Umfjöllun: Njarðvík númeri of stórt fyrir Stjörnuna Henry Birgir Gunnarsson skrifar 1. apríl 2010 20:49 Njarðvík er komið í undanúrslit Iceland Express-deildar karla eftir sigur á Stjörnunni, 72-88, í oddaleik í Ásgarði í kvöld. Njarðvík mætir Keflavík í undanúrslitunum. Leikurinn byrjaði með miklum látum. Mikill hraði í leik beggja liða og menn ófeimnir við að fara upp í þriggja stiga skotin. Jóhann Árni í aðalhlutverki hjá Njarðvík framan af og Jovan hinum megin. Báðir komnir með tíu stig áður en leikhlutinn var allur. Jovan spilaði reyndar eins og hann væri andsetinn en honum héldu engin bönd. Hann skoraði 17 af 23 stigum Stjörnunnar í fyrsta leikhluta en heimamenn leiddu eftir hann 23-21. Stjörnumenn héldu Njarðvík í hæfilegri fjarlægð nær allan annan leikhluta. Þá datt Nick Bradford loks í gírinn, sullaði niður tveim þriggja stiga körfum og leikurinn jafnaðist. Eins stigs munur í leikhléi, 45-44, og allt opið. Stjörnumenn voru með 75 prósent skotnýtingu í tveggja stiga skotum í fyrri hálfleik. Þann hita komu þeir ekki með á völlinn í síðari hálfleik þar sem þeir voru algjörlega meðvitundarlausir í upphafi hálfleiksins. Skoruðu aðeins tvö stig á fyrstu fimm mínútunum, voru hikandi í sóknarleik sínum og að taka slæm skot. Njarðvík gekk á lagið og náði fínni forystu, 47-56, en þá var Teiti Örlygssyni, þjálfara Stjörnunnar, nóg boðið og hann tók leikhlé. Leikur liðsins skánaði nokkuð eftir leikhléið en ekki nóg. Njarðvík með fína forystu fyrir lokaleikhlutann, 58-67. Njarðvíkingar komu funheitir út í lokaleikhlutann, röðuðu niður þriggja stiga körfum í bunkum og í raun kláruðu leikinn. Stjörnumenn reyndu hvað þeir gátu en þeir voru einfaldlega slakari en Njarðvíkingar sem eru verðskuldað komnir áfram. Jovan hélt Stjörnunni á floti lengi vel en þegar hann kólnaði steig enginn leikmaður upp hjá Stjörnunni. Shouse átti sína spretti en aðrir leikmenn einfaldlega slakir. Það gengur aldrei upp gegn liði eins og Njarðvík. Það voru aftur á móti margir menn að spila vel hjá Njarðvík. Jóhann Árni sterkur allan leikinn sem og gamli maðurinn Friðrik Stefánsson sem var magnaður. Skoraði meira að segja þriggja stiga körfu. Magnús kom upp í síðari hálfleik og Bradford var drjúgur. Stjarnan-Njarðvík 72-88 Stjarnan: Jovan Zdravevski 23/4 fráköst, Justin Shouse 20/4 fráköst/10 stoðsendingar, Djorde Pantelic 9/10 fráköst/4 varin skot, Fannar Freyr Helgason 8, Magnús Helgason 6/6 fráköst, Kjartan Atli Kjartansson 4, Guðjón Lárusson 2. Njarðvík: Magnús Þór Gunnarsson 20/4 fráköst, Jóhann Árni Ólafsson 20/6 fráköst, Friðrik E. Stefánsson 20/9 fráköst, Nick Bradford 13/4 fráköst/5 stoðsendingar, Páll Kristinsson 6, Hjörtur Hrafn Einarsson 5, Rúnar Ingi Erlingsson 4. Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri Körfubolti „Þá er erfitt að spila hér“ Körfubolti Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport „Fannst þetta full mikil brekka“ Körfubolti Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Íslenski boltinn Afturelding áfram með fullt hús stiga Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Sjá meira
