Er RÚV dottið úr sambandi? 3. september 2010 06:00 Ég hef alltaf haldið að fyrirtækjum væri í mun að það sem þau hefðu fram að færa félli fólki í geð. Það virðist sem hjá RÚV sé þessu öfugt farið. Ekki var ég fyrr búin að jafna mig á því að Spaugstofan skyldi vera strokuð út en hafði þó á því ákveðinn skilning vegna of mikils kostnaðar. Dynur þá ekki yfir að þau ætla að skrúfa fyrir einn vinsælasta þáttinn á Rás 1 sem verið hefur um langa hríð. „Orð skulu standa" hafa unnið sér þann sess að fágætt er og hafa stjórnendur gert hann með óvenjulegum ágætum. Og ekki aðeins þáttinn, heldur settu þau á markað spil sem heitir „Kollgátan" og seldist það upp á skömmum tíma. Ég var svo heppin á fá þetta spil í jólagjöf og síðan þá hefur það verið í stöðugu láni til ungra jafnt sem aldinna, og spilað í öllum sumarbústaðaferðum og fjölskyldumótum hvers konar. Allt þetta sýnir hve vel tókst með „Orð skulu standa". Það efldi umræðu, vitund og áhuga á málinu okkar svo um munaði. Því er þessi ráðagerð þeirra á RÚV óskiljanleg ... nema þeim sé illa við að fólk hlusti á útvarpið. Annar þáttur er Andrarímur á sunnudagskvöldum sem margir sakna mjög. Og ef þið dirfist að segja að þetta sé nú bara gömul kerling að tuða þá er það út af fyrir sig rétt, en ekki flögrar að mér að biðja forláts á því nema síður sé og vitið þið hvað? Ég er meira að segja líka með kosningarétt. Pælið í því! En nú vil ég gjarnan vera dálítið hjálpleg og legg hér fram sparnaðartillögur sem mætti íhuga áður en vandaðir þættir sem höfða til fólks á öllum aldri eru slegnir af: Á Rás 2 eru oftlega þættir þar sem tveir ungir menn eru óþreytandi við að gaspra hvor upp í annan, flissandi að eigin aulabröndurum. Getur svona þáttur staðið í tvo eða þrjá tíma. Hvað kostar það? Í sjónvarpi horfa margir á boltann og ekki skal amast við því en er nauðsynlegt að safna saman mörgum mönnum til að „fjalla" um leikina og hvað kostar það? Útlistanir þeirra eru eflaust mjög djúpvitrar, ég efa það ekki. Eru þetta aðeins tvö dæmi af ýmsum sem gætu hugsanlega sparað stofnuninni töluvert fé. Einnig mætti íhuga sjónvarpslaust kvöld einu sinni í viku eins og tíðkaðist um árabil því betra er að hafa enga dagskrá en lélega. Ekki dettur mér í hug að minnast á dýra jeppa eða há laun, sei sei nei, en er kannski hægt að ætlast til að ráðsfólk á RÚV stingi sér í samband og skoði hverjum þau eiga að þjóna? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Skoðun Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ég hef alltaf haldið að fyrirtækjum væri í mun að það sem þau hefðu fram að færa félli fólki í geð. Það virðist sem hjá RÚV sé þessu öfugt farið. Ekki var ég fyrr búin að jafna mig á því að Spaugstofan skyldi vera strokuð út en hafði þó á því ákveðinn skilning vegna of mikils kostnaðar. Dynur þá ekki yfir að þau ætla að skrúfa fyrir einn vinsælasta þáttinn á Rás 1 sem verið hefur um langa hríð. „Orð skulu standa" hafa unnið sér þann sess að fágætt er og hafa stjórnendur gert hann með óvenjulegum ágætum. Og ekki aðeins þáttinn, heldur settu þau á markað spil sem heitir „Kollgátan" og seldist það upp á skömmum tíma. Ég var svo heppin á fá þetta spil í jólagjöf og síðan þá hefur það verið í stöðugu láni til ungra jafnt sem aldinna, og spilað í öllum sumarbústaðaferðum og fjölskyldumótum hvers konar. Allt þetta sýnir hve vel tókst með „Orð skulu standa". Það efldi umræðu, vitund og áhuga á málinu okkar svo um munaði. Því er þessi ráðagerð þeirra á RÚV óskiljanleg ... nema þeim sé illa við að fólk hlusti á útvarpið. Annar þáttur er Andrarímur á sunnudagskvöldum sem margir sakna mjög. Og ef þið dirfist að segja að þetta sé nú bara gömul kerling að tuða þá er það út af fyrir sig rétt, en ekki flögrar að mér að biðja forláts á því nema síður sé og vitið þið hvað? Ég er meira að segja líka með kosningarétt. Pælið í því! En nú vil ég gjarnan vera dálítið hjálpleg og legg hér fram sparnaðartillögur sem mætti íhuga áður en vandaðir þættir sem höfða til fólks á öllum aldri eru slegnir af: Á Rás 2 eru oftlega þættir þar sem tveir ungir menn eru óþreytandi við að gaspra hvor upp í annan, flissandi að eigin aulabröndurum. Getur svona þáttur staðið í tvo eða þrjá tíma. Hvað kostar það? Í sjónvarpi horfa margir á boltann og ekki skal amast við því en er nauðsynlegt að safna saman mörgum mönnum til að „fjalla" um leikina og hvað kostar það? Útlistanir þeirra eru eflaust mjög djúpvitrar, ég efa það ekki. Eru þetta aðeins tvö dæmi af ýmsum sem gætu hugsanlega sparað stofnuninni töluvert fé. Einnig mætti íhuga sjónvarpslaust kvöld einu sinni í viku eins og tíðkaðist um árabil því betra er að hafa enga dagskrá en lélega. Ekki dettur mér í hug að minnast á dýra jeppa eða há laun, sei sei nei, en er kannski hægt að ætlast til að ráðsfólk á RÚV stingi sér í samband og skoði hverjum þau eiga að þjóna?
Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar