Umfjöllun: Keflavík ekki í vandræðum með Fjölni Stefán Árni Pálsson skrifar 11. nóvember 2010 22:30 Sigurður Gunnar Þorsteinsson. Mynd/Daníel Keflavík vann góðan sigur , 104-96, gegn Fjölni í kvöld í 6. umferð Iceland-Express deild karla en leikurinn fór fram í Grafarvogi. Heimamenn voru sterkari í fyrri hálfleik og spiluðu fínan körfubolta, en botninn datt alveg úr leik liðsins í þeim síðari. Keflvíkingar fóru aftur á móti í gang í þriðja leikhlutanum og lögðu gruninn að öruggum sigri. Bæði lið voru með fjögur stig fyrir leikinn í kvöld og hafa byrjað heldur brösuglega í vetur. Hvorugt liðið mátti við því að tapa og því var von á spennandi og skemmtilegum leik. Keflvíkingar hafa verið að slípa saman leikmannahópinn í tímabilinu og eru loks komnir með full mannaðan hóp. Fjölnismenn gengu í gegnum þjálfaraskipti snemma á tímabilinu þegar Örvar Kristjánsson tók við liðinu, en þeir hafa bætt leik sinn töluvert í síðustu leikjum. Leikurinn hófst með mikilli skotsýningu frá gestunum í Keflavík og komust þeir yfir,16- 9. Heimamenn vöknuðu aðeins eftir það og komu sér aftur inn í leikinn. Fjölnismenn hittu virkilega vel fyrir utan þriggja stiga línuna og voru allt í einu komnir með sex stiga forystu 30-24. Staðan eftir fyrsta leikhlutann var 32-27 fyrir Fjölni en bæði liðin léku fínan sóknarleik fyrstu tíu mínútur leiksins. Keflvíkingar byrjuðu annan leikhluta eins og í þeim fyrsta og komust fljótlega yfir. Lazar Trifunovic, leikmaður Keflvíkinga, var að leika frábærlega og var búinn að skora 16 stig í byrjun annars fjórðungs. Rétt eins og í fyrsta leikhlutanum þá fóru Fjölnismenn í gang þegar Keflvíkingar voru komnir með gott forskot. Heimamenn byrjuðu að spila sinn leik seint í leikhlutanum og náðu aftur að komast yfir, en staðan í hálfleik var 49-45 heimamönnum í vil. Tómas Heiðar Tómasson, leikmaður Fjölnis, var að leika virkilega vel og skoraði 19 stig í fyrri hálfleik, þar af fimm þriggja stiga körfur. Keflvíkingar hófu síðari hálfleikinn vel rétt eins og hina fjórðungana, en núna náðu þeir að halda haus og héldu forskotinu. Þegar þriðji leikhlutinn var hálfnaður var staðan 56-64 fyrir Keflvíkinga og allt annar bragur á liðinu frá því í fyrri hálfleiknum. Það var eins og að karfan væri stærri þeim megin sem Keflvíkingar sóttu en gjörsamlega allt fór ofan í hjá gestunum. Staðan fyrir loka fjórðunginn var 67-81 fyrir Keflvíkinga og fátt virtist geta komið í veg fyrir sigur gestanna. Keflavík hélt áfram uppteknum hættu í fjórða leikhlutanum og náðu mest 18 stiga forystu, 90-72. Fjölnismenn mega eiga það að þeir gáfust aldrei upp og spiluðu af fullum krafti út allan leiktímann. Sigurinn var aldrei í hættu hjá gestunum og lauk leiknum með 96-104 sigri Keflvíkinga. Mikil breyting er á leik Keflvíkinga frá því í byrjun móts og það er ljóst að þeir duttu í lukkupottinn þegar þeir fengu serbneska leikmanninn, Lazar Trifunovic en hann fór hreinlega á kostum í gær og skoraði 36 stig. Dominos-deild karla Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Körfubolti „Ég fer bara sáttur á koddann“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Sjá meira
Keflavík vann góðan sigur , 104-96, gegn Fjölni í kvöld í 6. umferð Iceland-Express deild karla en leikurinn fór fram í Grafarvogi. Heimamenn voru sterkari í fyrri hálfleik og spiluðu fínan körfubolta, en botninn datt alveg úr leik liðsins í þeim síðari. Keflvíkingar fóru aftur á móti í gang í þriðja leikhlutanum og lögðu gruninn að öruggum sigri. Bæði lið voru með fjögur stig fyrir leikinn í kvöld og hafa byrjað heldur brösuglega í vetur. Hvorugt liðið mátti við því að tapa og því var von á spennandi og skemmtilegum leik. Keflvíkingar hafa verið að slípa saman leikmannahópinn í tímabilinu og eru loks komnir með full mannaðan hóp. Fjölnismenn gengu í gegnum þjálfaraskipti snemma á tímabilinu þegar Örvar Kristjánsson tók við liðinu, en þeir hafa bætt leik sinn töluvert í síðustu leikjum. Leikurinn hófst með mikilli skotsýningu frá gestunum í Keflavík og komust þeir yfir,16- 9. Heimamenn vöknuðu aðeins eftir það og komu sér aftur inn í leikinn. Fjölnismenn hittu virkilega vel fyrir utan þriggja stiga línuna og voru allt í einu komnir með sex stiga forystu 30-24. Staðan eftir fyrsta leikhlutann var 32-27 fyrir Fjölni en bæði liðin léku fínan sóknarleik fyrstu tíu mínútur leiksins. Keflvíkingar byrjuðu annan leikhluta eins og í þeim fyrsta og komust fljótlega yfir. Lazar Trifunovic, leikmaður Keflvíkinga, var að leika frábærlega og var búinn að skora 16 stig í byrjun annars fjórðungs. Rétt eins og í fyrsta leikhlutanum þá fóru Fjölnismenn í gang þegar Keflvíkingar voru komnir með gott forskot. Heimamenn byrjuðu að spila sinn leik seint í leikhlutanum og náðu aftur að komast yfir, en staðan í hálfleik var 49-45 heimamönnum í vil. Tómas Heiðar Tómasson, leikmaður Fjölnis, var að leika virkilega vel og skoraði 19 stig í fyrri hálfleik, þar af fimm þriggja stiga körfur. Keflvíkingar hófu síðari hálfleikinn vel rétt eins og hina fjórðungana, en núna náðu þeir að halda haus og héldu forskotinu. Þegar þriðji leikhlutinn var hálfnaður var staðan 56-64 fyrir Keflvíkinga og allt annar bragur á liðinu frá því í fyrri hálfleiknum. Það var eins og að karfan væri stærri þeim megin sem Keflvíkingar sóttu en gjörsamlega allt fór ofan í hjá gestunum. Staðan fyrir loka fjórðunginn var 67-81 fyrir Keflvíkinga og fátt virtist geta komið í veg fyrir sigur gestanna. Keflavík hélt áfram uppteknum hættu í fjórða leikhlutanum og náðu mest 18 stiga forystu, 90-72. Fjölnismenn mega eiga það að þeir gáfust aldrei upp og spiluðu af fullum krafti út allan leiktímann. Sigurinn var aldrei í hættu hjá gestunum og lauk leiknum með 96-104 sigri Keflvíkinga. Mikil breyting er á leik Keflvíkinga frá því í byrjun móts og það er ljóst að þeir duttu í lukkupottinn þegar þeir fengu serbneska leikmanninn, Lazar Trifunovic en hann fór hreinlega á kostum í gær og skoraði 36 stig.
Dominos-deild karla Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Körfubolti „Ég fer bara sáttur á koddann“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Sjá meira