Umfjöllun: Njarðvík sló Stjörnuna út úr bikarnum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. nóvember 2010 20:48 Teitur tapaði gegn sínu gamla félagi í kvöld. Njarðvíkingar tryggðu sér sæti í 16 liða úrslitum Poweradebikars karla í körfubolta með 16 stiga sigri á Stjörnumönnum, 110-94, í Garðabænum í kvöld. Njarðvíkingar hefndu þar með fyrir tíu stig tap í deildinni á sama stað fyrir aðeins tíu dögum. Jóhann Árni Ólafsson skoraði 28 stig fyrir Njarðvík, Christopher Smith var með 22 stig og Rúnar Ingi Erlingsson skoraði 15 stig. Jovan Zdravevski var með 29 stig fyrir Stjörnunar og Marvin Valdimarsson skoraði 27 stig. Justin Shouse var aðeins með 6 stig í fyrstu þremur leikhlutanum en skoraði 21 stig í lokaleikhlutanum. Njarðvíkingar voru frumkvæðið allan tímann og náðu mest upp 25 stiga forskoti en Stjörnumenn náðu að laga stöðuna í lokaleikhlutanum eftir að hafa spilað andlausir fyrstu 30 mínúturnar í leiknum. Njarðvíkingar byrjuðu leikinn af krafti, voru komnir tíu stigum (16-6) eftir sex mínútur og vorum sjö stigum yfir eftir fyrsta leikhlutann, 25-18. Stjörnumenn náði að vinna upp muninn og komast einu stigi yfir í öðrum leikhlutanum en frábær 19-6 sprettur Njarðvíkur í lok fyrri hálfeiks með Jóhanns Árna Ólafsson (10 af 19 stigum) í broddi fylkingar skilaði liðinu þrettán stiga forustu í hálfleik, 52-39. Njarðvíkingar og Jóhann stigu ekki af bensíngjöfinni í upphafi þriðja leikhluta og gengu nánast frá leiknum með því að skora 14 af 16 fyrstu stigum hálfleiksins og ná upp 25 stiga forskoti, 66-41. Stjörnumenn komu muninum niður í 17 stig fyrir lokaleikhlutann, 74-57 og ennfremur niður í tólf stig með því að skora fimm fyrstu stig fjórða leikhlutans. Stjörnumenn vöknuðu hinsvegar alltof seint og náðu ekki muninum niður fyrir tíu stigin og í lokin skildu sextán stig að liðin. Njarðvíkingar byrjuðu leikinn af krafti, sóttu hratt á Stjörnumenn við hvert tækifæri og leituðu mikið inn í teig á þá Friðrik Stefánsson og Christopher Smith. Það reyndist liðinu vel og Stjörnuvörnin opnaðist hvað eftir annað. Njarðvík komst í 4-0, 11-4 og 16-6 en það var helst Marvin Valdimarsson sem var að halda stirðum sóknarleik Stjörnunnar gangandi með áræðni sinni og 10 stigum í fyrsta leikhlutanum. Rúnar Ingi Erlingsson stýrði Njarðvíkursókninni með glæsibrag í fyrsta leikhlutanum og skoraði að auki 7 stig. Njarðvíkurliðið var síðan með sjö stiga forskot eftir fyrsta leikhlutann, 25-18 og munaði þar líka mikið um að gestirnir unnu fráköstin 15-7 í leikhlutanum. Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, tók sína menn aðeins í gegn milli leikhluta og hans menn voru fljótir að stimpla sig aftur inn í leikinn. Það tók Stjörnumenn aðeins 40 sekúndur að minnka muninn í eitt stig því þeir byrjuðu annan leikhlutann á því að setja niður tvo þrista. Stjörnumenn komust síðan yfir í 28-27 með körfu frá Ólafi Ingvasyni sem leysti Justin Shouse af í tæpar sex mínútur sem Stjörnuliðið vann 13-8. Það gekk hinsvegar lítið hjá Justin sem sést vel á því að Stjarnan tapaði þeim 14 mínútum sem hann spilaði með hálfleiknum með 18 stigum (26-44). Njarðvík náði þó fljótt aftur frumkvæðinu og náði síðan frábærum endaspretti í lok hálfleiksins sem skilaði liðinu 13 stiga forskoti í hálfleik, 52-39. Jóhann Árni Ólafsson kom með mikinn kraft af bekknum í öðrum leikhlutanum. Hann kom inn á í stöðunni 33-33 þegar fjórar og hálf mínúta var eftir og leiddi 19-6 sprett Njarðvíkurliðsins í lok fyrri hálfleiks. Jóhann skoraði 10 af þessum 19 stigum og var því kominn með fimmtán stig í hálfleiknum. Njarðvíkurliðið var ekkert búið að taka fótinn af bensíngjöfinni þegar siðari hálfleikurinn hófst og juku muninn strax upp í 20 stig. Teitur örlygsson greip til þess ráðs að taka leikhlé eftir þegar aðeisn 2:43 voru liðnar af leikhlutanum. Það dugði skammt því Jóhann setti niður næstu fimm stig, var því kominn með 22 stig og Njarðvík 25 stigum yfir, 66-41. Marvin skoraði þrjár körfur í röð fyrir Stjörnuna á tveggja mínútna kafla og fékk víti að auki í öllum þremur tilfellum Hann virtist þarna vera sá eini með lífsmarki í sókninni og átti mikinn þátt í því að munurinn var bara 17 stig, 74-57, fyrir lokaleikhlutann. Stjörnuliðið skoraði fimm fyrstu stigin í fjórða og munurinn var allt í einu orðin tólf stig og það stefndi allt í einu smá spennu á lokamínútunum. Jovan Zdravevski skoraði 8 stig á fyrstu þremur mínútnum í fjórða leikhlutanum og kveikti um leið í stemmningunni á pöllunum en allt kom fyrir ekki. Stjörnumenn vöknuðu of seint og náðu ekki muninum niður fyrir tíu stigin. Njarðvíkingar sigldu skútunni heim og fögnuðu frábærum sigri og sæti í sextán liða úrslitunum. Stjarnan-Njarðvík 94-110 (18-25, 21-27, 18-22, 37-36) Stig Stjörnunnar: Jovan Zdravevski 29/5 fráköst, Marvin Valdimarsson 27/6 fráköst, Justin Shouse 27/4 fráköst, Ólafur Aron Ingvason 5, Kjartan Atli Kjartansson 4/4 fráköst, Guðjón Lárusson 2.Stig Njarðvíkur: Jóhann Árni Ólafsson 28/5 fráköst, Christopher Smith 22/7 fráköst, Rúnar Ingi Erlingsson 15, Lárus Jónsson 12/4 fráköst, Guðmundur Jónsson 8/4 fráköst, Páll Kristinsson 8/5 fráköst, Friðrik E. Stefánsson 6, Egill Jónasson 5, Kristján Rúnar Sigurðsson 4, Hjörtur Hrafn Einarsson 2. Dominos-deild karla Mest lesið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Sjá meira
Njarðvíkingar tryggðu sér sæti í 16 liða úrslitum Poweradebikars karla í körfubolta með 16 stiga sigri á Stjörnumönnum, 110-94, í Garðabænum í kvöld. Njarðvíkingar hefndu þar með fyrir tíu stig tap í deildinni á sama stað fyrir aðeins tíu dögum. Jóhann Árni Ólafsson skoraði 28 stig fyrir Njarðvík, Christopher Smith var með 22 stig og Rúnar Ingi Erlingsson skoraði 15 stig. Jovan Zdravevski var með 29 stig fyrir Stjörnunar og Marvin Valdimarsson skoraði 27 stig. Justin Shouse var aðeins með 6 stig í fyrstu þremur leikhlutanum en skoraði 21 stig í lokaleikhlutanum. Njarðvíkingar voru frumkvæðið allan tímann og náðu mest upp 25 stiga forskoti en Stjörnumenn náðu að laga stöðuna í lokaleikhlutanum eftir að hafa spilað andlausir fyrstu 30 mínúturnar í leiknum. Njarðvíkingar byrjuðu leikinn af krafti, voru komnir tíu stigum (16-6) eftir sex mínútur og vorum sjö stigum yfir eftir fyrsta leikhlutann, 25-18. Stjörnumenn náði að vinna upp muninn og komast einu stigi yfir í öðrum leikhlutanum en frábær 19-6 sprettur Njarðvíkur í lok fyrri hálfeiks með Jóhanns Árna Ólafsson (10 af 19 stigum) í broddi fylkingar skilaði liðinu þrettán stiga forustu í hálfleik, 52-39. Njarðvíkingar og Jóhann stigu ekki af bensíngjöfinni í upphafi þriðja leikhluta og gengu nánast frá leiknum með því að skora 14 af 16 fyrstu stigum hálfleiksins og ná upp 25 stiga forskoti, 66-41. Stjörnumenn komu muninum niður í 17 stig fyrir lokaleikhlutann, 74-57 og ennfremur niður í tólf stig með því að skora fimm fyrstu stig fjórða leikhlutans. Stjörnumenn vöknuðu hinsvegar alltof seint og náðu ekki muninum niður fyrir tíu stigin og í lokin skildu sextán stig að liðin. Njarðvíkingar byrjuðu leikinn af krafti, sóttu hratt á Stjörnumenn við hvert tækifæri og leituðu mikið inn í teig á þá Friðrik Stefánsson og Christopher Smith. Það reyndist liðinu vel og Stjörnuvörnin opnaðist hvað eftir annað. Njarðvík komst í 4-0, 11-4 og 16-6 en það var helst Marvin Valdimarsson sem var að halda stirðum sóknarleik Stjörnunnar gangandi með áræðni sinni og 10 stigum í fyrsta leikhlutanum. Rúnar Ingi Erlingsson stýrði Njarðvíkursókninni með glæsibrag í fyrsta leikhlutanum og skoraði að auki 7 stig. Njarðvíkurliðið var síðan með sjö stiga forskot eftir fyrsta leikhlutann, 25-18 og munaði þar líka mikið um að gestirnir unnu fráköstin 15-7 í leikhlutanum. Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, tók sína menn aðeins í gegn milli leikhluta og hans menn voru fljótir að stimpla sig aftur inn í leikinn. Það tók Stjörnumenn aðeins 40 sekúndur að minnka muninn í eitt stig því þeir byrjuðu annan leikhlutann á því að setja niður tvo þrista. Stjörnumenn komust síðan yfir í 28-27 með körfu frá Ólafi Ingvasyni sem leysti Justin Shouse af í tæpar sex mínútur sem Stjörnuliðið vann 13-8. Það gekk hinsvegar lítið hjá Justin sem sést vel á því að Stjarnan tapaði þeim 14 mínútum sem hann spilaði með hálfleiknum með 18 stigum (26-44). Njarðvík náði þó fljótt aftur frumkvæðinu og náði síðan frábærum endaspretti í lok hálfleiksins sem skilaði liðinu 13 stiga forskoti í hálfleik, 52-39. Jóhann Árni Ólafsson kom með mikinn kraft af bekknum í öðrum leikhlutanum. Hann kom inn á í stöðunni 33-33 þegar fjórar og hálf mínúta var eftir og leiddi 19-6 sprett Njarðvíkurliðsins í lok fyrri hálfleiks. Jóhann skoraði 10 af þessum 19 stigum og var því kominn með fimmtán stig í hálfleiknum. Njarðvíkurliðið var ekkert búið að taka fótinn af bensíngjöfinni þegar siðari hálfleikurinn hófst og juku muninn strax upp í 20 stig. Teitur örlygsson greip til þess ráðs að taka leikhlé eftir þegar aðeisn 2:43 voru liðnar af leikhlutanum. Það dugði skammt því Jóhann setti niður næstu fimm stig, var því kominn með 22 stig og Njarðvík 25 stigum yfir, 66-41. Marvin skoraði þrjár körfur í röð fyrir Stjörnuna á tveggja mínútna kafla og fékk víti að auki í öllum þremur tilfellum Hann virtist þarna vera sá eini með lífsmarki í sókninni og átti mikinn þátt í því að munurinn var bara 17 stig, 74-57, fyrir lokaleikhlutann. Stjörnuliðið skoraði fimm fyrstu stigin í fjórða og munurinn var allt í einu orðin tólf stig og það stefndi allt í einu smá spennu á lokamínútunum. Jovan Zdravevski skoraði 8 stig á fyrstu þremur mínútnum í fjórða leikhlutanum og kveikti um leið í stemmningunni á pöllunum en allt kom fyrir ekki. Stjörnumenn vöknuðu of seint og náðu ekki muninum niður fyrir tíu stigin. Njarðvíkingar sigldu skútunni heim og fögnuðu frábærum sigri og sæti í sextán liða úrslitunum. Stjarnan-Njarðvík 94-110 (18-25, 21-27, 18-22, 37-36) Stig Stjörnunnar: Jovan Zdravevski 29/5 fráköst, Marvin Valdimarsson 27/6 fráköst, Justin Shouse 27/4 fráköst, Ólafur Aron Ingvason 5, Kjartan Atli Kjartansson 4/4 fráköst, Guðjón Lárusson 2.Stig Njarðvíkur: Jóhann Árni Ólafsson 28/5 fráköst, Christopher Smith 22/7 fráköst, Rúnar Ingi Erlingsson 15, Lárus Jónsson 12/4 fráköst, Guðmundur Jónsson 8/4 fráköst, Páll Kristinsson 8/5 fráköst, Friðrik E. Stefánsson 6, Egill Jónasson 5, Kristján Rúnar Sigurðsson 4, Hjörtur Hrafn Einarsson 2.
Dominos-deild karla Mest lesið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Sjá meira