Umfjöllun: Framstúlkur léku sér að Tresnjevka Rafnar Orri Gunnarsson skrifar 14. febrúar 2010 17:45 Úr leik liðanna í dag. Mynd/Vilhelm Í dag fór fram seinni viðureign Fram og Tresnjevka í Áskorendakeppni Evrópu. Fyrri leikurinn var leikinn í gær og endaði með sigri fram, 31-26. Það var sama upp á teningnum í dag, Fram stúlkur fóru létt með þær króatísku og unnu leikinn sannfærandi, 39-25. Fram liðið byrjaði leikinn af miklum krafti og stúlkurnar ákveðnar í að klára dæmið. Þær skoruðu fyrstu fimm mörk leiksins og leit út fyrir að þær króatísku hafi ekki sofið vel í nótt. Það var ekki fyrr en eftir sjö mínútur sem að gestirnir skoruðu fyrsta markið og byrjuðu að taka þátt í leiknum. Íris Björk Símonardóttir, markvörður Fram, var frábær í markinu og lokaði rammanum. Þær króatísku voru þó frekar bragðdaufar og vantaði alla leikgleði og vilja í allt lið gestanna. Framstúlkur voru hinsvegar eldhressar og spilagleðin mikil. Þær spiluðu vel og áttu margar fínar sóknir í fyrri hálfleik. Heimastúlkur leiddu sannfærandi í hálfleik með tíu marka mun, 21-11. Leikurinn spilaðist áfram á sama veg í seinni hálfleik. Fram-liðið var sterkt og það virtist ekki skipta máli hvaða leikmenn voru inn á, því liðið spilaði glimrandi handbolta. Framstúlkur náðu mest fjórtán marka mun í leiknum og voru lengi vel með tíu til þráttán marka forystu sem gefur eðlilega til kynna að króatísku gestirnir áttu aldrei erindi í þennan leik. Góður sigur hjá stelpunum í Fram, lokatölur sem fyrr segir, 39-25. Báðir markverðir Fram, þær Helga Vala Jónsdóttir og Íris Björk Símonardóttir voru frábærar í dag. Marthe Sördal fór á kostum í sóknarleiknum og var hundrað prósent nýtingu, átta mörk í átta skotum. Markahæstar í liði Tresnjevka voru þær Milic Tea með fjögur mörk og Renata Knjezevic með sex mörk. Fram-Tresnjevka 39-25 (21-11) Mörk Fram (skot): Marthe Sördal 8 (8), Guðrún Þóra Hálfdánsdóttir 6 (9), Sigurbjörg Jóhannsdóttir 6 (7) (1/1), Karen Knútsdóttir 5 (8) (1/2), Hildur Þorgeirsdóttir 3 (4), Pavla Nevarilova 3 (6), Stella Sigurðardóttir 3 (10), Anna María Guðmundsdóttir 2 (2), Anna Gunnlaug Friðriksdóttir 1 (1), Hafdís Inga Hinriksdóttir 1 (2). Varin skot: Helga Vala Jónsdóttir 10/27 37 %. Íris Björk Símonardóttir 8/23 35%. Hraðaupphlaup: 9 (Marthe 5, Guðrún Þóra 2, Pavla, Sigurbjörg.) Fiskuð víti: 2 (Pavla, Anna María) Utan vallar: 8 min. Dómarar: Eydun Samúelsen og Andreas F. Hansen, góðir. Olís-deild kvenna Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Saka ekki alvarlega meiddur Enski boltinn „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Formúla 1 Fleiri fréttir Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Sjá meira
Í dag fór fram seinni viðureign Fram og Tresnjevka í Áskorendakeppni Evrópu. Fyrri leikurinn var leikinn í gær og endaði með sigri fram, 31-26. Það var sama upp á teningnum í dag, Fram stúlkur fóru létt með þær króatísku og unnu leikinn sannfærandi, 39-25. Fram liðið byrjaði leikinn af miklum krafti og stúlkurnar ákveðnar í að klára dæmið. Þær skoruðu fyrstu fimm mörk leiksins og leit út fyrir að þær króatísku hafi ekki sofið vel í nótt. Það var ekki fyrr en eftir sjö mínútur sem að gestirnir skoruðu fyrsta markið og byrjuðu að taka þátt í leiknum. Íris Björk Símonardóttir, markvörður Fram, var frábær í markinu og lokaði rammanum. Þær króatísku voru þó frekar bragðdaufar og vantaði alla leikgleði og vilja í allt lið gestanna. Framstúlkur voru hinsvegar eldhressar og spilagleðin mikil. Þær spiluðu vel og áttu margar fínar sóknir í fyrri hálfleik. Heimastúlkur leiddu sannfærandi í hálfleik með tíu marka mun, 21-11. Leikurinn spilaðist áfram á sama veg í seinni hálfleik. Fram-liðið var sterkt og það virtist ekki skipta máli hvaða leikmenn voru inn á, því liðið spilaði glimrandi handbolta. Framstúlkur náðu mest fjórtán marka mun í leiknum og voru lengi vel með tíu til þráttán marka forystu sem gefur eðlilega til kynna að króatísku gestirnir áttu aldrei erindi í þennan leik. Góður sigur hjá stelpunum í Fram, lokatölur sem fyrr segir, 39-25. Báðir markverðir Fram, þær Helga Vala Jónsdóttir og Íris Björk Símonardóttir voru frábærar í dag. Marthe Sördal fór á kostum í sóknarleiknum og var hundrað prósent nýtingu, átta mörk í átta skotum. Markahæstar í liði Tresnjevka voru þær Milic Tea með fjögur mörk og Renata Knjezevic með sex mörk. Fram-Tresnjevka 39-25 (21-11) Mörk Fram (skot): Marthe Sördal 8 (8), Guðrún Þóra Hálfdánsdóttir 6 (9), Sigurbjörg Jóhannsdóttir 6 (7) (1/1), Karen Knútsdóttir 5 (8) (1/2), Hildur Þorgeirsdóttir 3 (4), Pavla Nevarilova 3 (6), Stella Sigurðardóttir 3 (10), Anna María Guðmundsdóttir 2 (2), Anna Gunnlaug Friðriksdóttir 1 (1), Hafdís Inga Hinriksdóttir 1 (2). Varin skot: Helga Vala Jónsdóttir 10/27 37 %. Íris Björk Símonardóttir 8/23 35%. Hraðaupphlaup: 9 (Marthe 5, Guðrún Þóra 2, Pavla, Sigurbjörg.) Fiskuð víti: 2 (Pavla, Anna María) Utan vallar: 8 min. Dómarar: Eydun Samúelsen og Andreas F. Hansen, góðir.
Olís-deild kvenna Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Saka ekki alvarlega meiddur Enski boltinn „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Formúla 1 Fleiri fréttir Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Sjá meira