Vakin af værum svefni vanans 12. nóvember 2010 07:00 Nú eru hópar í samfélaginu sem vilja draga úr samstarfi trúfélaga og skóla og ég tel ýmislegt sem hægt er að ræða í þeim hugmyndum. Það getur verið erfitt að vera barnið sem fær ekki að taka þátt þegar skólinn fer í heimsókn í kirkjuna eða þegar presturinn eða djákninn kemur í heimsókn í leikskólann. Skólinn er ekki staður fyrir trúboð. Trúboð á heima í kirkju en ekki í grunnskólum eða leikskólum. Um þetta er reyndar enginn ágreiningur og mörkin hafa verið að skerpast undanfarin ár að frumkvæði þjóðkirkjunnar. Ég skil þessa hópa því að mörgu leyti og mér finnst sitthvað gott í tillögum mannréttindaráðs en að sama skapi þykir mér sumt í tillögum þeirra bera vitni um þótta í garð kristni og þá sérstaklega þjóðkirkjunnar. En hvernig ætli hægt sé að vinna þetta svo að réttur barna sé tryggður og að foreldrar séu sáttir? Hagsmunir barnanna hljóta alltaf að vera í fyrirrúmi. Ég efast ekki eitt augnablik um að skólar, leikskólar, öll trúar- og lífsskoðunarfélög, íþróttafélög, skátar, tónlistarskólar og öll þau er vinna með börn vilji hag barna sem bestan. Margt kirkjunnar fólk hefur brugðist ókvæða við þessum tillögum mannréttindaráðs sem hér um ræðir enda upplifa mörg okkar tóninn í tillögunum sem yfirlætislegan. Reyndar veit ég ekki til þess að prestar séu hangandi á snerlinum í grunnskólum landsins og vilji komast inn til þess að berja börnin í höfuðið með Nýja testamentinu. Ég kannast heldur ekki við að það sé raunin í leikskólunum. Það sem mér finnst skorta er samtal um þessi mál við trú- og lífsskoðunarfélög, skólastjórnendur og foreldra með það að markmiði að komast sameiginlega að ásættanlegri lausn. En raunin er sú að Siðmennt er eina lífsskoðunarfélagið sem kom að tillögugerðinni. En hver veit nema það sem margir Íslendingar upplifa sem árás lítils hóps á kirkju og kristni sé það besta sem hefur komið fyrir kristni á Íslandi? Nú er fólk allt í einu farið að tala um trú á annarri hverri kaffistofu og í fjölskylduboðum og skrifa í blöðin og blogga um trúmál og kirkju. Það getur ekki verið annað en gott. Kannski þurftum við, kristið fólk á Íslandi, að láta vekja okkur af værum svefni vanans. Ég vona, trúi og bið þess að við þurfum ekki að óttast hugmyndir þessa hóps heldur verði þær einmitt til þess að styrkja trúfrelsi á Íslandi. Trúfrelsi er frelsi til trúar og trúleysis. Vonandi sprettur af þessu samtal sem kennir okkur að umgangast hvert annað af meiri virðingu hvaða lífsskoðun eða trú við höfum. Tölum saman af yfirvegun og með velferð barnanna okkar í huga. Samræða þeirra hópa er málið varða er lykillinn að farsælli lausn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Nú eru hópar í samfélaginu sem vilja draga úr samstarfi trúfélaga og skóla og ég tel ýmislegt sem hægt er að ræða í þeim hugmyndum. Það getur verið erfitt að vera barnið sem fær ekki að taka þátt þegar skólinn fer í heimsókn í kirkjuna eða þegar presturinn eða djákninn kemur í heimsókn í leikskólann. Skólinn er ekki staður fyrir trúboð. Trúboð á heima í kirkju en ekki í grunnskólum eða leikskólum. Um þetta er reyndar enginn ágreiningur og mörkin hafa verið að skerpast undanfarin ár að frumkvæði þjóðkirkjunnar. Ég skil þessa hópa því að mörgu leyti og mér finnst sitthvað gott í tillögum mannréttindaráðs en að sama skapi þykir mér sumt í tillögum þeirra bera vitni um þótta í garð kristni og þá sérstaklega þjóðkirkjunnar. En hvernig ætli hægt sé að vinna þetta svo að réttur barna sé tryggður og að foreldrar séu sáttir? Hagsmunir barnanna hljóta alltaf að vera í fyrirrúmi. Ég efast ekki eitt augnablik um að skólar, leikskólar, öll trúar- og lífsskoðunarfélög, íþróttafélög, skátar, tónlistarskólar og öll þau er vinna með börn vilji hag barna sem bestan. Margt kirkjunnar fólk hefur brugðist ókvæða við þessum tillögum mannréttindaráðs sem hér um ræðir enda upplifa mörg okkar tóninn í tillögunum sem yfirlætislegan. Reyndar veit ég ekki til þess að prestar séu hangandi á snerlinum í grunnskólum landsins og vilji komast inn til þess að berja börnin í höfuðið með Nýja testamentinu. Ég kannast heldur ekki við að það sé raunin í leikskólunum. Það sem mér finnst skorta er samtal um þessi mál við trú- og lífsskoðunarfélög, skólastjórnendur og foreldra með það að markmiði að komast sameiginlega að ásættanlegri lausn. En raunin er sú að Siðmennt er eina lífsskoðunarfélagið sem kom að tillögugerðinni. En hver veit nema það sem margir Íslendingar upplifa sem árás lítils hóps á kirkju og kristni sé það besta sem hefur komið fyrir kristni á Íslandi? Nú er fólk allt í einu farið að tala um trú á annarri hverri kaffistofu og í fjölskylduboðum og skrifa í blöðin og blogga um trúmál og kirkju. Það getur ekki verið annað en gott. Kannski þurftum við, kristið fólk á Íslandi, að láta vekja okkur af værum svefni vanans. Ég vona, trúi og bið þess að við þurfum ekki að óttast hugmyndir þessa hóps heldur verði þær einmitt til þess að styrkja trúfrelsi á Íslandi. Trúfrelsi er frelsi til trúar og trúleysis. Vonandi sprettur af þessu samtal sem kennir okkur að umgangast hvert annað af meiri virðingu hvaða lífsskoðun eða trú við höfum. Tölum saman af yfirvegun og með velferð barnanna okkar í huga. Samræða þeirra hópa er málið varða er lykillinn að farsælli lausn.
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun