Mikilvægur áfangi í sjálfstæðisbaráttunni Jón Karl Helgason skrifar 18. júní 2010 06:00 Fyrir réttu ári síðan var verulegur meirihluti íslensku þjóðarinnar hlynntur því að teknar yrðu upp aðildarviðræður við Evrópusambandið. Í skoðanakönnun sem Morgunblaðið gerði á tímabilinu 28. maí til 4. júní 2009 og kynnti 13. júní kom fram að 57,9% atkvæðisbærra Íslendinga voru hlynnt aðildarviðræðum, 26,4% voru því mótfallin og 15,7% voru óákveðin. Þetta þýðir að rúmir 2/3 hlutar þeirra sem tóku afstöðu vildu hefja viðræður. Íslensk stjórnvöld tóku mark á þessum óskum og hafa unnið síðustu tólf mánuði svo vel að þessu markmiði að á fundi sínum 17. júní ákvað leiðtogaráð Evrópusambandsins formlega að hefja aðildarviðræður við Ísland. Þetta eru góðar fréttir og viðeigandi að þessi ákvörðun hafi verið tekin á þjóðarhátíðardaginn, afmælisdegi Jóns Sigurðssonar, sem jafnframt er sá dagur sem íslenska lýðveldið var stofnað við hátíðlega athöfn á Þingvöllum árið 1944. Staðreyndin er sú að sjálfstæðisbaráttunni lýkur aldrei. Litlar þjóðir eins og við Íslendingar þurfa stöðugt að leita nýrra leiða til að tryggja stöðu sína og sjálfstæði í ótryggum og síbreytilegum heimi. Þær eiga í grundvallaratriðum um tvennt að velja: Að treysta á einn öflugan bakhjarl (stóran bróður) eða vera þátttakendur í fjölþjóðlegu samstarfi jafningja (tilheyra öflugri fjölskyldu). Við lýðveldisstofnun og raunar meirihluta lýðveldistímans var erlendur her í landinu og einn grundvallarþátturinn í íslenskri utanríkisstefnu snerist um að halda góðu sambandi við bandarísk stjórnvöld. Ætla má að einhliða ákvörðun tveggja ráðherra um að Ísland skyldi vera formlegur þátttakandi í innrásinni í Írak hafi verið tekin með þessa hagsmuni í huga en hún bar ekki þann árangur sem að var stefnt. Við getum ekki lengur treyst á Bandaríkin sem okkar stóra bróður. Vingjarnleg þjóðhátíðarkveðja Hillary Clinton breytir engu um þá staðreynd. Nýlegur gjaldeyrisskiptasamningur við Kínverja og viljayfirlýsing um þátttöku þeirra í uppbyggingu íslensks orkuiðnaðar benda til þess að fleiri stórir bræður séu í veröldinni en um leið er ljóst að við Íslendingar þurfum að kanna til hlítar alla möguleika sem okkur bjóðast til að tryggja að hér geti áfram lifað sjálfstæð þjóð í siðuðu samfélagi, sem njóti efnahagslegrar og andlegrar velsældar og hafi hugsjónir um frelsi, jafnrétti og bræðralag í fyrirrúmi. Aðildarviðræðurnar við Evrópusambandið skipta afar miklu máli í því samhengi. Hrun íslenska bankakerfisins haustið 2008 sýndi fram á veikleika íslensks samfélags, bankakerfisins, stjórnkerfisins og þess fyrirhyggju- og agaleysis sem við viljum stundum telja okkur til tekna. En um leið sýndi það fram á galla samningsins um Evrópska efnahagssvæðið og þeirrar fjarstæðu sem er í því falin að ætla að halda úti sjálfstæðum örsmáum gjaldmiðli á opnum fjármálamarkaði. Í samningum fólst auk þess veigameira framsal á fullveldi þjóðarinnar en í fullri aðild. Sem aðildarþjóð værum við virkir þátttakendur í öllum þeim ákvörðunum sem teknar eru á vettvangi sambandsins; eins og er erum við algjörlega áhrifalaus. Ég er í hópi þeirra sem bind vonir við að aðildarviðræðurnar við Evrópusambandið skili góðri niðurstöðu fyrir okkur Íslendinga. Viðræðurnar marka nýtt spor í sjálfstæðisbaráttunni. Ef niðurstaða þeirra er góð getur hún tryggt stöðu og áhrif Íslands í samfélagi þjóðanna og eflt okkur til framtíðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason skrifar Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir réttu ári síðan var verulegur meirihluti íslensku þjóðarinnar hlynntur því að teknar yrðu upp aðildarviðræður við Evrópusambandið. Í skoðanakönnun sem Morgunblaðið gerði á tímabilinu 28. maí til 4. júní 2009 og kynnti 13. júní kom fram að 57,9% atkvæðisbærra Íslendinga voru hlynnt aðildarviðræðum, 26,4% voru því mótfallin og 15,7% voru óákveðin. Þetta þýðir að rúmir 2/3 hlutar þeirra sem tóku afstöðu vildu hefja viðræður. Íslensk stjórnvöld tóku mark á þessum óskum og hafa unnið síðustu tólf mánuði svo vel að þessu markmiði að á fundi sínum 17. júní ákvað leiðtogaráð Evrópusambandsins formlega að hefja aðildarviðræður við Ísland. Þetta eru góðar fréttir og viðeigandi að þessi ákvörðun hafi verið tekin á þjóðarhátíðardaginn, afmælisdegi Jóns Sigurðssonar, sem jafnframt er sá dagur sem íslenska lýðveldið var stofnað við hátíðlega athöfn á Þingvöllum árið 1944. Staðreyndin er sú að sjálfstæðisbaráttunni lýkur aldrei. Litlar þjóðir eins og við Íslendingar þurfa stöðugt að leita nýrra leiða til að tryggja stöðu sína og sjálfstæði í ótryggum og síbreytilegum heimi. Þær eiga í grundvallaratriðum um tvennt að velja: Að treysta á einn öflugan bakhjarl (stóran bróður) eða vera þátttakendur í fjölþjóðlegu samstarfi jafningja (tilheyra öflugri fjölskyldu). Við lýðveldisstofnun og raunar meirihluta lýðveldistímans var erlendur her í landinu og einn grundvallarþátturinn í íslenskri utanríkisstefnu snerist um að halda góðu sambandi við bandarísk stjórnvöld. Ætla má að einhliða ákvörðun tveggja ráðherra um að Ísland skyldi vera formlegur þátttakandi í innrásinni í Írak hafi verið tekin með þessa hagsmuni í huga en hún bar ekki þann árangur sem að var stefnt. Við getum ekki lengur treyst á Bandaríkin sem okkar stóra bróður. Vingjarnleg þjóðhátíðarkveðja Hillary Clinton breytir engu um þá staðreynd. Nýlegur gjaldeyrisskiptasamningur við Kínverja og viljayfirlýsing um þátttöku þeirra í uppbyggingu íslensks orkuiðnaðar benda til þess að fleiri stórir bræður séu í veröldinni en um leið er ljóst að við Íslendingar þurfum að kanna til hlítar alla möguleika sem okkur bjóðast til að tryggja að hér geti áfram lifað sjálfstæð þjóð í siðuðu samfélagi, sem njóti efnahagslegrar og andlegrar velsældar og hafi hugsjónir um frelsi, jafnrétti og bræðralag í fyrirrúmi. Aðildarviðræðurnar við Evrópusambandið skipta afar miklu máli í því samhengi. Hrun íslenska bankakerfisins haustið 2008 sýndi fram á veikleika íslensks samfélags, bankakerfisins, stjórnkerfisins og þess fyrirhyggju- og agaleysis sem við viljum stundum telja okkur til tekna. En um leið sýndi það fram á galla samningsins um Evrópska efnahagssvæðið og þeirrar fjarstæðu sem er í því falin að ætla að halda úti sjálfstæðum örsmáum gjaldmiðli á opnum fjármálamarkaði. Í samningum fólst auk þess veigameira framsal á fullveldi þjóðarinnar en í fullri aðild. Sem aðildarþjóð værum við virkir þátttakendur í öllum þeim ákvörðunum sem teknar eru á vettvangi sambandsins; eins og er erum við algjörlega áhrifalaus. Ég er í hópi þeirra sem bind vonir við að aðildarviðræðurnar við Evrópusambandið skili góðri niðurstöðu fyrir okkur Íslendinga. Viðræðurnar marka nýtt spor í sjálfstæðisbaráttunni. Ef niðurstaða þeirra er góð getur hún tryggt stöðu og áhrif Íslands í samfélagi þjóðanna og eflt okkur til framtíðar.
Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir Skoðun
Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir Skoðun
Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir Skoðun
Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir Skoðun