Bjarni Þór: Mikilvægast að ég spili reglulega Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 10. júní 2010 07:00 Bjarni í leik með U21 árs landsliði Íslands. GettyImages Bjarni Þór Viðarsson gekk í gær til liðs við belgíska úrvalsdeildarfélagið KV Mechelen og skrifaði undir þriggja ára samning. Hann lék síðast með KSV Roeselare sem féll úr sömu deild nú í vor. „Ég er mjög ánægður með þessa lendingu enda félag sem býr við stöðugleika og ætlar að reyna að bæta árangur síðasta tímabils," sagði Bjarni en Mechelen hafnaði í sjöunda sæti deildarinnar og var hársbreidd frá því að komast í Evrópudeild UEFA. „Þar að auki er þetta gamalt stórveldi hér í Belgíu," bætti hann við. Bjarna stóðu fleiri möguleikar til boða en hann ákvað að vera um kyrrt í Belgíu. „Ég talaði við önnur lið og það var líka einhver áhugi frá Þýskalandi. En ég vil vera hér áfram í 2-3 ár og ef vel gengur og mér tekst að skora einhver mörk þá verður eflaust fylgst vel með manni," sagði hann. „Það mikilvægasta er að ég fái áfram að spila reglulega. Ég fékk mikið að spila í Roeselare og það borgaði sig. Það hefði lítið gert fyrir mig að vera áfram í Twente og sitja bara á bekknum þar," sagði Bjarni en hann var áður á mála hjá Twente í Hollandi. „Ég tel að þetta sé rétt skref fyrir mig. Mér líst mjög vel á félagið og það sem þjálfarinn hafði fram að færa. Mechelen var óheppið að komast ekki í Evrópukeppnina nú og það verður markmið næsta tímabils. Liðið var svo í úrslitum bikarkeppninnar í fyrra og í undanúrslitunum nú í ár." Bjarni á að baki einn leik með A-landsliði Íslands en alls 50 leiki með yngri landsliðum. Í þeim skoraði hann sextán mörk. Hann hóf atvinnumannsferilinn hjá Everton í Englandi en fór þaðan til Hollands árið 2008. Íslenski boltinn Mest lesið Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Körfubolti Chelsea búið að kaupa Garnacho Enski boltinn Fleiri fréttir Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Amanda og félagar mæta Blikum Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Sjá meira
Bjarni Þór Viðarsson gekk í gær til liðs við belgíska úrvalsdeildarfélagið KV Mechelen og skrifaði undir þriggja ára samning. Hann lék síðast með KSV Roeselare sem féll úr sömu deild nú í vor. „Ég er mjög ánægður með þessa lendingu enda félag sem býr við stöðugleika og ætlar að reyna að bæta árangur síðasta tímabils," sagði Bjarni en Mechelen hafnaði í sjöunda sæti deildarinnar og var hársbreidd frá því að komast í Evrópudeild UEFA. „Þar að auki er þetta gamalt stórveldi hér í Belgíu," bætti hann við. Bjarna stóðu fleiri möguleikar til boða en hann ákvað að vera um kyrrt í Belgíu. „Ég talaði við önnur lið og það var líka einhver áhugi frá Þýskalandi. En ég vil vera hér áfram í 2-3 ár og ef vel gengur og mér tekst að skora einhver mörk þá verður eflaust fylgst vel með manni," sagði hann. „Það mikilvægasta er að ég fái áfram að spila reglulega. Ég fékk mikið að spila í Roeselare og það borgaði sig. Það hefði lítið gert fyrir mig að vera áfram í Twente og sitja bara á bekknum þar," sagði Bjarni en hann var áður á mála hjá Twente í Hollandi. „Ég tel að þetta sé rétt skref fyrir mig. Mér líst mjög vel á félagið og það sem þjálfarinn hafði fram að færa. Mechelen var óheppið að komast ekki í Evrópukeppnina nú og það verður markmið næsta tímabils. Liðið var svo í úrslitum bikarkeppninnar í fyrra og í undanúrslitunum nú í ár." Bjarni á að baki einn leik með A-landsliði Íslands en alls 50 leiki með yngri landsliðum. Í þeim skoraði hann sextán mörk. Hann hóf atvinnumannsferilinn hjá Everton í Englandi en fór þaðan til Hollands árið 2008.
Íslenski boltinn Mest lesið Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Körfubolti Chelsea búið að kaupa Garnacho Enski boltinn Fleiri fréttir Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Amanda og félagar mæta Blikum Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Sjá meira