Um rithöfundalaun 2. september 2010 06:00 Rithöfundar á Íslandi geta sótt um laun í tvo opinbera sjóði, Launasjóð rithöfunda sem er hluti listamannalauna og Launasjóð fræðiritahöfunda hjá Rannsóknamiðstöð Íslands (Rannís). Sérstakar nefndir úthluta úr sjóðunum, vega og meta umsóknir höfunda og ákveða hverjir fái laun fyrir að semja fyrir þjóðina, hugsanlega verðandi listaverk eða grundvallarrit um íslensk fræði, samfélag eða náttúru. Þeir sem ekki hljóta náð fyrir augum sjóðstjórna skrifa í sjálfboðavinnu og basla jafnhliða við önnur störf ef þeir ekki gefast upp. Úthlutanir sjóðanna má sjá á heimasíðum þeirra og ég skoðaði þar sérstaklega síðustu þrjú ár. Hefð er fyrir að skipta bókum í flokka, s.s. barnabækur, skáldverk og fræðibækur, en skil eru óljós. Margir höfundar sögulegra skáldsagna leggja sig fram við að hafa bakgrunn sagna sinna fræðilega réttan og grúska og rannsaka til að svo megi verða og fræðibækur ætlaðar almenningi ná ekki tilgangi sínum nema þær séu skrifaðar af listfengi. Löggjafi og stjórnvöld gera sér grein fyrir þessu. Lengi var sagt í lögum um listamannalaun að þau væru einnig ætluð til fræðibókaskrifa. Í núgildandi lögum er slíkt ekki tekið fram. Menntamálaráðuneytið var spurt hvers vegna. Í svari þess kemur fram að í athugasemdum við frumvarp til laga um listamannalaun segi að launasjóður rithöfunda þjóni öllum íslenskum rithöfundum og því hafi ekki verið talin ástæða til að tilgreina neina þeirra sérstaklega. Ráðuneytið telji engan vafa leika á því að launasjóður rithöfunda nái til allra höfunda, líka höfunda fræðirita, og hafi vakið athygli stjórnar listamannalauna og úthlutunarnefndar launasjóðs rithöfunda á því. Launasjóður rithöfunda skal samkvæmt lögum veita árlega 555 mánaðarlaun. Árin 2008-2010 hafa 100 höfundar þegið úr honum laun, 47 fengið einhver laun á hverju ári og 17 þeirra verið á fullum launum öll árin. Mun fleiri launamánuðir falla í hlut karla en kvenna þessi ár og fá karlar um 61% þeirra. Með góðum vilja má telja að höfundar fræðibóka, mest ævisagna, hafi fengið um 8% launanna. Í reglugerð um Launasjóð fræðiritahöfunda segir að rétt til að sækja um í sjóðinn hafi höfundar alþýðlegra fræðirita, handbóka, orðabóka og viðamikils upplýsingaefnis á íslensku í ýmsu formi. Sjóðurinn úthlutar 36 mánaðarlaunum á ári en árið 2008 voru þau þó 10. Síðustu þrjú ár hefur sjóðurinn launað 22 höfunda. Þetta eru verktakalaun, í ár 320 þús. kr. á mánuði og enginn fær meira en sex mánaða laun á ári. Mjög fátítt er að sjóðurinn veiti sama höfundi oftar en einu sinni og líklega þekkist ekki að höfundur fái laun úr sjóðnum tvö ár í röð. Sjóðstjórnir hafa greinilega gætt jafnræðis á milli karla og kvenna en síður þegar horft er til fræðasviða. Aðeins þrír höfundar hafa fengið laun til að skrifa um náttúru Íslands, einn á ári. Í Bókatíðindum og leitarforritum s.s. Gegni má finna upplýsingar um verk höfunda og sjá hverjir þeirra teljast fræðibókahöfundar. Svo virðist að fyrir hverjar tvær íslenskar „fagurbækur“ (barnabækur, skáldsögur og ljóð) sem út eru gefnar komi út þrjár fræðibækur eða bækur almenns eðlis. Eðlilegt væri að hlutfall launa til höfundahópa væri svipað. Svo er sannarlega ekki. Á síðustu þremur árum hefur verið veitt um sexfalt hærri upphæð til fagurbóka en fræðibóka úr þessum opinberu sjóðum. Það vekur einnig furðu að verk nokkurra höfunda, sem hlotið hafa laun af opinberu fé til að skrifa fyrir almenning, eru vandfundin og spurning hvernig þjóðin á að finna þau til að njóta. Hinir opinberu rithöfundasjóðir hafa á síðustu þremur árum launað fjóra karla í 39 mánuði samanlagt (um 2% af laununum) til að skrifa um náttúru Íslands fyrir almenning. Nú auglýsir Launasjóður rithöfunda eftir umsóknum fyrir árið 2011. Er ekki bara tímasóun fyrir kvensnift eins og mig að sækja enn einu sinni um til slíkra verka? Nógu erfitt er það fyrir karlana. Á ég ekki bara að snúa mér að öðru? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Ég neita að trúa... Guðlaug Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Sjá meira
Rithöfundar á Íslandi geta sótt um laun í tvo opinbera sjóði, Launasjóð rithöfunda sem er hluti listamannalauna og Launasjóð fræðiritahöfunda hjá Rannsóknamiðstöð Íslands (Rannís). Sérstakar nefndir úthluta úr sjóðunum, vega og meta umsóknir höfunda og ákveða hverjir fái laun fyrir að semja fyrir þjóðina, hugsanlega verðandi listaverk eða grundvallarrit um íslensk fræði, samfélag eða náttúru. Þeir sem ekki hljóta náð fyrir augum sjóðstjórna skrifa í sjálfboðavinnu og basla jafnhliða við önnur störf ef þeir ekki gefast upp. Úthlutanir sjóðanna má sjá á heimasíðum þeirra og ég skoðaði þar sérstaklega síðustu þrjú ár. Hefð er fyrir að skipta bókum í flokka, s.s. barnabækur, skáldverk og fræðibækur, en skil eru óljós. Margir höfundar sögulegra skáldsagna leggja sig fram við að hafa bakgrunn sagna sinna fræðilega réttan og grúska og rannsaka til að svo megi verða og fræðibækur ætlaðar almenningi ná ekki tilgangi sínum nema þær séu skrifaðar af listfengi. Löggjafi og stjórnvöld gera sér grein fyrir þessu. Lengi var sagt í lögum um listamannalaun að þau væru einnig ætluð til fræðibókaskrifa. Í núgildandi lögum er slíkt ekki tekið fram. Menntamálaráðuneytið var spurt hvers vegna. Í svari þess kemur fram að í athugasemdum við frumvarp til laga um listamannalaun segi að launasjóður rithöfunda þjóni öllum íslenskum rithöfundum og því hafi ekki verið talin ástæða til að tilgreina neina þeirra sérstaklega. Ráðuneytið telji engan vafa leika á því að launasjóður rithöfunda nái til allra höfunda, líka höfunda fræðirita, og hafi vakið athygli stjórnar listamannalauna og úthlutunarnefndar launasjóðs rithöfunda á því. Launasjóður rithöfunda skal samkvæmt lögum veita árlega 555 mánaðarlaun. Árin 2008-2010 hafa 100 höfundar þegið úr honum laun, 47 fengið einhver laun á hverju ári og 17 þeirra verið á fullum launum öll árin. Mun fleiri launamánuðir falla í hlut karla en kvenna þessi ár og fá karlar um 61% þeirra. Með góðum vilja má telja að höfundar fræðibóka, mest ævisagna, hafi fengið um 8% launanna. Í reglugerð um Launasjóð fræðiritahöfunda segir að rétt til að sækja um í sjóðinn hafi höfundar alþýðlegra fræðirita, handbóka, orðabóka og viðamikils upplýsingaefnis á íslensku í ýmsu formi. Sjóðurinn úthlutar 36 mánaðarlaunum á ári en árið 2008 voru þau þó 10. Síðustu þrjú ár hefur sjóðurinn launað 22 höfunda. Þetta eru verktakalaun, í ár 320 þús. kr. á mánuði og enginn fær meira en sex mánaða laun á ári. Mjög fátítt er að sjóðurinn veiti sama höfundi oftar en einu sinni og líklega þekkist ekki að höfundur fái laun úr sjóðnum tvö ár í röð. Sjóðstjórnir hafa greinilega gætt jafnræðis á milli karla og kvenna en síður þegar horft er til fræðasviða. Aðeins þrír höfundar hafa fengið laun til að skrifa um náttúru Íslands, einn á ári. Í Bókatíðindum og leitarforritum s.s. Gegni má finna upplýsingar um verk höfunda og sjá hverjir þeirra teljast fræðibókahöfundar. Svo virðist að fyrir hverjar tvær íslenskar „fagurbækur“ (barnabækur, skáldsögur og ljóð) sem út eru gefnar komi út þrjár fræðibækur eða bækur almenns eðlis. Eðlilegt væri að hlutfall launa til höfundahópa væri svipað. Svo er sannarlega ekki. Á síðustu þremur árum hefur verið veitt um sexfalt hærri upphæð til fagurbóka en fræðibóka úr þessum opinberu sjóðum. Það vekur einnig furðu að verk nokkurra höfunda, sem hlotið hafa laun af opinberu fé til að skrifa fyrir almenning, eru vandfundin og spurning hvernig þjóðin á að finna þau til að njóta. Hinir opinberu rithöfundasjóðir hafa á síðustu þremur árum launað fjóra karla í 39 mánuði samanlagt (um 2% af laununum) til að skrifa um náttúru Íslands fyrir almenning. Nú auglýsir Launasjóður rithöfunda eftir umsóknum fyrir árið 2011. Er ekki bara tímasóun fyrir kvensnift eins og mig að sækja enn einu sinni um til slíkra verka? Nógu erfitt er það fyrir karlana. Á ég ekki bara að snúa mér að öðru?
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar