Fram vann tólf marka sigur á HK, 32-20, í Digranesi í N1 deild kvenna í handbolta í kvöld en þetta var síðasti leikur liðsins fyrir bikarúrslitin sem fara fram í Laugardalshöllinni um næstu helgi.
Fram minnkaði forskot Vals á toppnum í fimm stig með þessum sigri en þessi tvö lið mætast einmitt í úrslitaleik Eimskipssbikarsins á laugardaginn kemur.
Srella Sigurðardóttir skoraði 7 mörk fyrir Fram í kvöld og Karen Knútsdóttir skoraði 6 mörk. Fram hafði mikla yfirburði í leiknum og var komið í 18-8 í hálfleik.
HK-Fram 20-32 (8-18)
Mörk HK: Elín Anna Baldursdóttir 8, Lilja Lind Pálsdóttir 3, Elva Björg Arnarsdóttir 3, Tinna Rögnvaldsdóttir 2, Heiðrún Björk Helgadóttir 2, Dóra Sif Egilsdóttir 1, Helena Jónsdóttir 1.
Mörk Fram: Stella Sigurðarsdóttir 7, Karen Knútsdóttir 6, Hafdís Hinriksdóttir 5, Pavla Nevarilova 4, Ásta Birna Gunnarsdóttir 3, Hildur Þorgeirsdóttir 3, Sigurbjörg Jóhannsdóttir 2, Anna María Guðmundsdóttir 1, Marthe Sördal 1.
