Íranska utanríkisráðuneytið hefur sagt vestrænum þjóðum að hætta að skipta sér af máli konnunnar sem hefur verið dæmd til að vera grýtt í hel þar í landi.
Sakineh Ashtiani er 43 ára gömul ekkja sem var dæmd til dauða fyrir að haf mök við tvo karlmenn utan hjónabands.
Eftir mikla mótmælaöldu bættu írönsk yfirvöld morðákæru. Sökuðu Ashtiani um að hafa átt þátt í að myrða eiginmann sinn.
Það dugði ekki til að draga úr mótmælunum. Klerkastjórnin í Íran virðist þreytt á þessu nöldri.
Talsmaður hennar sagði í dag: „Því miður er verið að verja manneskju sem hefur verið dæmd fyrir morð og framhjáhald. Ef það heyrir undir mannréttindi að sleppa öllum sem hafa verið dæmdir fyrir morð, gætu Evrópuríki byrjað á því að láta lausa alla morðingja innan eigin landamæra."