Ertu með eða á móti? 3. september 2010 06:00 Ertu með eða á móti aðild Íslands að Evrópusambandinu (ESB)? Þessari spurningu er ekki hægt að svara fyrr en vitað er hvaða kostir og ókostir munu fylgja aðild eða höfnun aðildar. Það verður hins vegar ekki ljóst fyrr en samningsdrög liggja fyrir að loknum samningaviðræðum. Þess vegna er spurningin ekki tímabær. Hægt er hins vegar að spyrja: Ertu með eða á móti því að rætt sé við ESB um aðild Íslands, – samninga leitað um að Ísland bætist í hóp þeirra 27 Evrópuríkja,sem hafa ákveðið að starfa náið saman? Ertu fylgjandi því að Ísland velji sömu leið og Danmörk, Finnland og Svíþjóð hafa farið? Það virðist borin von, enn sem komið er að minnsta kosti, að umræða um þetta mikilvæga mál fari fram á viti bornum nótum. Nýlega flutti einn af andstæðingum umsóknar pistil í Útvarpi Sögu, þar sem eftirfarandi kom fram: 1. Látið var í veðri vaka að ESB væri að stofna her, sem við yrðum að eiga aðild að við inngöngu í bandalagið. 2. Ýjað var að því að „Stórráð“ (hvað sem það nú er) ESB kynni að vilja setja upp eldflaugaskotpalla á Íslandi. 3. Aðild að NAFTA, Fríverslunarsamtökum Kanada, Bandaríkjanna og Mexíkó, væri besti valkostur Íslendinga. Sá valkostur hefur reyndar aldrei staðið okkur til boða. Ekki frekar en tvíhliðasamningur við ESB, sem Sjálfstæðisflokkur tönnlaðist á um 1990. Sá flokkur tók svo 180° beygju í stuttri Viðeyjarferð á vordögum 1991 og skrifaði upp á EES-samninginn og Jón Baldvin og Davíð mynduðu stjórn. 4. Í pistlinum var því haldið fram, að vandamál umheimsins kæmu okkur ekki við. Við ættum bara að huga að okkur sjálfum og okkar. Láta umheiminn afskiptalausan. Þetta var ekki heimssýn heldur heimsýn. Annar svarinn fjandmaður ESB umsóknar skrifaði nýlega grein í Morgunblaðið þar sem hann sakaði þá sem hann kallaði ESB-sinna um ódrengskap og að vera ekki vandir að meðulum. Það var reyndar ekki stutt rökum. Meðan málflutningur andstæðinga ESB-umsóknar er á þessu stigi og Útvarp Saga, að Mogganum ógleymdum, er helsti vettvangur þeirra sem ekki vilja auka samstarf við þjóðir Evrópu og ekki vilja að þjóðin fá að greiða atkvæði um niðurstöður samningaviðræðna, þá er umræðan á leiðinni út og suður og norður og niður. Við sem viljum taka afstöðu til aðildarkosta, þegar þeir liggja fyrir, ættum kannski að vera andstæðingum okkar þakklátir fyrir málflutning þeirra. Og þó. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Ertu með eða á móti aðild Íslands að Evrópusambandinu (ESB)? Þessari spurningu er ekki hægt að svara fyrr en vitað er hvaða kostir og ókostir munu fylgja aðild eða höfnun aðildar. Það verður hins vegar ekki ljóst fyrr en samningsdrög liggja fyrir að loknum samningaviðræðum. Þess vegna er spurningin ekki tímabær. Hægt er hins vegar að spyrja: Ertu með eða á móti því að rætt sé við ESB um aðild Íslands, – samninga leitað um að Ísland bætist í hóp þeirra 27 Evrópuríkja,sem hafa ákveðið að starfa náið saman? Ertu fylgjandi því að Ísland velji sömu leið og Danmörk, Finnland og Svíþjóð hafa farið? Það virðist borin von, enn sem komið er að minnsta kosti, að umræða um þetta mikilvæga mál fari fram á viti bornum nótum. Nýlega flutti einn af andstæðingum umsóknar pistil í Útvarpi Sögu, þar sem eftirfarandi kom fram: 1. Látið var í veðri vaka að ESB væri að stofna her, sem við yrðum að eiga aðild að við inngöngu í bandalagið. 2. Ýjað var að því að „Stórráð“ (hvað sem það nú er) ESB kynni að vilja setja upp eldflaugaskotpalla á Íslandi. 3. Aðild að NAFTA, Fríverslunarsamtökum Kanada, Bandaríkjanna og Mexíkó, væri besti valkostur Íslendinga. Sá valkostur hefur reyndar aldrei staðið okkur til boða. Ekki frekar en tvíhliðasamningur við ESB, sem Sjálfstæðisflokkur tönnlaðist á um 1990. Sá flokkur tók svo 180° beygju í stuttri Viðeyjarferð á vordögum 1991 og skrifaði upp á EES-samninginn og Jón Baldvin og Davíð mynduðu stjórn. 4. Í pistlinum var því haldið fram, að vandamál umheimsins kæmu okkur ekki við. Við ættum bara að huga að okkur sjálfum og okkar. Láta umheiminn afskiptalausan. Þetta var ekki heimssýn heldur heimsýn. Annar svarinn fjandmaður ESB umsóknar skrifaði nýlega grein í Morgunblaðið þar sem hann sakaði þá sem hann kallaði ESB-sinna um ódrengskap og að vera ekki vandir að meðulum. Það var reyndar ekki stutt rökum. Meðan málflutningur andstæðinga ESB-umsóknar er á þessu stigi og Útvarp Saga, að Mogganum ógleymdum, er helsti vettvangur þeirra sem ekki vilja auka samstarf við þjóðir Evrópu og ekki vilja að þjóðin fá að greiða atkvæði um niðurstöður samningaviðræðna, þá er umræðan á leiðinni út og suður og norður og niður. Við sem viljum taka afstöðu til aðildarkosta, þegar þeir liggja fyrir, ættum kannski að vera andstæðingum okkar þakklátir fyrir málflutning þeirra. Og þó.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar