Úlfar Hauksson: Íslenskur sjávarútvegur og Evrópusambandið Úlfar Hauksson skrifar 12. apríl 2010 06:00 Helgi Áss Grétarsson ritar grein hér í Fréttablaðinu þann 10. þessa mánaðar undir yfirskriftinni "Fiskveiðistefna Íslands og ESB". Í greininni er Helgi Áss í og með að svara skrifum mínum hér á síðum blaðsins frá 31. mars sl. þar sem ég brást við grein Helga frá því 27. mars! Tilefni skrifanna er að við Helgi erum ekki sammála um réttmæti þess að bera saman árangur íslenska fiskveiðistjórnunarkerfisins við sameiginlega sjávarútvegsstefnu ESB. Helgi Áss telur að það sé eðlilegt að bera saman að jöfnu fiskveiðistjórnun á Íslandsmiðum við fiskveiðistjórnun á hafsvæði ESB ríkjanna. Ég tel hins vegar að hér sé um ósambærilega hluti að ræða af augljósum efnahags- og landfræðilegum ástæðum. Annars vegar höfum við svo til einangraða lögsögu Íslands og að langmestu leyti staðbundna stofna. Í fyrri grein minni líkti ég með réttu aðstæðum til fiskveiðistjórnunar á Íslandsmiðum við fiskabúr. Jafnframt er augljóst að miðað við þann afla sem tekin er úr sjó á Íslandsmiðum í dag, eftir áratuga kvótakerfi, megi efast um gæði kerfisins til að byggja upp fiskistofna þó að það hafi knúið fram hagræðingu í greininni. Hins vegar höfum við lögsögur ESB ríkjanna sem skarast undantekningarlaust og fiskistofnar eru að sama skapi sameiginlegir sem gerir alla stjórnun mun flóknari. Þrátt fyrir að ýmislegt sé ábótavant við fiskveiðistjórnun í ESB eru þó dæmi um blómlegann sjávarútveg sem m.a. Íslendingar hafa talið hagstætt að fjárfesta í. Kjarninn í þessari umræðu er þó sá að ég tel að um slíkan grundvallaraðstöðumun sé að ræða á milli Íslands og ESB hvað fiskveiðistjórnun varðar að um ósambærilega hluti sé að ræða. Helgi Áss er ósammála mér og verður svo að vera. Ámælisverð vinnubrögðAnnað og verra er að í svargrein sinni tekur Helgi þann pól í hæðina að leggja mér orð í munn með eftirfarandi staðhæfingu: "Ólíkt því sem margir halda fram (sjá m.a. grein Úlfars Haukssonar í Fréttablaðinu 31. mars sl.), þá á sameiginleg fiskveiðistefna ESB ekki rætur sínar að rekja til þess að forsvarsmenn Evrópuríkja hafi fengið innblástur um nauðsyn þess að hafa sameiginlega stefnu í þessum málum. Upphaf hennar má rekja til hagsmuna þeirra sex ríkja sem stofnuðu Efnahagsbandalag Evrópu þegar ljóst var að fjögur fiskveiðiríki sóttu um aðild að bandalaginu árið 1970."Í grein minni frá 31. mars kemur hvergi fram það sjónarmið að upphaf sameiginlegrar fiskveiðistefnu ESB megi rekja til einhvers sem kalla má "innblásturs" forsvarsmanna Evrópuríkja um mikilvægi sameiginlegara sjávarútvegsstefnu. Hins vegar má fullyrða hér og nú, að hefðu menn ekki farið af stað um mótun sameiginlegrar stefnu í einhverri mynd, undir þeim pólitísku formerkjum sem uppi voru árið 1970, þegar 12 mílna efnahagsögsaga var regla þá hefði það óhjákvæmilega gerst seinna þegar 200 mílna lögsaga var innleidd. Þessi saga, sem og annað sem viðkemur sjávarútvegsstefnu ESB, er ítarlega rakin í bók minni "Gert út frá Brussel? Íslenskur sjávarútvegur og Evrópusambandið - sjávarútvegsstefna ESB rannsökuð út frá hugsanlegri aðild Íslands að sambandinu" og kom út hjá Háskólaútgáfunni árið 2002.Vægt til orða tekið þá er það ámælisvert í akademísku starfi, sem og í almennri umræðu, að hafa vísvitandi rangt eftir öðrum við skrif og rannsóknir og afbaka umræðuna með þeim hætti. Undirritaður mun því ekki eiga frekari orðaskipti við Helga Áss hér á síðum blaðsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Sjá meira
