Mælikvarðar lífsgæða og velferðar Svandís Svavarsdóttir skrifar 20. október 2010 06:00 Mannkynið stendur á tímamótum í samskiptum sínum við náttúruna. Við göngum hratt á óendurnýjanlegar auðlindir, fjölgun mannkyns er hömlulaus og áhrif okkar á umhverfið virðast takmarkalaus. Okkur Íslendingum hættir til að álykta að þetta eigi ekki við um okkur og að við séum heimsbyggðinni til mikillar fyrirmyndar. En það er öðru nær ef marka má niðurstöður Sigurðar Eybergs Jóhannessonar og dr. Brynhildar Davíðsdóttur, dósents við Háskóla Íslands, á vistspori Íslendinga, en sá mælikvarði hefur aldrei áður verið lagður á íslenskt samfélag. 21 JörðNiðurstöðurnar eru sláandi. Það þyrfti 21 Jörð ef allt mannkynið lifði við sömu kjör og Íslendingar. Við sláum öll fyrri met hvað þetta varðar. Fræðimönnunum sem gerðu útreikningana leist nú ekki betur en svo á niðurstöðuna að þeir prófuðu að taka fiskveiðar út úr jöfnunni. Þá varð niðurstaðan sú að mannkynið þyrfti sex Jarðir ef allir nýttu náttúruauðlindir af sama kappi og við. Auðvitað eru útreikningar sem þessir umdeilanlegir en þeir gefa okkur engu að síður ákveðna hugmynd um það hver staða okkar er í heiminum, hversu rík við erum af náttúruauðlindum og hversu langt við höfum gengið nú þegar í því að nýta þær. Að mínu mati þurfum við að temja okkur meiri hófsemd og meiri aga. Við þurfum ekki að gleypa allt sem á vegi okkar verður, eins og Andri Snær Magnason minnti okkur svo eftirminnilega á í greininni Í landi hinna klikkuðu karlmanna: „Við erum nú þegar með allt sem nútímasamfélag þarfnast. Það þarf bara að sinna því sem við höfum þegar byggt upp, fá arð af því sem þegar hefur verið virkjað og fara betur með það sem þegar hefur fiskast." Það er hárrétt hjá Andra, við þurfum ekki alltaf að virkja meira og veiða meira. Það sem okkur vantar raunverulega meira af eru gæði, gæði í nýtingu, gæði í framleiðslu, gæði í stjórnsýslu og síðast en ekki síst lífsgæði. Nýir mælikvarðarÞví er haldið fram að lífsgæði almennings verði ekki aukin nema með auknum hagvexti. En það er ekki beint orsakasamhengi milli hagvaxtar og aukinna lífsgæða. Samkvæmt Stöðuskýrslu Félagsvísindastofnunar og Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands frá árinu 2009 jókst ójöfnuður á tímum mikils hagvaxtar árin fyrir hrun. Ójöfnuðurinn jókst hraðar hér en í öðrum löndum þegar ráðstöfunartekjur tekjuhæsta hópsins hækkuðu langt umfram aðra hópa í samfélaginu. Þá vekur athygli að í hagvextinum miðjum jókst notkun geðlyfja og var notkun þeirra hér á landi mun tíðari en í hinum OECD-löndunum. Niðurstöður umræddrar skýrslu benda til að áherslur áranna fyrir hrun hafi ekki aukið lífsánægju Íslendinga. Við hljótum því að spyrja okkur hvort réttir mælikvarðar séu notaðir þegar hagsæld þjóðarinnar er metin. Það er ein mikilvægasta spurningin sem við þurfum að svara við endurreisn samfélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Svandís Svavarsdóttir Mest lesið Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Sjá meira
Mannkynið stendur á tímamótum í samskiptum sínum við náttúruna. Við göngum hratt á óendurnýjanlegar auðlindir, fjölgun mannkyns er hömlulaus og áhrif okkar á umhverfið virðast takmarkalaus. Okkur Íslendingum hættir til að álykta að þetta eigi ekki við um okkur og að við séum heimsbyggðinni til mikillar fyrirmyndar. En það er öðru nær ef marka má niðurstöður Sigurðar Eybergs Jóhannessonar og dr. Brynhildar Davíðsdóttur, dósents við Háskóla Íslands, á vistspori Íslendinga, en sá mælikvarði hefur aldrei áður verið lagður á íslenskt samfélag. 21 JörðNiðurstöðurnar eru sláandi. Það þyrfti 21 Jörð ef allt mannkynið lifði við sömu kjör og Íslendingar. Við sláum öll fyrri met hvað þetta varðar. Fræðimönnunum sem gerðu útreikningana leist nú ekki betur en svo á niðurstöðuna að þeir prófuðu að taka fiskveiðar út úr jöfnunni. Þá varð niðurstaðan sú að mannkynið þyrfti sex Jarðir ef allir nýttu náttúruauðlindir af sama kappi og við. Auðvitað eru útreikningar sem þessir umdeilanlegir en þeir gefa okkur engu að síður ákveðna hugmynd um það hver staða okkar er í heiminum, hversu rík við erum af náttúruauðlindum og hversu langt við höfum gengið nú þegar í því að nýta þær. Að mínu mati þurfum við að temja okkur meiri hófsemd og meiri aga. Við þurfum ekki að gleypa allt sem á vegi okkar verður, eins og Andri Snær Magnason minnti okkur svo eftirminnilega á í greininni Í landi hinna klikkuðu karlmanna: „Við erum nú þegar með allt sem nútímasamfélag þarfnast. Það þarf bara að sinna því sem við höfum þegar byggt upp, fá arð af því sem þegar hefur verið virkjað og fara betur með það sem þegar hefur fiskast." Það er hárrétt hjá Andra, við þurfum ekki alltaf að virkja meira og veiða meira. Það sem okkur vantar raunverulega meira af eru gæði, gæði í nýtingu, gæði í framleiðslu, gæði í stjórnsýslu og síðast en ekki síst lífsgæði. Nýir mælikvarðarÞví er haldið fram að lífsgæði almennings verði ekki aukin nema með auknum hagvexti. En það er ekki beint orsakasamhengi milli hagvaxtar og aukinna lífsgæða. Samkvæmt Stöðuskýrslu Félagsvísindastofnunar og Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands frá árinu 2009 jókst ójöfnuður á tímum mikils hagvaxtar árin fyrir hrun. Ójöfnuðurinn jókst hraðar hér en í öðrum löndum þegar ráðstöfunartekjur tekjuhæsta hópsins hækkuðu langt umfram aðra hópa í samfélaginu. Þá vekur athygli að í hagvextinum miðjum jókst notkun geðlyfja og var notkun þeirra hér á landi mun tíðari en í hinum OECD-löndunum. Niðurstöður umræddrar skýrslu benda til að áherslur áranna fyrir hrun hafi ekki aukið lífsánægju Íslendinga. Við hljótum því að spyrja okkur hvort réttir mælikvarðar séu notaðir þegar hagsæld þjóðarinnar er metin. Það er ein mikilvægasta spurningin sem við þurfum að svara við endurreisn samfélagsins.
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun