Berlín 1. október 2010 06:00 Að Berlín væri gjöreyðilögð í stríðinu var okkur ungmennum þeirra ára harla lítið undrunarefni. Í þessu síðasta vígi Hitlers voru ótrúlega illvígir bardagar fanatískra þýskra hersveita við rússneska herinn og eftir stóðu rústir einar. Berlín sýndist manni af fréttamyndum ekki annað en steinhrúga. Um tuttugu árum síðar gafst höfundi þessara lína tækifæri að heimsækja borgina, þá hersetna af sigurvegurunum en múrinn skildi að Vestur og Austur Berlín. Farið var í gegnum hinn fræga Check Point Charlie inn í þýska Alþýðulýðveldið. Í endurreisninni var um að ræða tvær borgir, að vísu aðskildar en þó samvaxnar og hvor mjög svo með sínum brag, önnur spennandi, hin grá og leiðinleg; vesturhlutinn var birtingarmynd allsnægta fyrir hina fangelsuðu austurbúa. Ekki var útlit fyrir annað en að hin tilkomulitla Bonn yrði höfuðborg Vestur Þýskalands um ókomin ár En 1989 féll Berlínarmúrinn, Þýskaland sameinast 3. október 1990 og með Berlín að höfuðborg þá hina sömu og fyrrum varð til sem stórborg á keisaratímanum. Berlín varð að rísa að nýju og gefur það borginni sérstakan sess meðal stórborga eins og París, London og Washington. Um 80 % miðborgarinnar var eyðimörk eftir stríðið og einu mesta byggingarátaki sögunnar er það að þakka að þarna er núna nær 4 milljóna manna glæsileg nýtískuborg. Og höfuðborg Þýskalands, stærsta aðildarríkis Evrópusambandsins, sómir sér vel á vatnaskilum sinnar erfiðu fortíðar og bjartrar framtíðar nýrrar Evrópu. Brandenborgarhliðið sem áður var á mörkum Austur og Vestur Berlínar er táknrænt nýtt hlið við að þungamiðja Evrópusambandsins hefur færst til austurs. En það verður heldur ekki hlaupið frá fortíðinni. Átakanlegt geypistórt minnismerki er um milljónir gyðinga sem myrtir voru af mönnum Hitlers. Sýnishorn er af múrnum og Checkpoint Charlie. Því geyma Þjóðverjar þessa fortíð og sinna nýju hlutverki. Þeirra er stærsta hagkerfi Evrópusambandsins sem hefur notið hins frjálsa innri markaðs um vöxt og viðgang undanfarna áratugi. Ein afleiðing söguþróunarinnar þegar Þýskaland sameinast og höfuðborgin flyst til Berlínar, var að samvinna Norðurlandanna tók á sig nýja og glæsilega mynd. Tekið var höndum saman um að byggja þar sameigninlega sendiráðsskrifstofur landanna fimm. Hvergi er sendiráð Íslands betur sett en í því samfélagi. Höfundur átti þess kost fyrir skemmstu að heimsækja þarna hinn margreynda sendiherra Gunnar Snorra Gunnarsson, fyrrum ráðuneytisstjóra, og starfslið hans. Ánægjulegt var að geta kynnst því að í þessu sameiginlega sendiráðasvæði hefur á röskum áratug áunnist sterk staða í Þýskalandi hvort sem er í stjórnmálatengslum, viðskiptum eða menningarlegri útbreiðslu. Og starf sendiráðsins í Berlín er sömuleiðis rækt eftir föngum í Póllandi, Króatíu, Serbíu og Montenegró. Sé litið til austurs er Berlín ákjósanlegur staður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar Benediktsson Skoðanir Mest lesið Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Að Berlín væri gjöreyðilögð í stríðinu var okkur ungmennum þeirra ára harla lítið undrunarefni. Í þessu síðasta vígi Hitlers voru ótrúlega illvígir bardagar fanatískra þýskra hersveita við rússneska herinn og eftir stóðu rústir einar. Berlín sýndist manni af fréttamyndum ekki annað en steinhrúga. Um tuttugu árum síðar gafst höfundi þessara lína tækifæri að heimsækja borgina, þá hersetna af sigurvegurunum en múrinn skildi að Vestur og Austur Berlín. Farið var í gegnum hinn fræga Check Point Charlie inn í þýska Alþýðulýðveldið. Í endurreisninni var um að ræða tvær borgir, að vísu aðskildar en þó samvaxnar og hvor mjög svo með sínum brag, önnur spennandi, hin grá og leiðinleg; vesturhlutinn var birtingarmynd allsnægta fyrir hina fangelsuðu austurbúa. Ekki var útlit fyrir annað en að hin tilkomulitla Bonn yrði höfuðborg Vestur Þýskalands um ókomin ár En 1989 féll Berlínarmúrinn, Þýskaland sameinast 3. október 1990 og með Berlín að höfuðborg þá hina sömu og fyrrum varð til sem stórborg á keisaratímanum. Berlín varð að rísa að nýju og gefur það borginni sérstakan sess meðal stórborga eins og París, London og Washington. Um 80 % miðborgarinnar var eyðimörk eftir stríðið og einu mesta byggingarátaki sögunnar er það að þakka að þarna er núna nær 4 milljóna manna glæsileg nýtískuborg. Og höfuðborg Þýskalands, stærsta aðildarríkis Evrópusambandsins, sómir sér vel á vatnaskilum sinnar erfiðu fortíðar og bjartrar framtíðar nýrrar Evrópu. Brandenborgarhliðið sem áður var á mörkum Austur og Vestur Berlínar er táknrænt nýtt hlið við að þungamiðja Evrópusambandsins hefur færst til austurs. En það verður heldur ekki hlaupið frá fortíðinni. Átakanlegt geypistórt minnismerki er um milljónir gyðinga sem myrtir voru af mönnum Hitlers. Sýnishorn er af múrnum og Checkpoint Charlie. Því geyma Þjóðverjar þessa fortíð og sinna nýju hlutverki. Þeirra er stærsta hagkerfi Evrópusambandsins sem hefur notið hins frjálsa innri markaðs um vöxt og viðgang undanfarna áratugi. Ein afleiðing söguþróunarinnar þegar Þýskaland sameinast og höfuðborgin flyst til Berlínar, var að samvinna Norðurlandanna tók á sig nýja og glæsilega mynd. Tekið var höndum saman um að byggja þar sameigninlega sendiráðsskrifstofur landanna fimm. Hvergi er sendiráð Íslands betur sett en í því samfélagi. Höfundur átti þess kost fyrir skemmstu að heimsækja þarna hinn margreynda sendiherra Gunnar Snorra Gunnarsson, fyrrum ráðuneytisstjóra, og starfslið hans. Ánægjulegt var að geta kynnst því að í þessu sameiginlega sendiráðasvæði hefur á röskum áratug áunnist sterk staða í Þýskalandi hvort sem er í stjórnmálatengslum, viðskiptum eða menningarlegri útbreiðslu. Og starf sendiráðsins í Berlín er sömuleiðis rækt eftir föngum í Póllandi, Króatíu, Serbíu og Montenegró. Sé litið til austurs er Berlín ákjósanlegur staður.
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun