Mælikvarðar lífsgæða og velferðar Svandís Svavarsdóttir skrifar 20. október 2010 06:00 Mannkynið stendur á tímamótum í samskiptum sínum við náttúruna. Við göngum hratt á óendurnýjanlegar auðlindir, fjölgun mannkyns er hömlulaus og áhrif okkar á umhverfið virðast takmarkalaus. Okkur Íslendingum hættir til að álykta að þetta eigi ekki við um okkur og að við séum heimsbyggðinni til mikillar fyrirmyndar. En það er öðru nær ef marka má niðurstöður Sigurðar Eybergs Jóhannessonar og dr. Brynhildar Davíðsdóttur, dósents við Háskóla Íslands, á vistspori Íslendinga, en sá mælikvarði hefur aldrei áður verið lagður á íslenskt samfélag. 21 JörðNiðurstöðurnar eru sláandi. Það þyrfti 21 Jörð ef allt mannkynið lifði við sömu kjör og Íslendingar. Við sláum öll fyrri met hvað þetta varðar. Fræðimönnunum sem gerðu útreikningana leist nú ekki betur en svo á niðurstöðuna að þeir prófuðu að taka fiskveiðar út úr jöfnunni. Þá varð niðurstaðan sú að mannkynið þyrfti sex Jarðir ef allir nýttu náttúruauðlindir af sama kappi og við. Auðvitað eru útreikningar sem þessir umdeilanlegir en þeir gefa okkur engu að síður ákveðna hugmynd um það hver staða okkar er í heiminum, hversu rík við erum af náttúruauðlindum og hversu langt við höfum gengið nú þegar í því að nýta þær. Að mínu mati þurfum við að temja okkur meiri hófsemd og meiri aga. Við þurfum ekki að gleypa allt sem á vegi okkar verður, eins og Andri Snær Magnason minnti okkur svo eftirminnilega á í greininni Í landi hinna klikkuðu karlmanna: „Við erum nú þegar með allt sem nútímasamfélag þarfnast. Það þarf bara að sinna því sem við höfum þegar byggt upp, fá arð af því sem þegar hefur verið virkjað og fara betur með það sem þegar hefur fiskast." Það er hárrétt hjá Andra, við þurfum ekki alltaf að virkja meira og veiða meira. Það sem okkur vantar raunverulega meira af eru gæði, gæði í nýtingu, gæði í framleiðslu, gæði í stjórnsýslu og síðast en ekki síst lífsgæði. Nýir mælikvarðarÞví er haldið fram að lífsgæði almennings verði ekki aukin nema með auknum hagvexti. En það er ekki beint orsakasamhengi milli hagvaxtar og aukinna lífsgæða. Samkvæmt Stöðuskýrslu Félagsvísindastofnunar og Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands frá árinu 2009 jókst ójöfnuður á tímum mikils hagvaxtar árin fyrir hrun. Ójöfnuðurinn jókst hraðar hér en í öðrum löndum þegar ráðstöfunartekjur tekjuhæsta hópsins hækkuðu langt umfram aðra hópa í samfélaginu. Þá vekur athygli að í hagvextinum miðjum jókst notkun geðlyfja og var notkun þeirra hér á landi mun tíðari en í hinum OECD-löndunum. Niðurstöður umræddrar skýrslu benda til að áherslur áranna fyrir hrun hafi ekki aukið lífsánægju Íslendinga. Við hljótum því að spyrja okkur hvort réttir mælikvarðar séu notaðir þegar hagsæld þjóðarinnar er metin. Það er ein mikilvægasta spurningin sem við þurfum að svara við endurreisn samfélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Svandís Svavarsdóttir Mest lesið Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason skrifar Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Sjá meira
Mannkynið stendur á tímamótum í samskiptum sínum við náttúruna. Við göngum hratt á óendurnýjanlegar auðlindir, fjölgun mannkyns er hömlulaus og áhrif okkar á umhverfið virðast takmarkalaus. Okkur Íslendingum hættir til að álykta að þetta eigi ekki við um okkur og að við séum heimsbyggðinni til mikillar fyrirmyndar. En það er öðru nær ef marka má niðurstöður Sigurðar Eybergs Jóhannessonar og dr. Brynhildar Davíðsdóttur, dósents við Háskóla Íslands, á vistspori Íslendinga, en sá mælikvarði hefur aldrei áður verið lagður á íslenskt samfélag. 21 JörðNiðurstöðurnar eru sláandi. Það þyrfti 21 Jörð ef allt mannkynið lifði við sömu kjör og Íslendingar. Við sláum öll fyrri met hvað þetta varðar. Fræðimönnunum sem gerðu útreikningana leist nú ekki betur en svo á niðurstöðuna að þeir prófuðu að taka fiskveiðar út úr jöfnunni. Þá varð niðurstaðan sú að mannkynið þyrfti sex Jarðir ef allir nýttu náttúruauðlindir af sama kappi og við. Auðvitað eru útreikningar sem þessir umdeilanlegir en þeir gefa okkur engu að síður ákveðna hugmynd um það hver staða okkar er í heiminum, hversu rík við erum af náttúruauðlindum og hversu langt við höfum gengið nú þegar í því að nýta þær. Að mínu mati þurfum við að temja okkur meiri hófsemd og meiri aga. Við þurfum ekki að gleypa allt sem á vegi okkar verður, eins og Andri Snær Magnason minnti okkur svo eftirminnilega á í greininni Í landi hinna klikkuðu karlmanna: „Við erum nú þegar með allt sem nútímasamfélag þarfnast. Það þarf bara að sinna því sem við höfum þegar byggt upp, fá arð af því sem þegar hefur verið virkjað og fara betur með það sem þegar hefur fiskast." Það er hárrétt hjá Andra, við þurfum ekki alltaf að virkja meira og veiða meira. Það sem okkur vantar raunverulega meira af eru gæði, gæði í nýtingu, gæði í framleiðslu, gæði í stjórnsýslu og síðast en ekki síst lífsgæði. Nýir mælikvarðarÞví er haldið fram að lífsgæði almennings verði ekki aukin nema með auknum hagvexti. En það er ekki beint orsakasamhengi milli hagvaxtar og aukinna lífsgæða. Samkvæmt Stöðuskýrslu Félagsvísindastofnunar og Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands frá árinu 2009 jókst ójöfnuður á tímum mikils hagvaxtar árin fyrir hrun. Ójöfnuðurinn jókst hraðar hér en í öðrum löndum þegar ráðstöfunartekjur tekjuhæsta hópsins hækkuðu langt umfram aðra hópa í samfélaginu. Þá vekur athygli að í hagvextinum miðjum jókst notkun geðlyfja og var notkun þeirra hér á landi mun tíðari en í hinum OECD-löndunum. Niðurstöður umræddrar skýrslu benda til að áherslur áranna fyrir hrun hafi ekki aukið lífsánægju Íslendinga. Við hljótum því að spyrja okkur hvort réttir mælikvarðar séu notaðir þegar hagsæld þjóðarinnar er metin. Það er ein mikilvægasta spurningin sem við þurfum að svara við endurreisn samfélagsins.
Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun