Þjóðin ræður 2. september 2010 06:00 Séra Þórir Stephensen beinir til mín spurningu í grein sem hann skrifar í Fréttablaðið 21. ágúst. Hann segir: „Ögmundur Jónasson birti … nýlega grein í Mbl. „Virkisturn í norðri" heitir hún. Hann vænir ESB um ýmislegt í eftirfarandi málsgrein: „En ekki mun standa á styrkveitingum - svona rétt á meðan verið er að tala okkur til. Hið sama gæti hent okkur og indíána Norður-Ameríku. Þeir töpuðu landinu en sátu uppi með glerperlur og eldvatn." Getur Ögmundur bent mér á einhver dæmi um, að slíkt hafi gerst í samskiptum ESB við aðildarlöndin? Ég þekki þau ekki, og geti hann ekki komið með dæmi, þá er þetta ekkert annað en ómálefnalegur hræðsluáróður." Hræðsluáróður?Þetta er enginn hræðsluáróður og ekki er þetta heldur ómálefnalegt. Ástæðan fyrir því að ég vakti sérstaklega athygli á þessum málum nú eru svokallaðir IPA-styrkir sem síðan hafa verið í opinberri umræðu. IPA er skammstöfun fyrir enska heitið Instrument for Pre-Accession Assistance. Þetta hefur verið þýtt á íslensku sem „aðlögunarstyrkir". Einnig mætti kalla þá „aðstoð í aðdraganda innlimunar". Þessir styrkir komu til sögunnar við stækkun Evrópusambandsins til austurs en það ferli hófst undir lok aldarinnar sem leið. Þau ríki sem urðu aðilar að ESB á árunum 2004 og 2007 nutu öll fjárhagsstyrkja en fram að þeim tíma voru styrkveitingar af þessu tagi ekki í eins skipulegum farvegi og varð eftir að IPA-ferlið var formfest árið 2006. Með þessum styrkjum var búinn til farvegur fyrir fjárhagsaðstoð við ríki sem eru í aðildarferli. Jafnframt var ákveðið að veita stuðning til „mögulegra umsóknarríkja". Í þeim hópi eru nú Albanía, Bosnía, Montenegro og Serbía að Kosovo meðtöldu. Á yfirstandandi sjö ára fjárhagstímabili, 2007-2013, hefur IPA-áætlunin yfir að ráða um 11,5 milljörðum evra (tæpir 1800 milljarðar ISK). Í minnisblaði frá utanríkisráðuneytinu er vísað í skýrslu utanríkisráðherra til Alþingis frá því í maí síðastliðnum þar sem kom fram að ESB hefur skilgreint fimm áherslusvið eða tegundir verkefna við ráðstöfun þessara fjármuna: „1) aðlögunaraðstoð og stofnanauppbygging, 2) samstarf yfir landamæri, 3) byggðaþróun, þar sem markmiðið er að undirbúa ríkin fyrir þátttöku í stefnumiðum ESB (e. cohesion policy) og aðkomu að tengdum sjóðum, 4) mannauðsþróun, sem snýr að samheldnistefnumiðum ESB og undirbúningi fyrir væntanlega aðkomu að evrópska félagsmálasjóðnum, 5) dreifbýlisþróun, sem lýtur að undirbúningi þátttöku í sameiginlegri landbúnaðar- og dreifbýlisþróunarstefnu ESB. Er fyrstu tveimur flokkunum miðstýrt frá Brussel, en hinum þremur stýrt í hverju landi fyrir sig af stofnunum sem settar eru upp sérstaklega í því skyni." Eftir að Ísland sótti um aðild að ESB lagði framkvæmdastjórnin á þeim bæ til að Íslandi yrði gert kleift að fá IPA-stuðning og hlaut það samþykki á Evópuþinginu og í ráðherraráðinu og tók gildi 14. júlí sl. Samkvæmt tillögu framkvæmdastjórnar ESB skal 28 milljónum evra, eða á milli 4 og 5 milljörðum króna, varið til IPA-landsáætlunar fyrir Ísland á árunum 2011-2013. Nú ber að hafa í huga að hvað snertir Austur-Evrópuríki sem gengu inn í ESB, að þau voru með innviði og stjórnkerfi sem var mjög frábrugðið ESB. Þau voru fjárvana og veitti án efa ekki af stuðningi við aðlögun að stjórnkerfi sambandsins. Sumt hefðu þau eflaust þurft að gera óháð aðlögun að ESB. Annað var beinlínis nauðsynlegt til að innlimun gæti átt sér stað. Þetta endurspeglar okkar stöðu. Nú standa okkur til boða fjármunir, m.a. til breytinga í stjórnsýslu til aðlögunar. Sumt eru verkefni sem eru til góðs, án tillits til ESB-aðildar. Þegar ráðuneyti og fjárvana stofnanir nú standa frammi fyrir því að geta fengið stuðning til verkefna sem allir telja til góðs finnst mörgum án efa orka tvímælis að slá hendinni á móti slíku. Í þessu sambandi má minna á að í gegnum gagnkvæmt samstarf við ESB fáum við ýmsa styrki og höfum gert um árabil. Framlag kemur vissulega á móti enda er samstarfið ekki gjaldfrítt þegar ríki eru komin inn, hvort sem um er að ræða EES eða ESB. Hvað skal gera?Hvað er til ráða? Í mínum huga er frumskilyrði að upplýst sé um málið og að við gerum okkur fullkomlega grein fyrir því að við erum að njóta styrkja sem eru beinlínis sniðnir til þess að smyrja aðlögunarferlið að Evrópusambandinu. Í öðru lagi eigum við ekki að ráðast í kerfisbreytingar sem við réðumst eingöngu í til að fullnægja ESB en sem við myndum ella ekki gera án þess að áður hefði farið fram þjóðaratkvæðagreiðsla um inngöngu í sambandið og hún þar samþykkt. Ég hef hvatt til þess í umræðunni um hugsanlega aðild Íslands að Evrópusambandinu að Íslendingar geri sér grein fyrir því að Evrópusambandið er enginn hlutlaus aðili í þessu ferli. ESB ásælist Ísland. Það sáum við m.a. vel í ákalli forseta framkvæmdastjórnar ESB, Hermans Van Rompuy, í grein í Morgunblaðinu í maí. Hún bar yfirskriftina „Hvers vegna Evrópa þarfnast þín nú?" Nú þegar ESB opnar skrifstofur hér á landi til að kynna sinn málstað og reka fyrir honum áróður eins og boðað hefur verið og byrjar fyrir alvöru að bjóða í boðsferðir og upplýsingaferðir, þá ríður á að við séum meðvituð um að í bland er aðstoðin hugsuð sem „glerperlur og eldvatn" til að glæða áhuga okkar á að fá að sitja til borðs í Brussel. Íslendingar tryggja að mínu mati best hagsmuni sína með því að halda fast utan um auðlindir sínar, ekki síst sjávarauðlindina, og „hafa síðan heiminn allan undir sem markað og samstarfsvettvang í stað þess að múra okkur inni í enn einum evrópskum stórveldisdraumnum," einsog ég komst að orði í svargrein minn við boðskap forseta framkvæmdastjórnar ESB, sem séra Þórir Stephensen vitnar í. Kjarni málsinsEndanlegar ákvarðanir í þessu umdeilda máli koma hins vegar til með að liggja hjá þjóðinni. Við deilum um markmið og leiðir en hlítum síðan úrskurði þjóðarinnar. En til þess að geta tekið upplýsta ákvörðun þurfa allar staðreyndir að vera ljósar. Það er málefnalegt. Hræðsluáróður, spyr séra Þórir. Staðreyndir geta náttúrlega vakið óróa, jafnvel ótta. Ef eitthvað er að fara úrskeiðis í þessu ferli, þannig að það valdi okkur áhyggjum, þá ræðum við málið - orð eru til alls fyrst - og færum það síðan til betri vegar. En á endanum þá á þetta mál einsog öll stór mál sem varða þjóðarhag að vera í ákvörðunarvaldi þjóðarinnar. Og þannig verður það. Það er kjarni málsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Ögmundur Jónasson Mest lesið Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Skoðun Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Sjá meira
Séra Þórir Stephensen beinir til mín spurningu í grein sem hann skrifar í Fréttablaðið 21. ágúst. Hann segir: „Ögmundur Jónasson birti … nýlega grein í Mbl. „Virkisturn í norðri" heitir hún. Hann vænir ESB um ýmislegt í eftirfarandi málsgrein: „En ekki mun standa á styrkveitingum - svona rétt á meðan verið er að tala okkur til. Hið sama gæti hent okkur og indíána Norður-Ameríku. Þeir töpuðu landinu en sátu uppi með glerperlur og eldvatn." Getur Ögmundur bent mér á einhver dæmi um, að slíkt hafi gerst í samskiptum ESB við aðildarlöndin? Ég þekki þau ekki, og geti hann ekki komið með dæmi, þá er þetta ekkert annað en ómálefnalegur hræðsluáróður." Hræðsluáróður?Þetta er enginn hræðsluáróður og ekki er þetta heldur ómálefnalegt. Ástæðan fyrir því að ég vakti sérstaklega athygli á þessum málum nú eru svokallaðir IPA-styrkir sem síðan hafa verið í opinberri umræðu. IPA er skammstöfun fyrir enska heitið Instrument for Pre-Accession Assistance. Þetta hefur verið þýtt á íslensku sem „aðlögunarstyrkir". Einnig mætti kalla þá „aðstoð í aðdraganda innlimunar". Þessir styrkir komu til sögunnar við stækkun Evrópusambandsins til austurs en það ferli hófst undir lok aldarinnar sem leið. Þau ríki sem urðu aðilar að ESB á árunum 2004 og 2007 nutu öll fjárhagsstyrkja en fram að þeim tíma voru styrkveitingar af þessu tagi ekki í eins skipulegum farvegi og varð eftir að IPA-ferlið var formfest árið 2006. Með þessum styrkjum var búinn til farvegur fyrir fjárhagsaðstoð við ríki sem eru í aðildarferli. Jafnframt var ákveðið að veita stuðning til „mögulegra umsóknarríkja". Í þeim hópi eru nú Albanía, Bosnía, Montenegro og Serbía að Kosovo meðtöldu. Á yfirstandandi sjö ára fjárhagstímabili, 2007-2013, hefur IPA-áætlunin yfir að ráða um 11,5 milljörðum evra (tæpir 1800 milljarðar ISK). Í minnisblaði frá utanríkisráðuneytinu er vísað í skýrslu utanríkisráðherra til Alþingis frá því í maí síðastliðnum þar sem kom fram að ESB hefur skilgreint fimm áherslusvið eða tegundir verkefna við ráðstöfun þessara fjármuna: „1) aðlögunaraðstoð og stofnanauppbygging, 2) samstarf yfir landamæri, 3) byggðaþróun, þar sem markmiðið er að undirbúa ríkin fyrir þátttöku í stefnumiðum ESB (e. cohesion policy) og aðkomu að tengdum sjóðum, 4) mannauðsþróun, sem snýr að samheldnistefnumiðum ESB og undirbúningi fyrir væntanlega aðkomu að evrópska félagsmálasjóðnum, 5) dreifbýlisþróun, sem lýtur að undirbúningi þátttöku í sameiginlegri landbúnaðar- og dreifbýlisþróunarstefnu ESB. Er fyrstu tveimur flokkunum miðstýrt frá Brussel, en hinum þremur stýrt í hverju landi fyrir sig af stofnunum sem settar eru upp sérstaklega í því skyni." Eftir að Ísland sótti um aðild að ESB lagði framkvæmdastjórnin á þeim bæ til að Íslandi yrði gert kleift að fá IPA-stuðning og hlaut það samþykki á Evópuþinginu og í ráðherraráðinu og tók gildi 14. júlí sl. Samkvæmt tillögu framkvæmdastjórnar ESB skal 28 milljónum evra, eða á milli 4 og 5 milljörðum króna, varið til IPA-landsáætlunar fyrir Ísland á árunum 2011-2013. Nú ber að hafa í huga að hvað snertir Austur-Evrópuríki sem gengu inn í ESB, að þau voru með innviði og stjórnkerfi sem var mjög frábrugðið ESB. Þau voru fjárvana og veitti án efa ekki af stuðningi við aðlögun að stjórnkerfi sambandsins. Sumt hefðu þau eflaust þurft að gera óháð aðlögun að ESB. Annað var beinlínis nauðsynlegt til að innlimun gæti átt sér stað. Þetta endurspeglar okkar stöðu. Nú standa okkur til boða fjármunir, m.a. til breytinga í stjórnsýslu til aðlögunar. Sumt eru verkefni sem eru til góðs, án tillits til ESB-aðildar. Þegar ráðuneyti og fjárvana stofnanir nú standa frammi fyrir því að geta fengið stuðning til verkefna sem allir telja til góðs finnst mörgum án efa orka tvímælis að slá hendinni á móti slíku. Í þessu sambandi má minna á að í gegnum gagnkvæmt samstarf við ESB fáum við ýmsa styrki og höfum gert um árabil. Framlag kemur vissulega á móti enda er samstarfið ekki gjaldfrítt þegar ríki eru komin inn, hvort sem um er að ræða EES eða ESB. Hvað skal gera?Hvað er til ráða? Í mínum huga er frumskilyrði að upplýst sé um málið og að við gerum okkur fullkomlega grein fyrir því að við erum að njóta styrkja sem eru beinlínis sniðnir til þess að smyrja aðlögunarferlið að Evrópusambandinu. Í öðru lagi eigum við ekki að ráðast í kerfisbreytingar sem við réðumst eingöngu í til að fullnægja ESB en sem við myndum ella ekki gera án þess að áður hefði farið fram þjóðaratkvæðagreiðsla um inngöngu í sambandið og hún þar samþykkt. Ég hef hvatt til þess í umræðunni um hugsanlega aðild Íslands að Evrópusambandinu að Íslendingar geri sér grein fyrir því að Evrópusambandið er enginn hlutlaus aðili í þessu ferli. ESB ásælist Ísland. Það sáum við m.a. vel í ákalli forseta framkvæmdastjórnar ESB, Hermans Van Rompuy, í grein í Morgunblaðinu í maí. Hún bar yfirskriftina „Hvers vegna Evrópa þarfnast þín nú?" Nú þegar ESB opnar skrifstofur hér á landi til að kynna sinn málstað og reka fyrir honum áróður eins og boðað hefur verið og byrjar fyrir alvöru að bjóða í boðsferðir og upplýsingaferðir, þá ríður á að við séum meðvituð um að í bland er aðstoðin hugsuð sem „glerperlur og eldvatn" til að glæða áhuga okkar á að fá að sitja til borðs í Brussel. Íslendingar tryggja að mínu mati best hagsmuni sína með því að halda fast utan um auðlindir sínar, ekki síst sjávarauðlindina, og „hafa síðan heiminn allan undir sem markað og samstarfsvettvang í stað þess að múra okkur inni í enn einum evrópskum stórveldisdraumnum," einsog ég komst að orði í svargrein minn við boðskap forseta framkvæmdastjórnar ESB, sem séra Þórir Stephensen vitnar í. Kjarni málsinsEndanlegar ákvarðanir í þessu umdeilda máli koma hins vegar til með að liggja hjá þjóðinni. Við deilum um markmið og leiðir en hlítum síðan úrskurði þjóðarinnar. En til þess að geta tekið upplýsta ákvörðun þurfa allar staðreyndir að vera ljósar. Það er málefnalegt. Hræðsluáróður, spyr séra Þórir. Staðreyndir geta náttúrlega vakið óróa, jafnvel ótta. Ef eitthvað er að fara úrskeiðis í þessu ferli, þannig að það valdi okkur áhyggjum, þá ræðum við málið - orð eru til alls fyrst - og færum það síðan til betri vegar. En á endanum þá á þetta mál einsog öll stór mál sem varða þjóðarhag að vera í ákvörðunarvaldi þjóðarinnar. Og þannig verður það. Það er kjarni málsins.
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun