Fótbolti

Mourinho tekur við Real Madrid

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Jose Mourinho fagnar Evrópumeistaratitlinum með Inter.
Jose Mourinho fagnar Evrópumeistaratitlinum með Inter. Nordic Photos / Getty Images

Jose Mourinho mun á mánudaginn taka formlega við starfi knattspyrnustjóra Real Madrid. Þetta tilkynnti félagið í dag.

Mourinho vann þrennuna með Inter í vetur en liðið varð bæði deildar- og bikarmeistari á Ítalíu auk þess sem liðið varð einnig Evrópumeistari.

Fyrir tveimur dögum var Manuel Pellegrini rekinn úr starfi knattspyrnustjóra hjá Real Madrid en það hefur legið í loftinu undanfarnar vikur að Mourinho taki við Madrídingum.

Florentino Perez, forseti Real Madrid, og Massimo Moratti, forseti Inter, funduðu nú síðdegis í Mílanó og eru komust að samkomulagi um greiðslu fyrir að losa Mourinho undan samningi sínum við Inter. Greiðslan er sögð nema um átta milljónum evra.

Real Madrid mun halda blaðamannafund á mánudaginn þar sem Mourinho verður formlega kynntur til sögunnar sem nýr knattspyrnustjóri Real Madrid.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×