Virðing fyrir íslenskri tungu Toshiki Toma skrifar 18. nóvember 2010 14:21 Þriðjudaginn 16. nóvember var dagur íslenskrar tungu. Ég er innflytjandi og því er íslenskan ekki mitt móðurmál. Ég hef þó verið að læra íslensku undanfarin átján ár og glími enn við tungumálið á hverjum degi. Ég veit að þó að íslenskan mín sé ófullkomin ber ég virðingu fyrir íslenskri tungu. Ég veit að margir innflytjendur eru að læra íslensku og vona að sem flestir geri það. Á þessum hátíðardegi heyrði ég af mjög sorglega sögu. Í þætti á Útvarpi Sögu hringdi útlensk stelpa inn í þáttinn og spurði, áður en hún lagði orð í belg, hvort útvarpskonan talaði ensku. Útvarpskonan svaraði henni harkalega og sagði: „Við tölum íslensku hérna. Það er nefnilega dagur íslenskrar tungu". Hún sagði allt þetta á íslensku. Stelpan sagði: ,,Ok" og ef útvarpskonan hafði lokið símtalinu væri málið ef til vill í lagi. En áður símtalinu lauk sagði útvarpskonan við stelpuna:„Ef þú ert á Íslandi þá skaltu tala íslensku. Er það ekki? Hefur ekkert gengið að læra það?" sagði útvarpskonan. „Það er dagur íslenskrar tungu í dag og það er nú alveg lágmark að sýna okkur þá virðingu að tala íslensku á þessum degi og fyrir utan það hafa íslenskir fjölmiðlar þá skyldu að vera með efni á íslensku. Ef þú ætlar að vera á Íslandi, talar þú íslensku. Það er nú bara þannig." Að loknu símtalinu hélt útvarpskonan æst áfram og sagði að það væri nauðsynlegt að setja ákvæði í stjórnarskrá um að íslenskan væri þjóðarmál landsins og að kvartaði yfir því margir útlendingar neituðu að læra íslensku og tala hana. Ég get skilið, að í þætti sem er útvarpað á Íslandi sé erfitt að vilja spjalla á öðru málu en íslensku, nema sérstakar ástæður liggi fyrir. En það er hægt að segja á kurteisari hátt. Framkoma útvarpkonunar gagnvart útlensku stúlkunni var ekki falleg. Hún var virkilega móðgandi. Hún hefði geta sagt: „Fyrirgefðu, en við þurfum að tala íslensku í þættinum, þar sem margir skilja ekki ensku. Takk samt fyrir að hringja í okkur." Það hefði verið fagmennska að mínu mati. Útvarpskonan misnotaði líka uppákomuna á ýmsa vegu. Í fyrsta lagi skammaði hún stelpuna eins og stelpan væri að vanrækja að læra íslensku. Hvað vissi hún um það? Stelpan gæti verið að læra en ekki treyst sér til að tala. Þetta eru hreinir fordómar hjá útvarpskonunni. Í öðru lagi er það óvirðing við íslenskuna þó fólk tali ensku eða annað mál á degi íslenskrar tungu? Á það fólk sem kann ekki íslenskuna bara að þegja á degi íslenskrar tungu? Er það hluti af hátíðarhöldunum? Ég skil ekki þessi rök. Í þriðja lagi tengdi útvarpskonan uppákomuna við innflytjendur sem vilja ekki læra íslensku. Það er engin raunveruleg tenging milli stúlkunnar sem hringdi í þáttinn og innflytjenda sem ,,neita" að læra íslensku. Útvarpskonan notaði uppákomuna til að halda uppi neikvæðri ímynd af um innflytjendum. Ef Íslendingar vilja að innflytjendur tali meiri íslensku þá mun hvatning og þolinmæði nýtast betur en skammir. Íslendingar almennt þurfa líka að læra að venjast öðrum hljómi og hreimi í íslensku tali, það myndi hvetja innflytjendur til að tjá sig meira munnlega á íslensku. Ég get haldið áfram en læt þetta duga að sinni. Ég ber virðingu fyrir íslenskri tungu, en ég ber ekki neina virðingu fyrir viðhorfi eins því sem útvarpskonan sýndi útlensku stúlkunni. Það er óvirðing við manneskju að útvarpskonan þykist vera meira virði en stúlkan þar sem hún talar fullkomlega innlent tungumál. Að lokum langar mig að segja atriði sem ég var búinn að segja mörgum sinnum hingað til: Það er gott að bera virðingu fyrir íslenskri tungu. En það má ekki vera viðmið að meta mannkosti manneskju hvort viðkomandi tali góða íslenskuna eða ekki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Toshiki Toma Mest lesið Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Skoðun Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Sjá meira
