Er ekki lýðræði í Hafnarfirði? 17. júní 2010 06:00 Það er alveg ljóst að lýðræðið í Hafnarfjarðarbæ er ekki að virka. Gengið var til sveitarstjórnarkosninga, þar sem Samfylkingunni og Lúðvíki Geirssyni bæjarstjóra var hafnað, en SAMT skulu sömu menn sitja áfram í bæjarstjórn með sama bæjarstjóra. Hvað er það sem oddviti vinstri grænna og Samfylkingin skilja ekki? Kröfur kjósenda um breytingar Í Hafnarfirði eru skýrar. Kjörsóknin var dræm eins og raun ber vitni - aðeins 65%, auðir seðlar voru óvenju margir og meirihluti Samfylkingar hélt ekki velli! Það var grátbroslegt að fylgjast með sjálfsþægingu Lúðvíks Geirssonar, fyrrverandi og núverandi bæjarstjóra, í kosningabaráttunni, þar sem hann hélt því fram að kosningarnar í Hafnarfirði snerust um hann. Er það ekki mikillæti að halda þessu fram? Verður maður ekki að vona að kjósendur hafi vit til að kjósa um málefnin og árangur bæjarstjórnarinnar? Ef hins vegar kosningar hefðu snúist um hann eins og hann hélt sjálfur fram, þá hlýtur Lúðvík fyrstur manna að viðurkenna að honum hafi skýrt og skorinort verið HAFNAÐ! Hann bauð sig fram í 6. sætið, fékk ekki kosningu og ætti því að detta úr bæjarstjórn. Í ljósi þessa þá hlýtur maður að spyrja - af hverju kemst Lúðvík í og þiggur bæjarstjórastólinn þrátt fyrir mikið afhroð? Það er líka vert að velta því fyrir sér hvað oddviti vinstri grænna, Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, er að hugsa. Af hverju tekur hún ekki bæjarstjórastólinn strax eða lætur hann í hendur þeirra sem hafa verið kosnir til þess? Þarf hún tveggja ára starfskynningu á störfum bæjarstjóra eins og hún hefur haldið fram? Er hún ekki búin að vera í bæjarstjórn í fjögur ár og á því að vera fullkunnugt um það í hverju starf bæjarstjóra felst - að minnsta kosti í grófum dráttum? Ef hún getur ekki lært það á fjórum árum, hvernig getur hún það þá á tveimur? Kannski er hún ekki til þess fallin að taka við þessari stöðu ef hún treystir sér ekki í hana eftir fjögra ára veru í bæjarstjórn. Sérkennileg er einnig sú staða að vinstri grænir skuli hafa aðeins einn bæjarfulltrúa sem kemst í þá oddastöðu að einn af ellefu skuli ráða útkomu bæjarstjórnar? Skynsamlegra hefði verið að ráða ópólitískan bæjarstjóra til að fara þó að minnsta kosti að vilja kjósenda og sýna lýðræðið í verki. Þegar skoðaður er ferill meirihluta Samfylkingar í bæjarstjórn Hafnarfjarðar eru ýmsar spurningar sem vakna um ákvarðanir og forgangsröðun. Sveitarfélagið hefur aldrei staðið eins illa fjárhagslega og nú í tíð meirihluta Samfylkingar og því er það kostulegt það sem fram kemur í yfirlýsingu nýja meirihlutans: „Nýi meirihlutinn mun leggja ríka áherslu á að … og tryggja um leið ábyrga fjármálastjórnun." Þetta sama fólk og sami bæjarstjóri var við stjórnvölinn áður, en sérstök eftirlitsnefnd um fjármál sveitarfélaga hefur haft fjárhagsstöðu sveitarfélagsins undir eftirliti vegna þess að skuldir og skuldbindingar þykja vera úr hófi fram! Því er ekki annað en hægt að velta fyrir sér hæfi oddvita vinstri grænna sem segir í fréttatíma sjónvarps að vegna þess að sveitarfélagið standi svo illa þurfi að koma til reyndur bæjarstjóri! Sem sagt bæjarstjórinn sem borið hefur ábyrgð á fjárhagsstöðu bæjarins. Hefur hún ekki fylgst með hvað hefur verið að gerast í bæjarstjórninni undanfarin fjögur ár, þar sem hún hefur setið? Samfylkingin hefur staðið sig hörmulega í ríkisstjórn og hún hefur staðið sig hörmulega í bæjarstjórninni í Hafnarfirði. Meirihlutanum var hafnað og ekki síst bæjarstjóranum. Hvers vegna eru kröfur kjósenda ekki virtar? Er verið að hafa kjósendur að fíflum? Að lokum verð ég að gera athugasemdir við það að fjölmiðlar hafa ekki séð ástæðu til að fjalla um þennan undarlega gjörning í bæjarmálunum í Hafnarfirði og því hlýtur sú spurning að vakna hvort fjölmiðlar hefðu farið fram með meira offorsi ef umræddur fallisti í bæjarstjórn hefði komið úr röðum Sjálfstæðisflokks en ekki Samfylkingar? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun Skoðun Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson skrifar Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Sjá meira
Það er alveg ljóst að lýðræðið í Hafnarfjarðarbæ er ekki að virka. Gengið var til sveitarstjórnarkosninga, þar sem Samfylkingunni og Lúðvíki Geirssyni bæjarstjóra var hafnað, en SAMT skulu sömu menn sitja áfram í bæjarstjórn með sama bæjarstjóra. Hvað er það sem oddviti vinstri grænna og Samfylkingin skilja ekki? Kröfur kjósenda um breytingar Í Hafnarfirði eru skýrar. Kjörsóknin var dræm eins og raun ber vitni - aðeins 65%, auðir seðlar voru óvenju margir og meirihluti Samfylkingar hélt ekki velli! Það var grátbroslegt að fylgjast með sjálfsþægingu Lúðvíks Geirssonar, fyrrverandi og núverandi bæjarstjóra, í kosningabaráttunni, þar sem hann hélt því fram að kosningarnar í Hafnarfirði snerust um hann. Er það ekki mikillæti að halda þessu fram? Verður maður ekki að vona að kjósendur hafi vit til að kjósa um málefnin og árangur bæjarstjórnarinnar? Ef hins vegar kosningar hefðu snúist um hann eins og hann hélt sjálfur fram, þá hlýtur Lúðvík fyrstur manna að viðurkenna að honum hafi skýrt og skorinort verið HAFNAÐ! Hann bauð sig fram í 6. sætið, fékk ekki kosningu og ætti því að detta úr bæjarstjórn. Í ljósi þessa þá hlýtur maður að spyrja - af hverju kemst Lúðvík í og þiggur bæjarstjórastólinn þrátt fyrir mikið afhroð? Það er líka vert að velta því fyrir sér hvað oddviti vinstri grænna, Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, er að hugsa. Af hverju tekur hún ekki bæjarstjórastólinn strax eða lætur hann í hendur þeirra sem hafa verið kosnir til þess? Þarf hún tveggja ára starfskynningu á störfum bæjarstjóra eins og hún hefur haldið fram? Er hún ekki búin að vera í bæjarstjórn í fjögur ár og á því að vera fullkunnugt um það í hverju starf bæjarstjóra felst - að minnsta kosti í grófum dráttum? Ef hún getur ekki lært það á fjórum árum, hvernig getur hún það þá á tveimur? Kannski er hún ekki til þess fallin að taka við þessari stöðu ef hún treystir sér ekki í hana eftir fjögra ára veru í bæjarstjórn. Sérkennileg er einnig sú staða að vinstri grænir skuli hafa aðeins einn bæjarfulltrúa sem kemst í þá oddastöðu að einn af ellefu skuli ráða útkomu bæjarstjórnar? Skynsamlegra hefði verið að ráða ópólitískan bæjarstjóra til að fara þó að minnsta kosti að vilja kjósenda og sýna lýðræðið í verki. Þegar skoðaður er ferill meirihluta Samfylkingar í bæjarstjórn Hafnarfjarðar eru ýmsar spurningar sem vakna um ákvarðanir og forgangsröðun. Sveitarfélagið hefur aldrei staðið eins illa fjárhagslega og nú í tíð meirihluta Samfylkingar og því er það kostulegt það sem fram kemur í yfirlýsingu nýja meirihlutans: „Nýi meirihlutinn mun leggja ríka áherslu á að … og tryggja um leið ábyrga fjármálastjórnun." Þetta sama fólk og sami bæjarstjóri var við stjórnvölinn áður, en sérstök eftirlitsnefnd um fjármál sveitarfélaga hefur haft fjárhagsstöðu sveitarfélagsins undir eftirliti vegna þess að skuldir og skuldbindingar þykja vera úr hófi fram! Því er ekki annað en hægt að velta fyrir sér hæfi oddvita vinstri grænna sem segir í fréttatíma sjónvarps að vegna þess að sveitarfélagið standi svo illa þurfi að koma til reyndur bæjarstjóri! Sem sagt bæjarstjórinn sem borið hefur ábyrgð á fjárhagsstöðu bæjarins. Hefur hún ekki fylgst með hvað hefur verið að gerast í bæjarstjórninni undanfarin fjögur ár, þar sem hún hefur setið? Samfylkingin hefur staðið sig hörmulega í ríkisstjórn og hún hefur staðið sig hörmulega í bæjarstjórninni í Hafnarfirði. Meirihlutanum var hafnað og ekki síst bæjarstjóranum. Hvers vegna eru kröfur kjósenda ekki virtar? Er verið að hafa kjósendur að fíflum? Að lokum verð ég að gera athugasemdir við það að fjölmiðlar hafa ekki séð ástæðu til að fjalla um þennan undarlega gjörning í bæjarmálunum í Hafnarfirði og því hlýtur sú spurning að vakna hvort fjölmiðlar hefðu farið fram með meira offorsi ef umræddur fallisti í bæjarstjórn hefði komið úr röðum Sjálfstæðisflokks en ekki Samfylkingar?
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun
Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar
Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun