Umfjöllun: Keflavík eyðilagði teitið hjá KR Henry Birgir Gunnarsson skrifar 15. mars 2010 20:47 Það var hart barist í DHL-höllinni í kvöld. Mynd/Vilhelm Keflvíkingar sýndu frábæran körfubolta í síðari hálfleik gegn KR og lönduðu glæsilegum sigri, 92-100. KR hefði orðið deildarmeistari með sigri en Keflvíkingar höfðu greinilega engan áhuga á að horfa á KR fagna í leikslok og ákváðu því að eyðilegga teitið. KR var skrefi á undan í fyrsta leikhluta en hreinlega rúllaði yfir gestina í öðum leikhluta. Þá fóru Pavel Ermolinskij og Brynjar Þór Björnsson á kostum á meðan það stóð ekki steinn yfir steini í leik Keflvíkinga. Ef ekki hefði verið fyrir Uruele Igbavbova þá hefði munurinn verið meiri en 17 stig í leikhléi. 52-35 í hálfleik. KR-ingar voru rænulausir og ótrúlega ragir í upphafi síðari hálfleiks. Baráttuglaðir Keflvíkingar fóru að keyra í andlitið á þeim og spila hörkuvörn. KR var ekki til í þann slag. Smám saman minnkaði forskotið og Keflavík komst yfir áður en leikhlutinn var allur og leiddi eftir hann, 68-73. KR reyndi að spyrna við fótum í lokaleikhlutanum en það var ekki nóg. Keflvíkingar gáfu ekki eftir og lönduðu sanngjörnum sigri. Drealon Burns, sem gárungarnir eru farnir að kalla Mr. Burns, og Uruela Igbavbova voru magnaðir í Keflavíkurliðinu. Hörður Axel átti síðan stórbrotin síðari hálfleik eftir að hafa verið meðvitundarlaus í fyrri hálfleik. Sigurður Þorsteinsson var drjúgur og Gunnar Einarsson setti tóninn með mögnuðum körfum í upphafi síðari hálfleiks. Pavel og Brynjar Þór voru magnaðir í fyrri hálfleik en náðu ekki að fylgja því eftir og gerðu sig seka um of mörg mistök í þeim síðari. Tommy Johnson fékk að spila allt of mikið og tók hvert glórulausa skotið á fætur öðru. Hnefaleikakappinn Tommy "Boom Boom" Johnson hefði nýst liðinu betur í þessum leik. Nýi Kaninn, Morgan Lewis, hefði svo allt eins getað verið heima hjá sér að lesa Morgan Kane því hann gat ekkert. Átti eina frábæra viðstöðulausa troðslu en það var allt og sumt. KR-Keflavík 92-100 Stig KR: Brynjar Þór Björnsson 27, Tommy Johnson 18, Pavel Ermolinskij 17 (10 frák., 10 stoðs.), Fannar Ólafsson 11, Morgan Lewis 8, Darri Hilmarsson 6, Jón Orri Kristjánsson 5.Stig Keflavíkur: Draelon Burns 29, Uruele Igbavbova 25, Hörður Axel Vilhjálmsson 20, Sigurður Þorsteinsson 14, Gunnar Einarsson 9, Þröstur Leó Jóhannsson 3. Dominos-deild karla Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Sport Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Handbolti Fleiri fréttir Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Sjá meira
Keflvíkingar sýndu frábæran körfubolta í síðari hálfleik gegn KR og lönduðu glæsilegum sigri, 92-100. KR hefði orðið deildarmeistari með sigri en Keflvíkingar höfðu greinilega engan áhuga á að horfa á KR fagna í leikslok og ákváðu því að eyðilegga teitið. KR var skrefi á undan í fyrsta leikhluta en hreinlega rúllaði yfir gestina í öðum leikhluta. Þá fóru Pavel Ermolinskij og Brynjar Þór Björnsson á kostum á meðan það stóð ekki steinn yfir steini í leik Keflvíkinga. Ef ekki hefði verið fyrir Uruele Igbavbova þá hefði munurinn verið meiri en 17 stig í leikhléi. 52-35 í hálfleik. KR-ingar voru rænulausir og ótrúlega ragir í upphafi síðari hálfleiks. Baráttuglaðir Keflvíkingar fóru að keyra í andlitið á þeim og spila hörkuvörn. KR var ekki til í þann slag. Smám saman minnkaði forskotið og Keflavík komst yfir áður en leikhlutinn var allur og leiddi eftir hann, 68-73. KR reyndi að spyrna við fótum í lokaleikhlutanum en það var ekki nóg. Keflvíkingar gáfu ekki eftir og lönduðu sanngjörnum sigri. Drealon Burns, sem gárungarnir eru farnir að kalla Mr. Burns, og Uruela Igbavbova voru magnaðir í Keflavíkurliðinu. Hörður Axel átti síðan stórbrotin síðari hálfleik eftir að hafa verið meðvitundarlaus í fyrri hálfleik. Sigurður Þorsteinsson var drjúgur og Gunnar Einarsson setti tóninn með mögnuðum körfum í upphafi síðari hálfleiks. Pavel og Brynjar Þór voru magnaðir í fyrri hálfleik en náðu ekki að fylgja því eftir og gerðu sig seka um of mörg mistök í þeim síðari. Tommy Johnson fékk að spila allt of mikið og tók hvert glórulausa skotið á fætur öðru. Hnefaleikakappinn Tommy "Boom Boom" Johnson hefði nýst liðinu betur í þessum leik. Nýi Kaninn, Morgan Lewis, hefði svo allt eins getað verið heima hjá sér að lesa Morgan Kane því hann gat ekkert. Átti eina frábæra viðstöðulausa troðslu en það var allt og sumt. KR-Keflavík 92-100 Stig KR: Brynjar Þór Björnsson 27, Tommy Johnson 18, Pavel Ermolinskij 17 (10 frák., 10 stoðs.), Fannar Ólafsson 11, Morgan Lewis 8, Darri Hilmarsson 6, Jón Orri Kristjánsson 5.Stig Keflavíkur: Draelon Burns 29, Uruele Igbavbova 25, Hörður Axel Vilhjálmsson 20, Sigurður Þorsteinsson 14, Gunnar Einarsson 9, Þröstur Leó Jóhannsson 3.
Dominos-deild karla Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Sport Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Handbolti Fleiri fréttir Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Sjá meira