Helgi Áss Grétarsson ritar grein hér í Fréttablaðinu þann 10. þessa mánaðar undir yfirskriftinni "Fiskveiðistefna Íslands og ESB". Í greininni er Helgi Áss í og með að svara skrifum mínum hér á síðum blaðsins frá 31. mars sl. þar sem ég brást við grein Helga frá því 27. mars! Tilefni skrifanna er að við Helgi erum ekki sammála um réttmæti þess að bera saman árangur íslenska fiskveiðistjórnunarkerfisins við sameiginlega sjávarútvegsstefnu ESB. Helgi Áss telur að það sé eðlilegt að bera saman að jöfnu fiskveiðistjórnun á Íslandsmiðum við fiskveiðistjórnun á hafsvæði ESB ríkjanna. Ég tel hins vegar að hér sé um ósambærilega hluti að ræða af augljósum efnahags- og landfræðilegum ástæðum. Annars vegar höfum við svo til einangraða lögsögu Íslands og að langmestu leyti staðbundna stofna. Í fyrri grein minni líkti ég með réttu aðstæðum til fiskveiðistjórnunar á Íslandsmiðum við fiskabúr. Jafnframt er augljóst að miðað við þann afla sem tekin er úr sjó á Íslandsmiðum í dag, eftir áratuga kvótakerfi, megi efast um gæði kerfisins til að byggja upp fiskistofna þó að það hafi knúið fram hagræðingu í greininni. Hins vegar höfum við lögsögur ESB ríkjanna sem skarast undantekningarlaust og fiskistofnar eru að sama skapi sameiginlegir sem gerir alla stjórnun mun flóknari. Þrátt fyrir að ýmislegt sé ábótavant við fiskveiðistjórnun í ESB eru þó dæmi um blómlegann sjávarútveg sem m.a. Íslendingar hafa talið hagstætt að fjárfesta í. Kjarninn í þessari umræðu er þó sá að ég tel að um slíkan grundvallaraðstöðumun sé að ræða á milli Íslands og ESB hvað fiskveiðistjórnun varðar að um ósambærilega hluti sé að ræða. Helgi Áss er ósammála mér og verður svo að vera. Ámælisverð vinnubrögðAnnað og verra er að í svargrein sinni tekur Helgi þann pól í hæðina að leggja mér orð í munn með eftirfarandi staðhæfingu: "Ólíkt því sem margir halda fram (sjá m.a. grein Úlfars Haukssonar í Fréttablaðinu 31. mars sl.), þá á sameiginleg fiskveiðistefna ESB ekki rætur sínar að rekja til þess að forsvarsmenn Evrópuríkja hafi fengið innblástur um nauðsyn þess að hafa sameiginlega stefnu í þessum málum. Upphaf hennar má rekja til hagsmuna þeirra sex ríkja sem stofnuðu Efnahagsbandalag Evrópu þegar ljóst var að fjögur fiskveiðiríki sóttu um aðild að bandalaginu árið 1970."Í grein minni frá 31. mars kemur hvergi fram það sjónarmið að upphaf sameiginlegrar fiskveiðistefnu ESB megi rekja til einhvers sem kalla má "innblásturs" forsvarsmanna Evrópuríkja um mikilvægi sameiginlegara sjávarútvegsstefnu. Hins vegar má fullyrða hér og nú, að hefðu menn ekki farið af stað um mótun sameiginlegrar stefnu í einhverri mynd, undir þeim pólitísku formerkjum sem uppi voru árið 1970, þegar 12 mílna efnahagsögsaga var regla þá hefði það óhjákvæmilega gerst seinna þegar 200 mílna lögsaga var innleidd. Þessi saga, sem og annað sem viðkemur sjávarútvegsstefnu ESB, er ítarlega rakin í bók minni "Gert út frá Brussel? Íslenskur sjávarútvegur og Evrópusambandið - sjávarútvegsstefna ESB rannsökuð út frá hugsanlegri aðild Íslands að sambandinu" og kom út hjá Háskólaútgáfunni árið 2002.Vægt til orða tekið þá er það ámælisvert í akademísku starfi, sem og í almennri umræðu, að hafa vísvitandi rangt eftir öðrum við skrif og rannsóknir og afbaka umræðuna með þeim hætti. Undirritaður mun því ekki eiga frekari orðaskipti við Helga Áss hér á síðum blaðsins.
Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason Skoðun
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason Skoðun