Njarðvík er komið í undanúrslit Iceland Express-deildar karla eftir sigur á Stjörnunni, 72-88, í oddaleik í Ásgarði í kvöld. Njarðvík mætir Keflavík í undanúrslitunum. Leikurinn byrjaði með miklum látum. Mikill hraði í leik beggja liða og menn ófeimnir við að fara upp í þriggja stiga skotin. Jóhann Árni í aðalhlutverki hjá Njarðvík framan af og Jovan hinum megin. Báðir komnir með tíu stig áður en leikhlutinn var allur. Jovan spilaði reyndar eins og hann væri andsetinn en honum héldu engin bönd. Hann skoraði 17 af 23 stigum Stjörnunnar í fyrsta leikhluta en heimamenn leiddu eftir hann 23-21. Stjörnumenn héldu Njarðvík í hæfilegri fjarlægð nær allan annan leikhluta. Þá datt Nick Bradford loks í gírinn, sullaði niður tveim þriggja stiga körfum og leikurinn jafnaðist. Eins stigs munur í leikhléi, 45-44, og allt opið. Stjörnumenn voru með 75 prósent skotnýtingu í tveggja stiga skotum í fyrri hálfleik. Þann hita komu þeir ekki með á völlinn í síðari hálfleik þar sem þeir voru algjörlega meðvitundarlausir í upphafi hálfleiksins. Skoruðu aðeins tvö stig á fyrstu fimm mínútunum, voru hikandi í sóknarleik sínum og að taka slæm skot. Njarðvík gekk á lagið og náði fínni forystu, 47-56, en þá var Teiti Örlygssyni, þjálfara Stjörnunnar, nóg boðið og hann tók leikhlé. Leikur liðsins skánaði nokkuð eftir leikhléið en ekki nóg. Njarðvík með fína forystu fyrir lokaleikhlutann, 58-67. Njarðvíkingar komu funheitir út í lokaleikhlutann, röðuðu niður þriggja stiga körfum í bunkum og í raun kláruðu leikinn. Stjörnumenn reyndu hvað þeir gátu en þeir voru einfaldlega slakari en Njarðvíkingar sem eru verðskuldað komnir áfram. Jovan hélt Stjörnunni á floti lengi vel en þegar hann kólnaði steig enginn leikmaður upp hjá Stjörnunni. Shouse átti sína spretti en aðrir leikmenn einfaldlega slakir. Það gengur aldrei upp gegn liði eins og Njarðvík. Það voru aftur á móti margir menn að spila vel hjá Njarðvík. Jóhann Árni sterkur allan leikinn sem og gamli maðurinn Friðrik Stefánsson sem var magnaður. Skoraði meira að segja þriggja stiga körfu. Magnús kom upp í síðari hálfleik og Bradford var drjúgur. Stjarnan-Njarðvík 72-88 Stjarnan: Jovan Zdravevski 23/4 fráköst, Justin Shouse 20/4 fráköst/10 stoðsendingar, Djorde Pantelic 9/10 fráköst/4 varin skot, Fannar Freyr Helgason 8, Magnús Helgason 6/6 fráköst, Kjartan Atli Kjartansson 4, Guðjón Lárusson 2. Njarðvík: Magnús Þór Gunnarsson 20/4 fráköst, Jóhann Árni Ólafsson 20/6 fráköst, Friðrik E. Stefánsson 20/9 fráköst, Nick Bradford 13/4 fráköst/5 stoðsendingar, Páll Kristinsson 6, Hjörtur Hrafn Einarsson 5, Rúnar Ingi Erlingsson 4.
Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri Körfubolti „Þá er erfitt að spila hér“ Körfubolti Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport „Fannst þetta full mikil brekka“ Körfubolti Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Íslenski boltinn Afturelding áfram með fullt hús stiga Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Sjá meira