Þriðjudaginn 16. nóvember var dagur íslenskrar tungu. Ég er innflytjandi og því er íslenskan ekki mitt móðurmál. Ég hef þó verið að læra íslensku undanfarin átján ár og glími enn við tungumálið á hverjum degi. Ég veit að þó að íslenskan mín sé ófullkomin ber ég virðingu fyrir íslenskri tungu. Ég veit að margir innflytjendur eru að læra íslensku og vona að sem flestir geri það. Á þessum hátíðardegi heyrði ég af mjög sorglega sögu. Í þætti á Útvarpi Sögu hringdi útlensk stelpa inn í þáttinn og spurði, áður en hún lagði orð í belg, hvort útvarpskonan talaði ensku. Útvarpskonan svaraði henni harkalega og sagði: „Við tölum íslensku hérna. Það er nefnilega dagur íslenskrar tungu". Hún sagði allt þetta á íslensku. Stelpan sagði: ,,Ok" og ef útvarpskonan hafði lokið símtalinu væri málið ef til vill í lagi. En áður símtalinu lauk sagði útvarpskonan við stelpuna:„Ef þú ert á Íslandi þá skaltu tala íslensku. Er það ekki? Hefur ekkert gengið að læra það?" sagði útvarpskonan. „Það er dagur íslenskrar tungu í dag og það er nú alveg lágmark að sýna okkur þá virðingu að tala íslensku á þessum degi og fyrir utan það hafa íslenskir fjölmiðlar þá skyldu að vera með efni á íslensku. Ef þú ætlar að vera á Íslandi, talar þú íslensku. Það er nú bara þannig." Að loknu símtalinu hélt útvarpskonan æst áfram og sagði að það væri nauðsynlegt að setja ákvæði í stjórnarskrá um að íslenskan væri þjóðarmál landsins og að kvartaði yfir því margir útlendingar neituðu að læra íslensku og tala hana. Ég get skilið, að í þætti sem er útvarpað á Íslandi sé erfitt að vilja spjalla á öðru málu en íslensku, nema sérstakar ástæður liggi fyrir. En það er hægt að segja á kurteisari hátt. Framkoma útvarpkonunar gagnvart útlensku stúlkunni var ekki falleg. Hún var virkilega móðgandi. Hún hefði geta sagt: „Fyrirgefðu, en við þurfum að tala íslensku í þættinum, þar sem margir skilja ekki ensku. Takk samt fyrir að hringja í okkur." Það hefði verið fagmennska að mínu mati. Útvarpskonan misnotaði líka uppákomuna á ýmsa vegu. Í fyrsta lagi skammaði hún stelpuna eins og stelpan væri að vanrækja að læra íslensku. Hvað vissi hún um það? Stelpan gæti verið að læra en ekki treyst sér til að tala. Þetta eru hreinir fordómar hjá útvarpskonunni. Í öðru lagi er það óvirðing við íslenskuna þó fólk tali ensku eða annað mál á degi íslenskrar tungu? Á það fólk sem kann ekki íslenskuna bara að þegja á degi íslenskrar tungu? Er það hluti af hátíðarhöldunum? Ég skil ekki þessi rök. Í þriðja lagi tengdi útvarpskonan uppákomuna við innflytjendur sem vilja ekki læra íslensku. Það er engin raunveruleg tenging milli stúlkunnar sem hringdi í þáttinn og innflytjenda sem ,,neita" að læra íslensku. Útvarpskonan notaði uppákomuna til að halda uppi neikvæðri ímynd af um innflytjendum. Ef Íslendingar vilja að innflytjendur tali meiri íslensku þá mun hvatning og þolinmæði nýtast betur en skammir. Íslendingar almennt þurfa líka að læra að venjast öðrum hljómi og hreimi í íslensku tali, það myndi hvetja innflytjendur til að tjá sig meira munnlega á íslensku. Ég get haldið áfram en læt þetta duga að sinni. Ég ber virðingu fyrir íslenskri tungu, en ég ber ekki neina virðingu fyrir viðhorfi eins því sem útvarpskonan sýndi útlensku stúlkunni. Það er óvirðing við manneskju að útvarpskonan þykist vera meira virði en stúlkan þar sem hún talar fullkomlega innlent tungumál. Að lokum langar mig að segja atriði sem ég var búinn að segja mörgum sinnum hingað til: Það er gott að bera virðingu fyrir íslenskri tungu. En það má ekki vera viðmið að meta mannkosti manneskju hvort viðkomandi tali góða íslenskuna eða ekki.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun