Ekki meir, ekki meir Svavar Gestsson skrifar 7. október 2010 06:00 Nú er sú tíð að Íslendingar eiga bara eina fasteign saman sem ekki verður metin til fjár; það er alþingishúsið. Nú virðist sterk samstaða um þetta hús, það er að segja um að það megi kasta í það skít. Enginn mótmælir því. Ekki alþingismennirnir sem starfa þar, ekki fjölmiðlarnir. Er það kanski komið í lög að alþingishúsið megi eyðileggja með drullukasti. Hvar er húsfriðunarnefnd? Það er verið að bera fólk út. Fólk á ekki fyrir mat. Það eru langar biðraðir eftir mat. Neyðin hefur kvatt dyra á þúsundum íslenskra heimila. Í örvinglan er fólk að kasta tómatsósu í alþingishúsið. Hvað hefur alþingishúsið gert fólki? Alþingishúsið er ekki sökudólgurinn. Er alþingishúsið tákn fyrir valdið? Þarf þá ekki að muna að Alþingi er líka tákn fyrir það vald sem við sóttum af Dönum fyrir 66 árum? Þarf ekki að hafa í huga að alþingishúsið er aðsetur lýðræðisins og lýðræðið er besta stjórnarformið sem hefur verið fundið upp nokkru sinni? Alþingi er tákn þess valds sem við eigum að hafa vit á að hafa fyrir okkur sjálf. En valdið sem er vandamál í dag er auðvaldið - ekki Alþingi. Það er auðvaldið sem ber ábyrgð á hruninu. Auðvaldið á ekki heima í alþingishúsinu nema kanski innan í einum og einum þingmanni. Vel á minnst: Af hverju tekur enginn alþingismaður upp hanskann fyrir alþingishúsið? Af hverju reynir enginn að útskýra hlutverk Alþingis og alþingishússins? Fjöldi fólks öskrar í hljóðnemana að það eigi að leggja Alþingi niður, að það eigi að loka Alþingi. Viljum við einræði? Nei, við viljum ekki einræði. Það er ekki í lagi að henda skít í alþingishúsið. Það er ofbeldisaðgerð. Það er ekki í lagi að trufla Alþingi að störfum. Alþingi á að starfa - á að tala og á að komast að niðurstöðum. Hámark hinna undarlegu viðburða er þó þingmaðurinn sem tekur sér leyfi frá þingstörfum og tekur inn varamann og mætir á Austurvöll til að berja tunnur. Á kanski að flytja Alþingi í burtu, vestur á firði? Á að byggja plexíglerhús yfir alþingishúsið og kannski dómkirkjuna í leiðinni? Á Alþingi kanski að funda í tjaldi sem er færanlegt? Eða er það kanski lausn að leyfa alþingishúsinu að vera með ummerkjunum áfram, að láta sturta yfir það rusli og skít, dag eftir dag, nótt eftir nótt? Því meira því betra. Og safna skítnum saman í hauga. Er það ekki falleg tilhugsun þegar skítahaugarnir eru orðnir svo háir að það sést ekki í alþingishúsið lengur? Leysir það vandann að stafla fleiri tunnum fyrir utan þinghúsið svo fleiri geti komið og lamið? Vilja kanski fleiri þingmenn taka sér frí frá þingstörfum til að berja tunnur fyrir utan alþingishúsið? Það er þekktur málsháttur að það glymur hæst í tómri tunnu. Sá málsháttur átti við innantómt fólk. Á kanski að halda upp á 200 ára ártíð Jóns Sigurðssonar með því að eyðileggja alþingishúsið þetta örhýsi lýðræðisins á Íslandi? Það er úrslitaatriði fyrir íslenska alþýðu að hún eigi sér virkt lýðræði og þingræði. Það getur verið að auðstéttin lifi þetta allt af og hún flytji úr landi ef illa fer. Hún hefur arðrænt samfélagið í áratugi og hún bíður greinilega blóðþyrst eftir því að fá að ráða öllu aftur. Alþingishúsið breytir engu fyrir hana. En það er úrslitaatriði fyrir kjör almennings á Íslandi að fólk geti knúið fram með félagslegum hætti ákvarðanir í sína þágu - á Alþingi. Það á að safna liði með skipulegum hætti og berjast fyrir bættu þjóðfélagi, gegn auðvaldinu og umboðsmönnum hennar. Það leysir engan vanda að kasta grjóti, drullu og matarafgöngum í alþingishúsið eða dómkirkjuna. Ekki meir, ekki meir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svavar Gestsson Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir skrifar Skoðun Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Verðbólga og græðgi Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Rangfærsluvaðall Hjartar J. Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þakkir til þjóðar Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Sjá meira
Nú er sú tíð að Íslendingar eiga bara eina fasteign saman sem ekki verður metin til fjár; það er alþingishúsið. Nú virðist sterk samstaða um þetta hús, það er að segja um að það megi kasta í það skít. Enginn mótmælir því. Ekki alþingismennirnir sem starfa þar, ekki fjölmiðlarnir. Er það kanski komið í lög að alþingishúsið megi eyðileggja með drullukasti. Hvar er húsfriðunarnefnd? Það er verið að bera fólk út. Fólk á ekki fyrir mat. Það eru langar biðraðir eftir mat. Neyðin hefur kvatt dyra á þúsundum íslenskra heimila. Í örvinglan er fólk að kasta tómatsósu í alþingishúsið. Hvað hefur alþingishúsið gert fólki? Alþingishúsið er ekki sökudólgurinn. Er alþingishúsið tákn fyrir valdið? Þarf þá ekki að muna að Alþingi er líka tákn fyrir það vald sem við sóttum af Dönum fyrir 66 árum? Þarf ekki að hafa í huga að alþingishúsið er aðsetur lýðræðisins og lýðræðið er besta stjórnarformið sem hefur verið fundið upp nokkru sinni? Alþingi er tákn þess valds sem við eigum að hafa vit á að hafa fyrir okkur sjálf. En valdið sem er vandamál í dag er auðvaldið - ekki Alþingi. Það er auðvaldið sem ber ábyrgð á hruninu. Auðvaldið á ekki heima í alþingishúsinu nema kanski innan í einum og einum þingmanni. Vel á minnst: Af hverju tekur enginn alþingismaður upp hanskann fyrir alþingishúsið? Af hverju reynir enginn að útskýra hlutverk Alþingis og alþingishússins? Fjöldi fólks öskrar í hljóðnemana að það eigi að leggja Alþingi niður, að það eigi að loka Alþingi. Viljum við einræði? Nei, við viljum ekki einræði. Það er ekki í lagi að henda skít í alþingishúsið. Það er ofbeldisaðgerð. Það er ekki í lagi að trufla Alþingi að störfum. Alþingi á að starfa - á að tala og á að komast að niðurstöðum. Hámark hinna undarlegu viðburða er þó þingmaðurinn sem tekur sér leyfi frá þingstörfum og tekur inn varamann og mætir á Austurvöll til að berja tunnur. Á kanski að flytja Alþingi í burtu, vestur á firði? Á að byggja plexíglerhús yfir alþingishúsið og kannski dómkirkjuna í leiðinni? Á Alþingi kanski að funda í tjaldi sem er færanlegt? Eða er það kanski lausn að leyfa alþingishúsinu að vera með ummerkjunum áfram, að láta sturta yfir það rusli og skít, dag eftir dag, nótt eftir nótt? Því meira því betra. Og safna skítnum saman í hauga. Er það ekki falleg tilhugsun þegar skítahaugarnir eru orðnir svo háir að það sést ekki í alþingishúsið lengur? Leysir það vandann að stafla fleiri tunnum fyrir utan þinghúsið svo fleiri geti komið og lamið? Vilja kanski fleiri þingmenn taka sér frí frá þingstörfum til að berja tunnur fyrir utan alþingishúsið? Það er þekktur málsháttur að það glymur hæst í tómri tunnu. Sá málsháttur átti við innantómt fólk. Á kanski að halda upp á 200 ára ártíð Jóns Sigurðssonar með því að eyðileggja alþingishúsið þetta örhýsi lýðræðisins á Íslandi? Það er úrslitaatriði fyrir íslenska alþýðu að hún eigi sér virkt lýðræði og þingræði. Það getur verið að auðstéttin lifi þetta allt af og hún flytji úr landi ef illa fer. Hún hefur arðrænt samfélagið í áratugi og hún bíður greinilega blóðþyrst eftir því að fá að ráða öllu aftur. Alþingishúsið breytir engu fyrir hana. En það er úrslitaatriði fyrir kjör almennings á Íslandi að fólk geti knúið fram með félagslegum hætti ákvarðanir í sína þágu - á Alþingi. Það á að safna liði með skipulegum hætti og berjast fyrir bættu þjóðfélagi, gegn auðvaldinu og umboðsmönnum hennar. Það leysir engan vanda að kasta grjóti, drullu og matarafgöngum í alþingishúsið eða dómkirkjuna. Ekki meir, ekki meir.
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun