Umfjöllun: Keflavík eyðilagði teitið hjá KR Henry Birgir Gunnarsson skrifar 15. mars 2010 20:47 Það var hart barist í DHL-höllinni í kvöld. Mynd/Vilhelm Keflvíkingar sýndu frábæran körfubolta í síðari hálfleik gegn KR og lönduðu glæsilegum sigri, 92-100. KR hefði orðið deildarmeistari með sigri en Keflvíkingar höfðu greinilega engan áhuga á að horfa á KR fagna í leikslok og ákváðu því að eyðilegga teitið. KR var skrefi á undan í fyrsta leikhluta en hreinlega rúllaði yfir gestina í öðum leikhluta. Þá fóru Pavel Ermolinskij og Brynjar Þór Björnsson á kostum á meðan það stóð ekki steinn yfir steini í leik Keflvíkinga. Ef ekki hefði verið fyrir Uruele Igbavbova þá hefði munurinn verið meiri en 17 stig í leikhléi. 52-35 í hálfleik. KR-ingar voru rænulausir og ótrúlega ragir í upphafi síðari hálfleiks. Baráttuglaðir Keflvíkingar fóru að keyra í andlitið á þeim og spila hörkuvörn. KR var ekki til í þann slag. Smám saman minnkaði forskotið og Keflavík komst yfir áður en leikhlutinn var allur og leiddi eftir hann, 68-73. KR reyndi að spyrna við fótum í lokaleikhlutanum en það var ekki nóg. Keflvíkingar gáfu ekki eftir og lönduðu sanngjörnum sigri. Drealon Burns, sem gárungarnir eru farnir að kalla Mr. Burns, og Uruela Igbavbova voru magnaðir í Keflavíkurliðinu. Hörður Axel átti síðan stórbrotin síðari hálfleik eftir að hafa verið meðvitundarlaus í fyrri hálfleik. Sigurður Þorsteinsson var drjúgur og Gunnar Einarsson setti tóninn með mögnuðum körfum í upphafi síðari hálfleiks. Pavel og Brynjar Þór voru magnaðir í fyrri hálfleik en náðu ekki að fylgja því eftir og gerðu sig seka um of mörg mistök í þeim síðari. Tommy Johnson fékk að spila allt of mikið og tók hvert glórulausa skotið á fætur öðru. Hnefaleikakappinn Tommy "Boom Boom" Johnson hefði nýst liðinu betur í þessum leik. Nýi Kaninn, Morgan Lewis, hefði svo allt eins getað verið heima hjá sér að lesa Morgan Kane því hann gat ekkert. Átti eina frábæra viðstöðulausa troðslu en það var allt og sumt. KR-Keflavík 92-100 Stig KR: Brynjar Þór Björnsson 27, Tommy Johnson 18, Pavel Ermolinskij 17 (10 frák., 10 stoðs.), Fannar Ólafsson 11, Morgan Lewis 8, Darri Hilmarsson 6, Jón Orri Kristjánsson 5.Stig Keflavíkur: Draelon Burns 29, Uruele Igbavbova 25, Hörður Axel Vilhjálmsson 20, Sigurður Þorsteinsson 14, Gunnar Einarsson 9, Þröstur Leó Jóhannsson 3. Dominos-deild karla Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á Sumardaginn fyrsta Sport Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Körfubolti Fleiri fréttir „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Sjá meira
Keflvíkingar sýndu frábæran körfubolta í síðari hálfleik gegn KR og lönduðu glæsilegum sigri, 92-100. KR hefði orðið deildarmeistari með sigri en Keflvíkingar höfðu greinilega engan áhuga á að horfa á KR fagna í leikslok og ákváðu því að eyðilegga teitið. KR var skrefi á undan í fyrsta leikhluta en hreinlega rúllaði yfir gestina í öðum leikhluta. Þá fóru Pavel Ermolinskij og Brynjar Þór Björnsson á kostum á meðan það stóð ekki steinn yfir steini í leik Keflvíkinga. Ef ekki hefði verið fyrir Uruele Igbavbova þá hefði munurinn verið meiri en 17 stig í leikhléi. 52-35 í hálfleik. KR-ingar voru rænulausir og ótrúlega ragir í upphafi síðari hálfleiks. Baráttuglaðir Keflvíkingar fóru að keyra í andlitið á þeim og spila hörkuvörn. KR var ekki til í þann slag. Smám saman minnkaði forskotið og Keflavík komst yfir áður en leikhlutinn var allur og leiddi eftir hann, 68-73. KR reyndi að spyrna við fótum í lokaleikhlutanum en það var ekki nóg. Keflvíkingar gáfu ekki eftir og lönduðu sanngjörnum sigri. Drealon Burns, sem gárungarnir eru farnir að kalla Mr. Burns, og Uruela Igbavbova voru magnaðir í Keflavíkurliðinu. Hörður Axel átti síðan stórbrotin síðari hálfleik eftir að hafa verið meðvitundarlaus í fyrri hálfleik. Sigurður Þorsteinsson var drjúgur og Gunnar Einarsson setti tóninn með mögnuðum körfum í upphafi síðari hálfleiks. Pavel og Brynjar Þór voru magnaðir í fyrri hálfleik en náðu ekki að fylgja því eftir og gerðu sig seka um of mörg mistök í þeim síðari. Tommy Johnson fékk að spila allt of mikið og tók hvert glórulausa skotið á fætur öðru. Hnefaleikakappinn Tommy "Boom Boom" Johnson hefði nýst liðinu betur í þessum leik. Nýi Kaninn, Morgan Lewis, hefði svo allt eins getað verið heima hjá sér að lesa Morgan Kane því hann gat ekkert. Átti eina frábæra viðstöðulausa troðslu en það var allt og sumt. KR-Keflavík 92-100 Stig KR: Brynjar Þór Björnsson 27, Tommy Johnson 18, Pavel Ermolinskij 17 (10 frák., 10 stoðs.), Fannar Ólafsson 11, Morgan Lewis 8, Darri Hilmarsson 6, Jón Orri Kristjánsson 5.Stig Keflavíkur: Draelon Burns 29, Uruele Igbavbova 25, Hörður Axel Vilhjálmsson 20, Sigurður Þorsteinsson 14, Gunnar Einarsson 9, Þröstur Leó Jóhannsson 3.
Dominos-deild karla Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á Sumardaginn fyrsta Sport Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Körfubolti Fleiri fréttir „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Sjá meira