Bréf til hægrimanna Jóhann Páll Jóhannsson og Ólafur Kjaran Árnason skrifar 25. júní 2010 06:15 Kæru hægrimenn. Hugsjónir ykkar hafa átt stóran þátt í lífskjarabótum og framförum síðari alda. Því er brýnt að á Alþingi Íslendinga sitji traustir og marktækir málsvarar einstaklingsframtaks og markaðsfrelsis. Sjálfstæðisflokkurinn er eini stjórnmálaflokkurinn á Íslandi sem kennir sig við hægristefnu. Þingmenn flokksins eru sextán talsins. Þeirra á meðal eru Ásbjörn Óttarsson, sem játaði að hafa greitt sér tugi milljóna í arðgreiðslur með ólöglegum hætti, Árni Johnsen, dæmdur þjófur og Sigurður Kári Kristjánsson sem þáði 4,6 milljónir í prófkjörsstyrki en neitar að upplýsa hverjir styrkveitendurnir voru. Einnig situr Guðlaugur Þór Þórðarson enn á þingi, en hann þáði tæplega 25 milljónir í styrki fyrir prófskjörsbaráttu sína árið 2006, að mestu leyti frá útrásarvíkingum. Sama ár hafði hann milligöngu um 30 milljón króna styrk frá FL Group og 25 milljón króna styrk frá Landsbankanum til Sjálfstæðisflokksins. Styrkirnir eru sérstaklega vafasamir í ljósi þess að styrkveitendur höfðu beinna hagsmuna að gæta í ýmsum deilumálum þessara ára. Þegar þannig er í pottinn búið leitar orðið mútur óhjákvæmilega á hugann. Formaður Sjálfstæðisflokksins, Bjarni Benediktsson, tók þátt í milljarðabraski ásamt Wernersbræðrum skömmu fyrir hrun þegar hann var stjórnarformaður N1, eins stærsta olíufyrirtækis á Íslandi. Fleiri framámenn flokksins tengjast ýmsum vafasömum viðskiptaævintýrum fortíðarinnar, en erfitt er að ímynda sér að fólk í slíkri stöðu geti með trúverðugum hætti tryggt heilbrigða samkeppni í anda hægristefnu.Ólafur KjaranSjálfstæðismenn hafa haft undirtökin á Íslandi síðustu áratugi. Eftirfarandi dæmi eru lýsandi fyrir starfshætti flokksins. Í valdatíð hans stóðu stjórnvöld tryggilega vörð um kvótakerfið með tilheyrandi braski, veðsetningu aflaheimilda og skuldsetningu í sjávarútvegi. Þá skal nefna þau forkastanlegu vinnubrögð sem viðhöfð voru við einkavæðingu bankanna, en eins og Rannsóknarskýrsla Alþingis varpar ljósi á voru lögmál markaðarins þar að engu höfð. Að sögn Steingríms Ara Arasonar sem sat í Einkavæðingarnefnd var hér um pólitíska ákvörðun að ræða; Landsbankinn var ekki einu sinni seldur hæstbjóðanda heldur hreinlega afhentur flokksgæðingum. Meðan Sjálfstæðisflokkurinn sat við völd var Ísland gert að stuðningsaðila ólöglegs innrásarstríðs í Írak sem kostað hefur hundruð þúsunda óbreyttra borgara lífið. Loks ber að geta REI-málsins þegar reynt var að koma orkufyrirtækjum í hendur útrásarvíkinga á undirverði. Stuttu síðar afhjúpuðu sjálfstæðismenn valdagræðgi sína með meirihlutasamstarfinu við Ólaf F. Magnússon. Ofangreind vinnubrögð hljóta að misbjóða öllu heiðvirðu fólki. Nú er landsfundur Sjálfstæðisflokksins á næsta leiti. Undirritaðir hvetja sjálfstæðismenn til að horfast í augu við afglöp liðinnar tíðar, uppræta spillinguna og gera róttækar breytingar á starfsháttum og forystu flokksins. Takist það ekki hljóta heiðarlegir og réttsýnir hægrimenn að segja skilið við Sjálfstæðisflokkinn. Ef hægrimenn vilja láta taka mark á sér er kannski eðlilegast að þeir stofni nýtt stjórnmálaafl. Öllum ætti að vera ljóst að það er gjörsamlega ósamrýmanlegt að berjast fyrir betra þjóðfélagi en styðja um leið spilltan og siðlausan stjórnmálaflokk. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson Skoðun Af töppum Einar Bárðarson Skoðun Hinir mannlegu englar Landspítalans Sveinn Hjörtur Guðfinnsson Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stjórnarskráin Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun „Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…” Marta Wieczorek skrifar Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Hinir mannlegu englar Landspítalans Sveinn Hjörtur Guðfinnsson skrifar Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson skrifar Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um akademískt frelsi Björn Þorsteinsson skrifar Skoðun Samræmd próf jafna stöðuna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun VR og við sem erum miðaldra Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna - minn formaður Katrín Atladóttir skrifar Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – II – ákvörðun launa Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Djarfar áherslur – sterkara VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Af töppum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Kæru hægrimenn. Hugsjónir ykkar hafa átt stóran þátt í lífskjarabótum og framförum síðari alda. Því er brýnt að á Alþingi Íslendinga sitji traustir og marktækir málsvarar einstaklingsframtaks og markaðsfrelsis. Sjálfstæðisflokkurinn er eini stjórnmálaflokkurinn á Íslandi sem kennir sig við hægristefnu. Þingmenn flokksins eru sextán talsins. Þeirra á meðal eru Ásbjörn Óttarsson, sem játaði að hafa greitt sér tugi milljóna í arðgreiðslur með ólöglegum hætti, Árni Johnsen, dæmdur þjófur og Sigurður Kári Kristjánsson sem þáði 4,6 milljónir í prófkjörsstyrki en neitar að upplýsa hverjir styrkveitendurnir voru. Einnig situr Guðlaugur Þór Þórðarson enn á þingi, en hann þáði tæplega 25 milljónir í styrki fyrir prófskjörsbaráttu sína árið 2006, að mestu leyti frá útrásarvíkingum. Sama ár hafði hann milligöngu um 30 milljón króna styrk frá FL Group og 25 milljón króna styrk frá Landsbankanum til Sjálfstæðisflokksins. Styrkirnir eru sérstaklega vafasamir í ljósi þess að styrkveitendur höfðu beinna hagsmuna að gæta í ýmsum deilumálum þessara ára. Þegar þannig er í pottinn búið leitar orðið mútur óhjákvæmilega á hugann. Formaður Sjálfstæðisflokksins, Bjarni Benediktsson, tók þátt í milljarðabraski ásamt Wernersbræðrum skömmu fyrir hrun þegar hann var stjórnarformaður N1, eins stærsta olíufyrirtækis á Íslandi. Fleiri framámenn flokksins tengjast ýmsum vafasömum viðskiptaævintýrum fortíðarinnar, en erfitt er að ímynda sér að fólk í slíkri stöðu geti með trúverðugum hætti tryggt heilbrigða samkeppni í anda hægristefnu.Ólafur KjaranSjálfstæðismenn hafa haft undirtökin á Íslandi síðustu áratugi. Eftirfarandi dæmi eru lýsandi fyrir starfshætti flokksins. Í valdatíð hans stóðu stjórnvöld tryggilega vörð um kvótakerfið með tilheyrandi braski, veðsetningu aflaheimilda og skuldsetningu í sjávarútvegi. Þá skal nefna þau forkastanlegu vinnubrögð sem viðhöfð voru við einkavæðingu bankanna, en eins og Rannsóknarskýrsla Alþingis varpar ljósi á voru lögmál markaðarins þar að engu höfð. Að sögn Steingríms Ara Arasonar sem sat í Einkavæðingarnefnd var hér um pólitíska ákvörðun að ræða; Landsbankinn var ekki einu sinni seldur hæstbjóðanda heldur hreinlega afhentur flokksgæðingum. Meðan Sjálfstæðisflokkurinn sat við völd var Ísland gert að stuðningsaðila ólöglegs innrásarstríðs í Írak sem kostað hefur hundruð þúsunda óbreyttra borgara lífið. Loks ber að geta REI-málsins þegar reynt var að koma orkufyrirtækjum í hendur útrásarvíkinga á undirverði. Stuttu síðar afhjúpuðu sjálfstæðismenn valdagræðgi sína með meirihlutasamstarfinu við Ólaf F. Magnússon. Ofangreind vinnubrögð hljóta að misbjóða öllu heiðvirðu fólki. Nú er landsfundur Sjálfstæðisflokksins á næsta leiti. Undirritaðir hvetja sjálfstæðismenn til að horfast í augu við afglöp liðinnar tíðar, uppræta spillinguna og gera róttækar breytingar á starfsháttum og forystu flokksins. Takist það ekki hljóta heiðarlegir og réttsýnir hægrimenn að segja skilið við Sjálfstæðisflokkinn. Ef hægrimenn vilja láta taka mark á sér er kannski eðlilegast að þeir stofni nýtt stjórnmálaafl. Öllum ætti að vera ljóst að það er gjörsamlega ósamrýmanlegt að berjast fyrir betra þjóðfélagi en styðja um leið spilltan og siðlausan stjórnmálaflokk.
Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar
Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun