Enski boltinn

Messi: Fabregas kemur aftur til Barcelona

Elvar Geir Magnússon skrifar
„Það eru ekki margir leikmenn sem geta bætt þetta lið sem við erum með en Cesc er einn af þeim," sagði Lionel Messi í viðtali.
„Það eru ekki margir leikmenn sem geta bætt þetta lið sem við erum með en Cesc er einn af þeim," sagði Lionel Messi í viðtali.

Lionel Messi reiknar með að leika með Cesc Fabregas í liði Barcelona. Þeir voru saman í akademíu Barcelona áður en Fabregas yfirgaf félagið fyrir Arsenal árið 2003.

„Cesc er með pláss fyrir Arsenal í hjarta sínu en hefur Barcelona í blóðinu," sagði Messi við Daily Express.

„Honum mun langa til að vinna stærstu titlana í fótboltanum og ég býst við að hann geri það hjá Barcelona."

Fabregas er samningsbundinn Arsenal til 2014. Hann er þó sífellt orðaður við Börsunga en hann gekk til liðs við félagið tíu ára gamall.

„Ég veit ekki hvenær það verður en ég býst við að hann verði samherji minn hjá Barcelona einn daginn. Ég er viss um að samband hans við Arsene Wenger er eins og milli sonar og föður. Ég veit líka að hann á mjög gott samband við stuðningsmenn Arsenal. Hann hefur alist upp hjá félaginu og starfsfólkið þar er honum eins og fjölskylda."

„Barcelona er samt borgin hans og félag hans og fjölskyldu hans. Það eru ekki margir leikmenn sem geta bætt þetta lið sem við erum með en Cesc er einn af þeim," sagði Messi sem sjálfur hefur sagt að hann vilji leika með Barcelona allan sinn feril.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×