fagnaðarerindi fyrir andstæðinga ESB. En miðað við skýrslu Björns Bjarnasonar og nefndar hans, vaknar sá grunur, að þarna sé eitthvað frjálslega með farið. Þess vegna bið ég í allri hógværð um bitastæð og skjalfest dæmi frá Haraldi. Eins og ég hef áður sagt, þá á ég ekki sannleikann, en mig langar til að sannleikurinn eigi mig, einnig í þessu máli. Ég hygg, að fleirum en mér ofbjóði sá málflutningur, sem mest ber á um þessar mundir. Fullyrt er, að ekki þýði að semja, og verði samið, þá verði það einskis virði. ESB er í raun lýst eins og skrímsli, marghöfða óvætti, sem muni hremma okkar ágætu þjóð og matreiða hana eins og því þykir best. Samt eru þetta samtök, sem voru stofnuð til að efla frið, frjáls samskipti á sem flestum sviðum og efnahagslegan stöðugleika. Enginn hefur vænst fullkomleika í neinu af þessu, en staðreynd er, að frændum okkar Dönum og Svíum líður yfirleitt vel í þessu samfélagi og eru engu að tapa í sjálfsforræði sínu. Hví skyldum við ekki láta á það reyna, hvernig samningum við gætum náð? Sú andstaða, sem nú er uppi höfð, af hendi þeirra, er sömdu það, sem til var vitnað í skýrslunni tilgreindu, stangast á við þeirra eigin orð.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar