Fótbolti

Barcelona vann Osasuna og setti pressu á Real Madrid

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Zlatan Ibrahimovic skoraði fyrra mark Barcelona.
Zlatan Ibrahimovic skoraði fyrra mark Barcelona. Mynd/GettyImages
Barcelona náði þriggja stiga forskoti á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta eftir 2-0 sigur á Osasuna á Nývangi í kvöld. Real Madrid á leik inni á morgun en liðið spilar þá við Getafe á útivelli.

Zlatan Ibrahimovic skoraði fyrra mark Börsunga í leiknum á 73. mínútu eftir sendingu frá Maxwell. Zlatan kom þá Barcelona til bjargar eftir að ekkert hafi gengið að skora fyrstu 72 mínúturnar í leiknum.

Þetta var það síðasta sem Svíinn gerði í leiknum því honum var síðan skipt strax útaf. Varamaður Zlatans, Bojan Krkic, skoraði seinna markið á 89. mínútu efir sendingu frá Andrés Iniesta.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×