Fótbolti

KSÍ búið að reisa styttu til minningar um Albert Guðmundsson

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Albert Guðmundsson leikur sér með boltann á efri árum.
Albert Guðmundsson leikur sér með boltann á efri árum. Mynd/Ljósmyndasafn Reykjavíkur
Knattspyrnusamband Íslands hefur látið búa til styttu til minningar um Albert Guðmundsson, fyrsta íslenska atvinnumannsins í knattspyrnu, og mun afhjúpun hennar verða á laugardaginn klukkan 18.30.

Albert Guðmundsson spilaði með Rangers (1944-45), Arsenal (1945-1947), FC Nancy (1947-48) AC Milan (1948-49), RC Paris (1949-51) og Nizza (1951-54) á sínum feril í Evrópu en hann lék með Val áður en hann fór út í atvinnumennsku,

Albert var leikmaður í fyrsta íslenska landsliðinu í knattspyrnu og skorað tvö fyrstu A-landsliðsmörk Íslands í 2-4 tapi á móti Norðmönnum 24. júlí 1947.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×