Úlfar Hauksson: Íslenskur sjávarútvegur og Evrópusambandið Úlfar Hauksson skrifar 12. apríl 2010 06:00 Helgi Áss Grétarsson ritar grein hér í Fréttablaðinu þann 10. þessa mánaðar undir yfirskriftinni "Fiskveiðistefna Íslands og ESB". Í greininni er Helgi Áss í og með að svara skrifum mínum hér á síðum blaðsins frá 31. mars sl. þar sem ég brást við grein Helga frá því 27. mars! Tilefni skrifanna er að við Helgi erum ekki sammála um réttmæti þess að bera saman árangur íslenska fiskveiðistjórnunarkerfisins við sameiginlega sjávarútvegsstefnu ESB. Helgi Áss telur að það sé eðlilegt að bera saman að jöfnu fiskveiðistjórnun á Íslandsmiðum við fiskveiðistjórnun á hafsvæði ESB ríkjanna. Ég tel hins vegar að hér sé um ósambærilega hluti að ræða af augljósum efnahags- og landfræðilegum ástæðum. Annars vegar höfum við svo til einangraða lögsögu Íslands og að langmestu leyti staðbundna stofna. Í fyrri grein minni líkti ég með réttu aðstæðum til fiskveiðistjórnunar á Íslandsmiðum við fiskabúr. Jafnframt er augljóst að miðað við þann afla sem tekin er úr sjó á Íslandsmiðum í dag, eftir áratuga kvótakerfi, megi efast um gæði kerfisins til að byggja upp fiskistofna þó að það hafi knúið fram hagræðingu í greininni. Hins vegar höfum við lögsögur ESB ríkjanna sem skarast undantekningarlaust og fiskistofnar eru að sama skapi sameiginlegir sem gerir alla stjórnun mun flóknari. Þrátt fyrir að ýmislegt sé ábótavant við fiskveiðistjórnun í ESB eru þó dæmi um blómlegann sjávarútveg sem m.a. Íslendingar hafa talið hagstætt að fjárfesta í. Kjarninn í þessari umræðu er þó sá að ég tel að um slíkan grundvallaraðstöðumun sé að ræða á milli Íslands og ESB hvað fiskveiðistjórnun varðar að um ósambærilega hluti sé að ræða. Helgi Áss er ósammála mér og verður svo að vera. Ámælisverð vinnubrögðAnnað og verra er að í svargrein sinni tekur Helgi þann pól í hæðina að leggja mér orð í munn með eftirfarandi staðhæfingu: "Ólíkt því sem margir halda fram (sjá m.a. grein Úlfars Haukssonar í Fréttablaðinu 31. mars sl.), þá á sameiginleg fiskveiðistefna ESB ekki rætur sínar að rekja til þess að forsvarsmenn Evrópuríkja hafi fengið innblástur um nauðsyn þess að hafa sameiginlega stefnu í þessum málum. Upphaf hennar má rekja til hagsmuna þeirra sex ríkja sem stofnuðu Efnahagsbandalag Evrópu þegar ljóst var að fjögur fiskveiðiríki sóttu um aðild að bandalaginu árið 1970."Í grein minni frá 31. mars kemur hvergi fram það sjónarmið að upphaf sameiginlegrar fiskveiðistefnu ESB megi rekja til einhvers sem kalla má "innblásturs" forsvarsmanna Evrópuríkja um mikilvægi sameiginlegara sjávarútvegsstefnu. Hins vegar má fullyrða hér og nú, að hefðu menn ekki farið af stað um mótun sameiginlegrar stefnu í einhverri mynd, undir þeim pólitísku formerkjum sem uppi voru árið 1970, þegar 12 mílna efnahagsögsaga var regla þá hefði það óhjákvæmilega gerst seinna þegar 200 mílna lögsaga var innleidd. Þessi saga, sem og annað sem viðkemur sjávarútvegsstefnu ESB, er ítarlega rakin í bók minni "Gert út frá Brussel? Íslenskur sjávarútvegur og Evrópusambandið - sjávarútvegsstefna ESB rannsökuð út frá hugsanlegri aðild Íslands að sambandinu" og kom út hjá Háskólaútgáfunni árið 2002.Vægt til orða tekið þá er það ámælisvert í akademísku starfi, sem og í almennri umræðu, að hafa vísvitandi rangt eftir öðrum við skrif og rannsóknir og afbaka umræðuna með þeim hætti. Undirritaður mun því ekki eiga frekari orðaskipti við Helga Áss hér á síðum blaðsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Helgi Áss Grétarsson ritar grein hér í Fréttablaðinu þann 10. þessa mánaðar undir yfirskriftinni "Fiskveiðistefna Íslands og ESB". Í greininni er Helgi Áss í og með að svara skrifum mínum hér á síðum blaðsins frá 31. mars sl. þar sem ég brást við grein Helga frá því 27. mars! Tilefni skrifanna er að við Helgi erum ekki sammála um réttmæti þess að bera saman árangur íslenska fiskveiðistjórnunarkerfisins við sameiginlega sjávarútvegsstefnu ESB. Helgi Áss telur að það sé eðlilegt að bera saman að jöfnu fiskveiðistjórnun á Íslandsmiðum við fiskveiðistjórnun á hafsvæði ESB ríkjanna. Ég tel hins vegar að hér sé um ósambærilega hluti að ræða af augljósum efnahags- og landfræðilegum ástæðum. Annars vegar höfum við svo til einangraða lögsögu Íslands og að langmestu leyti staðbundna stofna. Í fyrri grein minni líkti ég með réttu aðstæðum til fiskveiðistjórnunar á Íslandsmiðum við fiskabúr. Jafnframt er augljóst að miðað við þann afla sem tekin er úr sjó á Íslandsmiðum í dag, eftir áratuga kvótakerfi, megi efast um gæði kerfisins til að byggja upp fiskistofna þó að það hafi knúið fram hagræðingu í greininni. Hins vegar höfum við lögsögur ESB ríkjanna sem skarast undantekningarlaust og fiskistofnar eru að sama skapi sameiginlegir sem gerir alla stjórnun mun flóknari. Þrátt fyrir að ýmislegt sé ábótavant við fiskveiðistjórnun í ESB eru þó dæmi um blómlegann sjávarútveg sem m.a. Íslendingar hafa talið hagstætt að fjárfesta í. Kjarninn í þessari umræðu er þó sá að ég tel að um slíkan grundvallaraðstöðumun sé að ræða á milli Íslands og ESB hvað fiskveiðistjórnun varðar að um ósambærilega hluti sé að ræða. Helgi Áss er ósammála mér og verður svo að vera. Ámælisverð vinnubrögðAnnað og verra er að í svargrein sinni tekur Helgi þann pól í hæðina að leggja mér orð í munn með eftirfarandi staðhæfingu: "Ólíkt því sem margir halda fram (sjá m.a. grein Úlfars Haukssonar í Fréttablaðinu 31. mars sl.), þá á sameiginleg fiskveiðistefna ESB ekki rætur sínar að rekja til þess að forsvarsmenn Evrópuríkja hafi fengið innblástur um nauðsyn þess að hafa sameiginlega stefnu í þessum málum. Upphaf hennar má rekja til hagsmuna þeirra sex ríkja sem stofnuðu Efnahagsbandalag Evrópu þegar ljóst var að fjögur fiskveiðiríki sóttu um aðild að bandalaginu árið 1970."Í grein minni frá 31. mars kemur hvergi fram það sjónarmið að upphaf sameiginlegrar fiskveiðistefnu ESB megi rekja til einhvers sem kalla má "innblásturs" forsvarsmanna Evrópuríkja um mikilvægi sameiginlegara sjávarútvegsstefnu. Hins vegar má fullyrða hér og nú, að hefðu menn ekki farið af stað um mótun sameiginlegrar stefnu í einhverri mynd, undir þeim pólitísku formerkjum sem uppi voru árið 1970, þegar 12 mílna efnahagsögsaga var regla þá hefði það óhjákvæmilega gerst seinna þegar 200 mílna lögsaga var innleidd. Þessi saga, sem og annað sem viðkemur sjávarútvegsstefnu ESB, er ítarlega rakin í bók minni "Gert út frá Brussel? Íslenskur sjávarútvegur og Evrópusambandið - sjávarútvegsstefna ESB rannsökuð út frá hugsanlegri aðild Íslands að sambandinu" og kom út hjá Háskólaútgáfunni árið 2002.Vægt til orða tekið þá er það ámælisvert í akademísku starfi, sem og í almennri umræðu, að hafa vísvitandi rangt eftir öðrum við skrif og rannsóknir og afbaka umræðuna með þeim hætti. Undirritaður mun því ekki eiga frekari orðaskipti við Helga Áss hér á síðum blaðsins.
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun