Umfjöllun: Keflvíkingar í vænlegri stöðu eftir sigur í Njarðvík Elvar Geir Magnússon skrifar 8. apríl 2010 20:58 Útlitið er orðið dökkt hjá Njarðvíkingum sem töpuðu á heimavelli fyrir Keflavík í öðrum leik liðanna í undanúrslitarimmu Íslandsmótsins. Úrslitin 79-103. Það var mikil stemning í Njarðvík og hart barist eins og alltaf þegar þessir grannar etja kappi. Njarðvíkingar töpuðu fimm boltum snemma leiks og Keflvíkingar byrjuðu betur. Heimamenn náðu svo að skipuleggja leik sinn betur, náðu mikilvægum sóknarfráköstum en voru samt sem áður einu stigi undir eftir fyrsta leikhluta sem einkenndist af þéttum varnarleik. Í öðrum fjórðungi voru Keflvíkingar með öll tök og Gunnar Einarsson í ham. Njarðvíkingar áttu í miklum vandræðum með að skora. Þeim gekk illa að loka á þriggja stiga skot gestanna og Nick Bradford og Magnús Gunnarsson voru ekki að finna sig og þar munar um minna. Mikill hiti var í mönnum en Keflvíkingar voru með fimmtán stiga forystu í hálfleik, staðan 36-51. Þeir héldu svo uppteknum hætti eftir hlé, sýndu sparihliðarnar og mótherjar þeirra áttu engin svör. Keflavík jók forskotið enn frekar og staðan 52-77 fyrir lokafjórðunginn. Bilið var orðið of mikið til að hægt væri að brúa það og formsatriði fyrir gestina að klára leikinn. Leiknum lyktaði með 24 stiga sigri Keflavíkur sem er í ansi vænlegri stöðu. Lið Keflvíkinga var að leika virkilega vel í gær og hreinlega keyrði yfir Njarðvíkinga. Keflvíkingar eru komnir í 2-0 og geta á sunnudag tryggt sér sæti í úrslitunum. Þá mætast þessi lið í þriðja leik sínum en Njarðvíkingar hljóta að mæta dýrvitlausir til leiks enda ekki á óskalistanum að tapa 3-0 fyrir einum af erkifjendum sínum. Njarðvík-Keflavík 79-103 (21-22, 15-29, 16-26, 27-26)Njarðvík: Guðmundur Jónsson 13, Nick Bradford 13/5 fráköst, Friðrik E. Stefánsson 13/12 fráköst, Jóhann Árni Ólafsson 9, Magnús Þór Gunnarsson 8, Hjörtur Hrafn Einarsson 8, Egill Jónasson 7/6 fráköst, Páll Kristinsson 3/4 fráköst, Kristján Rúnar Sigurðsson 3, Elías Kristjánsson 2.Keflavík: Gunnar Einarsson 26, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 20/8 fráköst, Draelon Burns 17/8 fráköst, Hörður Axel Vilhjálmsson 15/5 fráköst/6 stoðsendingar, Uruele Igbavboa 14/8 fráköst/5 stoðsendingar, Jón Nordal Hafsteinsson 6/6 fráköst, Sverrir Þór Sverrisson 2/5 stoðsendingar/5 stolnir, Davíð Þór Jónsson 2, Guðmundur Auðunn Gunnarsson 1. Dominos-deild karla Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Fleiri fréttir „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Sjá meira
Útlitið er orðið dökkt hjá Njarðvíkingum sem töpuðu á heimavelli fyrir Keflavík í öðrum leik liðanna í undanúrslitarimmu Íslandsmótsins. Úrslitin 79-103. Það var mikil stemning í Njarðvík og hart barist eins og alltaf þegar þessir grannar etja kappi. Njarðvíkingar töpuðu fimm boltum snemma leiks og Keflvíkingar byrjuðu betur. Heimamenn náðu svo að skipuleggja leik sinn betur, náðu mikilvægum sóknarfráköstum en voru samt sem áður einu stigi undir eftir fyrsta leikhluta sem einkenndist af þéttum varnarleik. Í öðrum fjórðungi voru Keflvíkingar með öll tök og Gunnar Einarsson í ham. Njarðvíkingar áttu í miklum vandræðum með að skora. Þeim gekk illa að loka á þriggja stiga skot gestanna og Nick Bradford og Magnús Gunnarsson voru ekki að finna sig og þar munar um minna. Mikill hiti var í mönnum en Keflvíkingar voru með fimmtán stiga forystu í hálfleik, staðan 36-51. Þeir héldu svo uppteknum hætti eftir hlé, sýndu sparihliðarnar og mótherjar þeirra áttu engin svör. Keflavík jók forskotið enn frekar og staðan 52-77 fyrir lokafjórðunginn. Bilið var orðið of mikið til að hægt væri að brúa það og formsatriði fyrir gestina að klára leikinn. Leiknum lyktaði með 24 stiga sigri Keflavíkur sem er í ansi vænlegri stöðu. Lið Keflvíkinga var að leika virkilega vel í gær og hreinlega keyrði yfir Njarðvíkinga. Keflvíkingar eru komnir í 2-0 og geta á sunnudag tryggt sér sæti í úrslitunum. Þá mætast þessi lið í þriðja leik sínum en Njarðvíkingar hljóta að mæta dýrvitlausir til leiks enda ekki á óskalistanum að tapa 3-0 fyrir einum af erkifjendum sínum. Njarðvík-Keflavík 79-103 (21-22, 15-29, 16-26, 27-26)Njarðvík: Guðmundur Jónsson 13, Nick Bradford 13/5 fráköst, Friðrik E. Stefánsson 13/12 fráköst, Jóhann Árni Ólafsson 9, Magnús Þór Gunnarsson 8, Hjörtur Hrafn Einarsson 8, Egill Jónasson 7/6 fráköst, Páll Kristinsson 3/4 fráköst, Kristján Rúnar Sigurðsson 3, Elías Kristjánsson 2.Keflavík: Gunnar Einarsson 26, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 20/8 fráköst, Draelon Burns 17/8 fráköst, Hörður Axel Vilhjálmsson 15/5 fráköst/6 stoðsendingar, Uruele Igbavboa 14/8 fráköst/5 stoðsendingar, Jón Nordal Hafsteinsson 6/6 fráköst, Sverrir Þór Sverrisson 2/5 stoðsendingar/5 stolnir, Davíð Þór Jónsson 2, Guðmundur Auðunn Gunnarsson 1.
Dominos-deild karla Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Fleiri fréttir „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Sjá meira