„Ó borg mín borg“, hvert ert þú að fara? 11. nóvember 2010 06:00 Tilefni þessara skrifa er ákvörðun Orkuveitu Reykjavíkur að hækka raforkuverð til neytenda verulega. Í Morgunblaðinu 31. júlí sl. er grein með yfirskriftinni: „Greiða lítinn arð til eigenda. Orkufyrirtækin hafa ekki greitt mikinn arð til eigenda sinna síðustu árin. Fyrirtækin greiða tugi milljarða í vexti á hverju ári til erlendra banka. Aðeins Orkuveita Reykjavíkur hefur greitt arð til eigenda." Tilvitnun lýkur. Við lestur greinarinnar vakna ýmsar spurningar. Eins og t.d. hver á Orkuveitu Reykjavíkur? Eru það ekki þeir sem borga reikningana frá Orkuveitu Reykjavíkur, sem nú breiðir úr sér langt út fyrir borgarmörkin? Eru það ekki hinir raunverulegu eigendur sem eiga að fá greiddan arð? Hafa stjórn og starfsmenn Orkuveitu Reykjavíkur einkarétt á arðgreiðslum, sbr. grein í Fréttablaðinu 3. ágúst sl.: „Meðallaun í OR 470 þúsund - 16% hækkun hefur orðið á launum starfsmanna Orkuveitu Reykjavíkur á síðustu þremur árum."? Tilvitnun lýkur. Ég vísa einnig í grein í Fréttablaðinu 3. sept. sl. með yfirskriftinni: „Reiðarslag fyrir garðyrkjuna." Tilvitnun lýkur. En hvað með heimilin, aðra neytendur og fyrirtæki? Ég er ekki sátt og fór því á stúfana til að grennslast fyrir um hina lagalegu hlið málsins. Mig minnir nefnilega að bygging Perlunnar á kostnað orkunotenda hafi verið mjög umdeild á sínum tíma, en hún mun sennilega hafa verið upphafið að arðráni Hitaveitu Reykjavíkur, sem nú heitir Orkuveita Reykjavíkur. Í stjórnsýslulögum og vitna ég þá til kennslubókar í norskum stjórnsýslurétti, og gildir væntanlega það sama í norrænum rétti, geta orkuveitur á vegum sveitarfélaga og á það enn frekar við um einokunarfyrirtæki, ekki innheimt samkvæmt gjaldskrá meira fé en sem nemur útgjöldum fyrirtækisins. Ef um orkufyrirtæki er að ræða þá má ekki innheimta meira fé en til að standa undir rekstri og fjárfestingum (lánum og afskriftum) vegna orkuöflunar. Fyrirtækið má innheimta fyrir óvissum útgjöldum en ekki meira en það. Svo hefur verið áratugum saman. Að greiddur er virðisaukaskattur undirstrikar að verið sé að greiða fyrir vöru eða þjónustu, sem sveitarfélagið má ekki nota til óbeinnar skattheimtu. Sé hagnaður á fyrirtækinu settur í rekstur sveitarfélagsins er það ólöglegt. Ef fyrirtækið greiðir til reksturs sveitarfélagsins telst það skattheimta. Arðgreiðsla til sveitarfélagsins er því óbeinn skattur til þess og þarf lagaheimild til samkvæmt stjórnarskrá. Arðgreiðsla til Reykjavíkurborgar er skattur sem neytendur orku þurfa að greiða og er ólögmæt greiðsla. Af hverju skulu Hvergerðingar og Kópavogsbúar greiða óbeinan skatt til að halda uppi rekstri Reykjavíkurborgar? Af hverju eiga orkunotendur almennt að greiða sérstakan skatt í formi arðgreiðslna til Reykjavíkurborgar? Að skattleggja orkunotendur sérstaklega til að halda uppi almennum rekstri höfuðborgarinnar er ólögmæt skattheimta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Tilefni þessara skrifa er ákvörðun Orkuveitu Reykjavíkur að hækka raforkuverð til neytenda verulega. Í Morgunblaðinu 31. júlí sl. er grein með yfirskriftinni: „Greiða lítinn arð til eigenda. Orkufyrirtækin hafa ekki greitt mikinn arð til eigenda sinna síðustu árin. Fyrirtækin greiða tugi milljarða í vexti á hverju ári til erlendra banka. Aðeins Orkuveita Reykjavíkur hefur greitt arð til eigenda." Tilvitnun lýkur. Við lestur greinarinnar vakna ýmsar spurningar. Eins og t.d. hver á Orkuveitu Reykjavíkur? Eru það ekki þeir sem borga reikningana frá Orkuveitu Reykjavíkur, sem nú breiðir úr sér langt út fyrir borgarmörkin? Eru það ekki hinir raunverulegu eigendur sem eiga að fá greiddan arð? Hafa stjórn og starfsmenn Orkuveitu Reykjavíkur einkarétt á arðgreiðslum, sbr. grein í Fréttablaðinu 3. ágúst sl.: „Meðallaun í OR 470 þúsund - 16% hækkun hefur orðið á launum starfsmanna Orkuveitu Reykjavíkur á síðustu þremur árum."? Tilvitnun lýkur. Ég vísa einnig í grein í Fréttablaðinu 3. sept. sl. með yfirskriftinni: „Reiðarslag fyrir garðyrkjuna." Tilvitnun lýkur. En hvað með heimilin, aðra neytendur og fyrirtæki? Ég er ekki sátt og fór því á stúfana til að grennslast fyrir um hina lagalegu hlið málsins. Mig minnir nefnilega að bygging Perlunnar á kostnað orkunotenda hafi verið mjög umdeild á sínum tíma, en hún mun sennilega hafa verið upphafið að arðráni Hitaveitu Reykjavíkur, sem nú heitir Orkuveita Reykjavíkur. Í stjórnsýslulögum og vitna ég þá til kennslubókar í norskum stjórnsýslurétti, og gildir væntanlega það sama í norrænum rétti, geta orkuveitur á vegum sveitarfélaga og á það enn frekar við um einokunarfyrirtæki, ekki innheimt samkvæmt gjaldskrá meira fé en sem nemur útgjöldum fyrirtækisins. Ef um orkufyrirtæki er að ræða þá má ekki innheimta meira fé en til að standa undir rekstri og fjárfestingum (lánum og afskriftum) vegna orkuöflunar. Fyrirtækið má innheimta fyrir óvissum útgjöldum en ekki meira en það. Svo hefur verið áratugum saman. Að greiddur er virðisaukaskattur undirstrikar að verið sé að greiða fyrir vöru eða þjónustu, sem sveitarfélagið má ekki nota til óbeinnar skattheimtu. Sé hagnaður á fyrirtækinu settur í rekstur sveitarfélagsins er það ólöglegt. Ef fyrirtækið greiðir til reksturs sveitarfélagsins telst það skattheimta. Arðgreiðsla til sveitarfélagsins er því óbeinn skattur til þess og þarf lagaheimild til samkvæmt stjórnarskrá. Arðgreiðsla til Reykjavíkurborgar er skattur sem neytendur orku þurfa að greiða og er ólögmæt greiðsla. Af hverju skulu Hvergerðingar og Kópavogsbúar greiða óbeinan skatt til að halda uppi rekstri Reykjavíkurborgar? Af hverju eiga orkunotendur almennt að greiða sérstakan skatt í formi arðgreiðslna til Reykjavíkurborgar? Að skattleggja orkunotendur sérstaklega til að halda uppi almennum rekstri höfuðborgarinnar er ólögmæt skattheimta.
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun