The Lovely Bones: tvær stjörnur 23. mars 2010 00:01 Stúlkan situr í einhvers konar einkahimnaríki sínu og fylgist með afleiðingum glæpsins á fjölskyldu sína og annað fólk auk þess sem hún hefur einnig auga með morðingjanum. Brotin beinKvikmyndir HHThe Lovely Bones Leikstjóri: Peter Jackson. Aðalhlutverk: Saoirse Ronan, Stanley Tucci, Mark Wahlberg, Rachel Weisz.Skáldsagan The Lovely Bones eftir Alice Seabold var nokkuð frumleg en fyrst og fremst áhrifarík og mögnuð. Í bókinni sagði hún sögu hinnar 14 ára gömlu Susie Salmon sem var nauðgað og myrt af pervertískum nágranna sínum. Stúlkan sat svo í einhvers konar einkahimnaríki sínu og fylgdist með afleiðingum glæpsins á fjölskyldu sína og annað fólk auk þess sem hún hafði einnig auga með morðingjanum.Þessi átakanlega saga er sjálfsagt mörgum lesandanum enn í fersku minni enda vel til þess fallin að hrista upp í tilfinningum og kalla fram tár af og til. Því miður tekst Peter Jackson ekki að hreyfa við tilfinningum áhorfenda á sama hátt með þessari bíómynd sem maður batt óhjákvæmilega miklar vonir við. Jackson tekur þessa myrku en samt fallegu sögu og kaffærir hana í tölvugrafík og tilgerðarlegu myndmáli með alls konar kunnuglegum klisjum um mörkin milli lífs og dauða. Hér er tölvugrafíkin jafn óþörf og hún var mikilvæg í The Lord of the Rings og tölvugert himnaríki Susiar er eiginlega jafn klígjulegt og pirrandi og sá fljótandi málningarhandanheimur sem Robin Williams óð í gegnum í hinni óbærilega leiðinlegu What Dreams May Come.Með því að þröngva hugmyndum sínum um himnaríki Susira upp á áhorfandann lokar Jackson fyrir möguleikann á ýmsum hughrifum sem bókin kallaði fram auk þess sem honum tekst með þessu móti einhvern veginn að gera Susie mjög fjarlæga þótt hún sé nálæg og hafi nánast verið inni á gafli hjá sínum nánustu eftir að hún kvaddi þennan heim. Saoirse Ronan er skærasta ljósið í þessari mynd sem hefði getað verið svo miklu, miklu betri en hún leikur Susie ákaflega vel og þá er einnig fengur að Stanley Tucci sem sýnir á sér nýjar og áhugaverðar hliðar í hlutverki dagfarsprúða morðingjans.Einhver tár féllu nú þrátt fyrir allt í salnum en ég er ansi hræddur um að þau hafi sprottið fram þegar myndin kallaði fram minningar um texta bókarinnar. Ein og sér er hún sorglega máttlaus og tilfinningasnauð.Þórarinn ÞórarinssonNiðurstaða: Áhrifamikil og sorgleg skáldsaga er kaffærð í tölvugrafík og klisjulegu myndmáli þannig að einu tilfinningarnar sem myndin vekur tengjast minningum af lestri bókarinnar. Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Brotin beinKvikmyndir HHThe Lovely Bones Leikstjóri: Peter Jackson. Aðalhlutverk: Saoirse Ronan, Stanley Tucci, Mark Wahlberg, Rachel Weisz.Skáldsagan The Lovely Bones eftir Alice Seabold var nokkuð frumleg en fyrst og fremst áhrifarík og mögnuð. Í bókinni sagði hún sögu hinnar 14 ára gömlu Susie Salmon sem var nauðgað og myrt af pervertískum nágranna sínum. Stúlkan sat svo í einhvers konar einkahimnaríki sínu og fylgdist með afleiðingum glæpsins á fjölskyldu sína og annað fólk auk þess sem hún hafði einnig auga með morðingjanum.Þessi átakanlega saga er sjálfsagt mörgum lesandanum enn í fersku minni enda vel til þess fallin að hrista upp í tilfinningum og kalla fram tár af og til. Því miður tekst Peter Jackson ekki að hreyfa við tilfinningum áhorfenda á sama hátt með þessari bíómynd sem maður batt óhjákvæmilega miklar vonir við. Jackson tekur þessa myrku en samt fallegu sögu og kaffærir hana í tölvugrafík og tilgerðarlegu myndmáli með alls konar kunnuglegum klisjum um mörkin milli lífs og dauða. Hér er tölvugrafíkin jafn óþörf og hún var mikilvæg í The Lord of the Rings og tölvugert himnaríki Susiar er eiginlega jafn klígjulegt og pirrandi og sá fljótandi málningarhandanheimur sem Robin Williams óð í gegnum í hinni óbærilega leiðinlegu What Dreams May Come.Með því að þröngva hugmyndum sínum um himnaríki Susira upp á áhorfandann lokar Jackson fyrir möguleikann á ýmsum hughrifum sem bókin kallaði fram auk þess sem honum tekst með þessu móti einhvern veginn að gera Susie mjög fjarlæga þótt hún sé nálæg og hafi nánast verið inni á gafli hjá sínum nánustu eftir að hún kvaddi þennan heim. Saoirse Ronan er skærasta ljósið í þessari mynd sem hefði getað verið svo miklu, miklu betri en hún leikur Susie ákaflega vel og þá er einnig fengur að Stanley Tucci sem sýnir á sér nýjar og áhugaverðar hliðar í hlutverki dagfarsprúða morðingjans.Einhver tár féllu nú þrátt fyrir allt í salnum en ég er ansi hræddur um að þau hafi sprottið fram þegar myndin kallaði fram minningar um texta bókarinnar. Ein og sér er hún sorglega máttlaus og tilfinningasnauð.Þórarinn ÞórarinssonNiðurstaða: Áhrifamikil og sorgleg skáldsaga er kaffærð í tölvugrafík og klisjulegu myndmáli þannig að einu tilfinningarnar sem myndin vekur tengjast minningum af lestri bókarinnar.
Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira