Niðurskurður og norræn velferð 28. júní 2010 06:00 Félagsmálaráðherra tilkynnti nýverið að allt stefndi í að niðurskurður til velferðarmála á fjárlögum ríkisins fyrir árið 2011 gæti orðið 6% miðað við árið 2010 en það ár var skorið niður í félags- og tryggingamálum um 5%. Ráðherra hefur jafnframt gengið fram fyrir skjöldu og bent á nauðsyn þess að farið verði í allsherjar uppstokkun á útgjöldum ríkisins. Nú blandast engum hugur um að óumflýjanlegt virðist vera að lækka þurfi ríkisútgjöld. Það sem verður að hafa í huga er hvernig við forgangsröðum; hvaða svið það eru sem ekki þola skerðingar án þess að það skaði einstaklinga og samfélagið í bráð og lengd. Ríkisstjórnin hefur gefið út þá yfirlýsingu að hún vilji skapa hér samfélag í anda hins norræna velferðarkerfis. Ríkisstjórnin hefur hinsvegar ekki skilgreint hvað felst í slíku kerfi né hvað það er sem íslenska velferðarþjónustu helst skortir í þeim efnum. Því hefur umræðuna skort efnislegt innihald. Til velferðarmála eru almennt talin menntamál, heilbrigðismál og félags- og tryggingamál. Samkvæmt Norrænu hagtöluárbókinni 2009 voru framlög á Íslandi árið 2007 til menntamála vel sambærileg við önnur norðurlönd. Hvað varðar heilbrigðismál og félags- og tryggingamál þá er um þessa málaflokka fjallað í hagtíðindum Hagstofu Íslands um heilbrigðis- félags- og dómsmál í október 2009.Sú samantekt er fróðleg og nauðsynleg lesning öllum þeim sem vilja stuðla að norrænu velferðarkerfi á Íslandi. Þar kemur fram að til þess sem kallað er félagsvernd, þ.e.a.s. heilbrigðis-, trygginga- og félagsmála, vörðu Íslendingar árið 2006 lægstu hlutfalli Norðurlanda miðað við landsframleiðslu eða 21% meðan aðrar þjóðir nota frá 22.6% (Noregur) og upp í 30,7% (Svíþjóð). Friðrik Sigurðsson. Ekki er síður fróðlegt að skoða hvernig innbyrðis skipting á Norðurlöndum er á milli verkefnasviða innan svokallaðrar félagsverndar. Til heilbrigðismála renna á Íslandi 8,8 % landsframleiðslu sem er það hæsta á Norðurlöndum meðan til örorku og fötlunar renna 2,8% af landsframleiðslu. Þar er Ísland langlægst í norrænum samanburði, sambærilegar tölur á öðrum Norðurlöndum eru frá 4,2- 4,6% af landsframleiðslu. Þessar staðreyndir eru mikilvægur vegvísir við að innleiða samfélag sem líkist norrænum velferðarsamfélögum. Það væri mikið úr leið á þeirri vegferð ef skerða ætti það litla fjármagn sem nú rennur til þjónustu við fatlað fólk og til greiðslu örorkubóta og þar með breikka bilið á milli Íslands og annarra Norðurlanda á málasviði þar sem Ísland stendur hvað höllustum fæti. Fyrirliggjandi er að ganga þarf frá samkomulagi á milli ríkis og sveitarfélaga um þann heimanmund sem ríkið er tilbúið að eftirláta sveitarfélögunum þegar þau taka yfir þá þjónustu sem ríkið hefur hingað til veitt fötluðu fólki samkvæmt lögum. Landssamtökunum Þroskahjálp þykir sjálfgefið að þar muni ríkið að lágmarki verða tilbúið að færa til tekjustofna sem nema að fullu núverandi rekstrarkostnaði. Samtökin telja einnig að það væri í hróplegri mótsögn við yfirlýsta stefnu núverandi ríkisstjórnar um norræna velferð ef bætur vegna fötlunar yrðu skertar meira en orðið er.Að lokum hvetja samtökin til málefnalegrar umræðu um nauðsyn og skipulag velferðar á viðsjárverðum tímum, þar nægir ekki spaugstefnuskrá Besta flokksins „að vera góðir við aumingja". Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason skrifar Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Sjá meira
Félagsmálaráðherra tilkynnti nýverið að allt stefndi í að niðurskurður til velferðarmála á fjárlögum ríkisins fyrir árið 2011 gæti orðið 6% miðað við árið 2010 en það ár var skorið niður í félags- og tryggingamálum um 5%. Ráðherra hefur jafnframt gengið fram fyrir skjöldu og bent á nauðsyn þess að farið verði í allsherjar uppstokkun á útgjöldum ríkisins. Nú blandast engum hugur um að óumflýjanlegt virðist vera að lækka þurfi ríkisútgjöld. Það sem verður að hafa í huga er hvernig við forgangsröðum; hvaða svið það eru sem ekki þola skerðingar án þess að það skaði einstaklinga og samfélagið í bráð og lengd. Ríkisstjórnin hefur gefið út þá yfirlýsingu að hún vilji skapa hér samfélag í anda hins norræna velferðarkerfis. Ríkisstjórnin hefur hinsvegar ekki skilgreint hvað felst í slíku kerfi né hvað það er sem íslenska velferðarþjónustu helst skortir í þeim efnum. Því hefur umræðuna skort efnislegt innihald. Til velferðarmála eru almennt talin menntamál, heilbrigðismál og félags- og tryggingamál. Samkvæmt Norrænu hagtöluárbókinni 2009 voru framlög á Íslandi árið 2007 til menntamála vel sambærileg við önnur norðurlönd. Hvað varðar heilbrigðismál og félags- og tryggingamál þá er um þessa málaflokka fjallað í hagtíðindum Hagstofu Íslands um heilbrigðis- félags- og dómsmál í október 2009.Sú samantekt er fróðleg og nauðsynleg lesning öllum þeim sem vilja stuðla að norrænu velferðarkerfi á Íslandi. Þar kemur fram að til þess sem kallað er félagsvernd, þ.e.a.s. heilbrigðis-, trygginga- og félagsmála, vörðu Íslendingar árið 2006 lægstu hlutfalli Norðurlanda miðað við landsframleiðslu eða 21% meðan aðrar þjóðir nota frá 22.6% (Noregur) og upp í 30,7% (Svíþjóð). Friðrik Sigurðsson. Ekki er síður fróðlegt að skoða hvernig innbyrðis skipting á Norðurlöndum er á milli verkefnasviða innan svokallaðrar félagsverndar. Til heilbrigðismála renna á Íslandi 8,8 % landsframleiðslu sem er það hæsta á Norðurlöndum meðan til örorku og fötlunar renna 2,8% af landsframleiðslu. Þar er Ísland langlægst í norrænum samanburði, sambærilegar tölur á öðrum Norðurlöndum eru frá 4,2- 4,6% af landsframleiðslu. Þessar staðreyndir eru mikilvægur vegvísir við að innleiða samfélag sem líkist norrænum velferðarsamfélögum. Það væri mikið úr leið á þeirri vegferð ef skerða ætti það litla fjármagn sem nú rennur til þjónustu við fatlað fólk og til greiðslu örorkubóta og þar með breikka bilið á milli Íslands og annarra Norðurlanda á málasviði þar sem Ísland stendur hvað höllustum fæti. Fyrirliggjandi er að ganga þarf frá samkomulagi á milli ríkis og sveitarfélaga um þann heimanmund sem ríkið er tilbúið að eftirláta sveitarfélögunum þegar þau taka yfir þá þjónustu sem ríkið hefur hingað til veitt fötluðu fólki samkvæmt lögum. Landssamtökunum Þroskahjálp þykir sjálfgefið að þar muni ríkið að lágmarki verða tilbúið að færa til tekjustofna sem nema að fullu núverandi rekstrarkostnaði. Samtökin telja einnig að það væri í hróplegri mótsögn við yfirlýsta stefnu núverandi ríkisstjórnar um norræna velferð ef bætur vegna fötlunar yrðu skertar meira en orðið er.Að lokum hvetja samtökin til málefnalegrar umræðu um nauðsyn og skipulag velferðar á viðsjárverðum tímum, þar nægir ekki spaugstefnuskrá Besta flokksins „að vera góðir við aumingja".
Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir Skoðun
Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir Skoðun
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir Skoðun
Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir Skoðun